fbpx

Topp 10: BB kremin mín

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsSnyrtibuddan mín

Ég veit ég er endalaust að skrifa um BB krem en þetta er bara vinsælasta snyrtivaran á landinu og líklega í heiminum í dag og sú nýjung sem hefur náð að festa sig langbest. Að mínu mati hafa CC kremin ekki náð að festa sig eins mikið sérstaklega vegna þess hve mögulega lík þau eru BB kremunum. Ekki einu sinni ég sé mikinn mun á mörgum þeirra nema bara innan merkja. Mér finnst t.d. CC kremin sem eru í litunum sem leiðrétta liti miklu skemmtilegri en þau sem eru í heilum litum.

Það var rosalega erfitt að setja saman þennan lista og ég fann hvað ég er ótrúlega meðvirk með BB kremunum mínum. Ég hef prófað dáldið mörg – vægast sagt!

Hér er listinn minn – að sjálfsögðu byrjum við á endanum….

Screen Shot 2014-05-27 at 9.22.14 AM BB kremloka3 BB kremloka2 BB kremloka

Ég hef prófað öll kremin á mínum lista og auðvitað miða ég útfrá minni reynslu en hér og þar fylgja líka almennir punktar og svo orð sem ég hef heyrt bæði frá lesendum og mínu fólki.

Mögulega finnst ykkur einhver krem vanta en ég miða listann útfrá því sem ég hef getað prófað almennilega. BB kremið frá L’Oreal er t.d. eitt af mínum uppáahalds BB kremum en það er of dökkt fyrir mig ég get bara hreinlega ekki notað það en ég veit að margar konu dýrka það og ég hef selt mörgum konum það á kynningum fyrir L’Oreal. Eina ástæðan fyrir fjarveru þess í færslunni er bara hreinlega liturinn á kreminu… Einnig hefði ég viljað koma fyrir kremunum frá Gosh og Estée Lauder svo listinn hefði getað verið enn lengri:)

Kannski þessi innsýn mín inní heim BB kremanna hafi hjálpað ykkur eitthvað ég vona það alla vega!

EH

Uppáhalds kinnaliturinn minn

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

 1. Áslaug

  27. May 2014

  Aquasource frá Biotherm og miracle skin cream frá Garnier hefðu mátt fljóta með, bæði rosa léttt og rakamikil

  • Biotherm er einmitt frábært krem en ekki pláss fyrir allt:) Miricle Skin Cream frá Garnier er ekki BB krem og passar því ekki inná listann – BB kremið frá Garnier er hins vegar á listanum :)

 2. Gígja

  27. May 2014

  Ég get ekki verið án BB frá Garnier !! En veit ekki hvort þú hafir tekið eftir því en það er komið sensitive krem líka fyrir þurra og viðkvæma húð og það er miklu betra finnst mér og það minnkar roða líka ;-)

  • Jú ég vissi af því – það er samt ekki til hér sem mér finnst leiðinlegt þarf endilega að muna eftir að spurja útí það. Ég held að það myndi henta mér t.d. mun betur:)

 3. Herdís

  27. May 2014

  Nýlega komu ný BB krem frá Body Shop, annað er fyrir þurra/viðkvæma og hitt fyrir feita húð. Þetta fyrir feita húð er með Tea Tree olíu og kemur í alveg ljósum lit, það er frábært…hef aldrei áður getað sleppt því að nota púður en nú get ég það heilu og hálfu dagana.

  • Veistu ég hef bara aldrei prófað BB kremin frá Body Shop – en ég hef nokkrum sinnum keypt vörur hjá þeim eftir meðmæli frá lesendum og nú þarf ég að kíkja á þetta – takk fyrir tipsið;)

   • Herdís

    27. May 2014

    Þessi sem eru búin að vera til í a.m.k. ár (all in one BB krem) henta mér ekki og eru allt of dökk en þessi nýju eru frábær. Maður sér ekki oft fjallað um Body Shop vörur en þær hafa nánast alltaf reynst mér vel.

    • Sammála – það er lítið fjallað um það og mögulega merki sem týnist inná milli sem er synd því gott er það. Elska t.d. E vítamín vörurnar frá þeim notaði þær mikið á húðina eftir meðgönguna. En ég t.d. keypti mér augabrúnalitinn frá þeim eftir stórsigur vörunnar í RFJ snyrtivöruverðlaununum þar sem lesendur völdu bestu vörurnar og ég skildi strax afhverju liturinn var svona vinsæll:)

 4. Inga

  27. May 2014

  Er eitthvað af þessum kremum á viðráðanlegu verði fyrir utan Maybelline og Garnier? :)

  Kv

  • Bourjois að sjálfsögðu. Ef þú ert svo með dekkra litarhaft en ég þá myndi ég tékka á L’Oreal. Eins er Gosh kremið mjög gott minnir mig dáldið á það frá Bobbi Brown. Næst þessum kremum samt í verði á þessum lista væri kremið frá Smashbox sem mig minnir endilega að sé á um 6000kr :)

 5. Thorunn

  27. May 2014

  Clarins BB og YSL BB er í uppáhaldi hjá mér :)

 6. Tinna

  27. May 2014

  Hvað myndiru mæla með fyrir blandaða húð (oily t-svæði)? :-)

  • Hinu CC kreminu frá Garnier – kemur í langri túbu það er sérstaklega gert fyrir blandaða húð :) Þessi eru öll frekar fyrir normal/þurra húð að mínu mati alla vega :)

   • Tinna

    27. May 2014

    Æði, takk fyrir svarið :-)

 7. Maren Lind

  28. May 2014

  Ég hef alveg endalaust gaman af síðunni þinni og umfjölluninni um snyrtivörurnar – átt hrós skilið fyrir að halda úti svona frábærri síðu :)

  Mig langaði að benda þér á CC krem sem ég prófaði um helgina og varð strax alveg ofboðslega hrifin af: http://www.bourjois.fr/maquillage/teint/1-2-3-perfect-cc-cream.html

  Þetta er, að ég held, nýkomið til landsins og er algjör snilld!

  • Takk fyrir falleg orð! En já þetta er á CC test listanum mínum – það eru enn nokkur sem ég á eftir að prófa af þessum CC kremum áður en ég set upp topp 10 listann fyrir þau :D

 8. Heba

  30. May 2014

  Augabrúnaliturinn frá body shop, ertu þá að tala um lit með festi eða er þetta penni/blýantur? :)

 9. Jóhanna

  19. November 2014

  Sæl.

  Geturðu bent mér á BB krem sem er án parabena.

  • Reykjavík Fashion Journal

   19. November 2014

   Hæ Jóhanna:) þau eru nokkur en svo þú getir nú séð allt úrvalið á einum stað og lesið þér til um kremin þá mæli ég með að þú farir inná sephora.com og leitir þar eftir bb cream – á hliðarslánni vinstra megin geturðu svo hakað í paraben free og þá færðu lista yfir öll kremin – flest þeirra sem eru þar eru líka í boði hér;)

   • Jóhanna

    19. November 2014

    Takk fyrir þetta. Snilldarsíða.