fbpx

Sýnikennsla: Þéttari augabrúnir

Estée LaudermakeupMakeup ArtistMakeup TipsStíllSýnikennslaTrend

Það er nú meira hvað þið eruð margar áhugasamar um að fá þykkari augabrúnir og nú ætlast ég bara til þess að sem flestir taki áskoruninni og mér fyndist nú bara dáldið gaman að plata þær sem hafa áhuga til að merkja mynd af augabrúnunum sínum á Instagram með #trendaugabrúnir – ef merkingarþáttakan er góð set ég kannski saman smá gjafapakka fyrir flottusut myndina:)

En ég lofaði líka sýnikennslu um hvernig má þétta augabrúnir sem eru að vaxa. Eins hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir um hvað er hægt að nota til að flýta fyrir vexti augabrúnanna og algengasta ráðleggingin sem ég hef heyrt er að bera gyllinæðakrem á þær – sjálf hef ég ekki prófað en ef þið hafið það þá langar mig endilega að heyra af árangrinum í athugasemdum hér fyrir neðan:)

Hárin í mínum augabrúnum eru mjög dökk en svo á móti er ég með mjög ljósa húð svo stundum virka augabrúnirnar heldur strjálar. Oft vel ég þá að þétta þær aðeins en það getur verið vandasamt. Dags daglega get ég ekki notað svona púðuraugabrúnalit mér finnst það of mikið, hann tek ég fram þegar tilefnið er meira. Annars nota ég mest litað augabrúnagel en svo inná milli tek ég fram augabrúnablýant. Í augnablikinu er það blýantur frá Estée Lauder sem er í uppáhaldi en hann nota ég í dekksta litnum en hann er dökkbrúnn og ekki of hlýr en samt ekki of kaldur. Hér er smá sýnikennsla frá mér til ykkar um hvernig þið getið aðeins mótað og fyllt inní strjálar augabrúnir á sem náttúrulegastan hátt:

augabrúnirsýni2

Svona eru mínar augabrúnir alveg ósnertar…

augabrúnirsýni

Ég byrja á því að mynda línu þar sem ég vil að marka upphaf augabrúnanna eða útlínur þeirra. Mér finnst gott að byrja að gera þessi strik báðum megin til að passa uppá að ég nái þeim báðum alveg jöfnum.

 

augabrúnirsýni13

Afsakið óskýrleikann á myndinni hér fyrir ofan en ég vona að þið náið að sjá þetta nokkurn veginn. Þetta var greinilega eina myndin sem ég náði ekki alveg nógu góðum fókus fyrir;)

Hér er ég sumsé búin að fylla lit innan markanna sem ég gerði í fyrra skrefinu. Blýanturinn sem ég nota þekur ótrúlega vel og er mjúkur svo það er leikur einn að fylla inní brúnirnar.

augabrúnirsýni12

En af því ég vil ekki hafa brúnirnar of hvassar þá mýki ég litinn með hjálpa eyrnapinna. Þá smudge-a ég litinn til með því að nudda eyrnapinnanum yfir hann. Passið að nutta bara laust og dreifa úr litnum annars er hætta á að þið takið hann bara í burtu. Ég geri það alveg óvart líka en þá bara bæti ég aðeins við aftur það er minnsta mál að redda því:)

augabrúnirsýni11

 

Svona þá eru augabrúnirnar mínar tilbúnar – smá munu frá því sem var fyrir ekki satt ;)

estee-lauder1Hér er augabrúnaskrúfblýanturinn sem ég nota á myndunum hér fyrir ofan. Ég elska áferðina sem liturinn gefur augabrúnunum mínum því hann er þéttur en augabrúnirnar mínar fá mjúka áferð ekki svona skarpar. Ég get ekki svoleiðis því þá verð ég svo grimm ég er með alveg nógu áberandi litacontrast í andlitinu:) Hér er litur öðrum megin og highlighter hinum megin sem ég set í kringum augabrúnirnar þegar ég er búin að móta þær. Hann sést því miður ekki nógu vel en það styrkir umgjörð þeirra enn frekar að gera það. Litinn þarf aldrei að ydda oddurinn kemur bara örmjór út þegar þið skrúfið litinn upp.

Ég verð að hvetja ykkur aftur eins og áður til að hætta að litaaugabrúnirnar. Það er til svo ótrúlega mikið af góðum augabrúnavörum sem gerir gæfumuninn og augabrúnirnar verða svo miklu fallegri. Ef þið hafið ekki kannski mikinn tíma á morgnanna þá mæli ég með að þvið skoðið lituð augabrúnagel þið eruð enga stund að bera þau á brúnirnar:)

Svona að lokum er einhver sem veit hvort það sé algengt að augnlitur breytist svona seint á ævinni? Ég skil stundum ekki hvaðan þessi græni litur sem birtist núna mun oftar er að koma og mér líður stundum eins og hann sé að taka yfir brúna litinn. Á þessum myndum er hann alla vega miklu meira áberandi en hann hefur nokkru sinni verið!

EH

Topp 10: BB kremin mín

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Lára

    27. May 2014

    Ertu til í að setja inn link á blýantinn? Kemur mjög vel út :)

  2. Tinna Tómasdóttir

    27. May 2014

    Á ensku Wikipediugreininni um augnlit stendur: “Studies on Caucasian twins, both fraternal and identical, have shown that eye color over time can be subject to change, and major demelanization of the iris may also be genetically determined. Most eye-color changes have been observed or reported in the Caucasian population with hazel and amber eyes.”

    Ert þú ekki einmit með þennan “hazel” lit?

    • Nei… nefninlega ekki alveg mín voru fyrir svona ekki meira en 5 árum eins og svartir kolamolar þau voru svo dökk :( En takk fyrir þetta leitin að svarinu heldur áfram :D

  3. Anna

    27. May 2014

    Ég er alveg sammála með að plokka ekki of mikið en af hverju hætta að lita brúnirnar?

    • Að mínu mati geta þær stundum orðið svo hvassar og gervilegar. En það er svo sem bara smekksatriði sem hver og ein þarf að ákveða fyrir sig. Persónulega finnst mér fallegra þegar augabrúnaförðunarvörur eru notaðar til að skerpa og móta augabrúnir. :)

  4. Guðrún

    28. May 2014

    En hvað með konurnar sem eru með alveg glær hár í augabrúnunum? Hætta að lita?

    • Það er auðvitað algjört smekksatriði hvort konur hætti að lita á sér augabrúnirnar – mig langaði bara svona að kasta þessu fram til að vekja lika athygli á því að það væru fleiri leiðir til að skerpa á augabrúnunum heldur en að lita þær:)

      Fyrir konur með mjög ljós hár myndi ég mæla með lituðu augabrúnageli sem kemur oftast bara í formi augabrúnamaskara. Þá er það bara eins og að bera maskara á augabrúnirnar:)

  5. Rakel

    28. May 2014

    Með hvaða lituðu augabrúnageli mæliru helst með?

  6. Anna

    28. May 2014

    Ég held að maður verði að passa sig í litun augabrúna að hafa litinn alls ekki of dökkan, ég verð að lita mínar brúnir því þær eru alveg hvítar. Ég nota ljósbrúna refectocil og hef hann stutt á, fæ aldrei lit á húðina eða verð eitthvað gervileg.
    Það sem er svo ljótt við að lita brúnirnar er þegar liturinn er alveg dökkur, sérstaklega á ljóshærðum.

  7. Elsa

    28. May 2014

    Notar þú eitthvað ákveðið augnkrem eða serum?

  8. Hulda

    30. May 2014

    Ég er með eina spurningu í hina áttina, þ.e. hvað maður á að gera ef maður vill fá aðeins ljósari augabrúnir, verður maður að aflita þær eða er eitthvað annað í boði? Ég er með frekar dökkar augabrúnir frá náttúrunnar hendi en hárið hins vegar skollitað og lýsist alltaf enn meir á sumrin. Þá finnst mér stundum augabrúnirnar virðast of dökkar, þ.e. eins og ég hafi litað þær dekkri… það væri gaman að geta prófað að hafa þær aðeins meira í samræmi við hárið, án þess að lita hárið dökkt:-)

    • Besta leiðin væri líklega að einmitt lýsa þær bara með lit á snyrtistofu. En eitt sem ég hef heyrt er að augnháraserum lýsi aðeins upp hárin á augabrúnunum. Það eykur vöxtinn líka en ég hef aldrei notað það af hræðslu við að lýsa þær. Ég spurðist t.d fyrir um serumið frá L’Oreal (sem er reyndar hætt í sölu til svipað í MAC og hjá Gosh) því ég hélt ég gæti kannski notað það sem augabrúnagel þá var mér sagt að það myndi þá lýsa augabrúnirnar. Kannski eitthvað sem þú gætir skoðað betur :)

      • Hulda

        30. May 2014

        Takk kærlega fyrir upplýsingarnar!