fbpx

Svar við beiðni lesanda

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Mér þykir voða vænt um þegar lesendur hafa samband og biðja um að fá að vita meira um ákveðnar vörur, heyra hvað mér finnst og sjá hvernig ég nota þær. Ég fékk fyrirspurn nýlega um hvort ég hafði nokkuð notað nýju augabrúnavöruna frá Maybelline, sem ég hafði ekki gert þá, en um leið og tækifærið gafst þá greip ég það!

brúnir8

Hér sjáið þið Brow Satin augabrúnavöruna, þessi átti að koma núna síðasta haust en vegna vinsælda um heim allan var varan bara uppseld fyrr en nú og nú finnið þið þessa sniðugu vöru í Maybelline stöndum um allt land. Brow Satin er tvöföld vara með skrúfblýanti einum megin og púðri hinum megin. Hún kemur í tveimur litum – dökku og ljósu, ég er að sjálfsögðu með dekkri litinn en það er svona óskrifuð regla hjá Maybelline að ljósari litirnir séu fyrir ljóshærðar og þeir dökku fyrir dökkhærðar. Það er ekki beint útaf augljósu ástæðunni heldur vegna þess að tónar litanna tóna betur við litarhaft þeirra kvenna.

brúnir

Hér sjáið þið hvernig mínar augabrúnir líta út með Brow Satin, afsakið birtuna á myndunum – ég þarf að reyna að hætta að taka alltaf myndir inní herbergi þar sem birtan er sum staðar alltof appelsínugul!

En mig langaði líka að sýna ykkur ferlið, þetta tekur enga stund og varan er mjög einföld og þægileg í notkun.

brúnir5

Mínar augabrúnir villtar og ógreiddar, mér finnst best að byrja á því að greiða hárin eins og ég vil hafa þau. Þá finnst mér auðveldara að sjá hvar ég þarf að bæta við og fylla inní þær. Ég geri það þó helst þarna alveg fremst eins og þið þekkið kannski nú þegar frá augabrúnafærslunum mínum.

brúnir6

Ég nota skrúfblýantinn til að móta augabrúnirnar, móta lögun þeirra og þétta þær aðeins, það er svo púðurliturinn sem kemur yfir sem klárar að fylla þær almennilega. Formúlan í blýantinum er vaxkennd og mér þykja þær formúlur alltaf bestar í augabrúnir því áferðin er svona eins raunveruleg og hún gerist. Passið að þrýsta blýantinum of fast uppvið augabrúnirnar svo liturinn verði ekki of mikill – bara léttar strokur meðfram ykkar hárum.

brúnir4

Þá er þetta sirka svona, ég dreifi síðan betur úr litnum í næsta skrefi með hjálp svampsins, sem er það sem ég myndi gera venjulega með augabrúnagreiðu, eyrnapinna eða bara fingrunum.

brúnir7

Svo er það svampurinn, en í lokinu á honum er mattur litur í sama tón og skrúfblýanturinn. Með svampinum nudda ég litnum inní augabrúnirnar og geri áferð hans náttúrulegri, ég næ einhvern vegin að mýkja áferð augabrúnanna með svampinum og mér finnnst útkoman verða virkilega náttúruleg og fyllingin bara alveg frekar eðlileg.

brúnir9

Hér sjáið þið svo lokaútkomuna, ég geri auðvitað ekkert sérstaklega ýktar augabrúnir það er ekki ég en þið getið fengið miklu meira úr þessari vöru ef þið kjósið það frekar.

brúnir2

Fallegar augabrúnir sem virka við öll tilefni og eru bara þokkalega eðlilegar og náttúrulegar. Brow Satin gefur augabrúnunum náttúrulega og áferðafallega fyllingu. Mér finn st sérstaklega gott að blýanturinn sé skrúfblýantur því þá þarf maður aldrei að finna neinn yddara svo það er virkilega góð pæling í vöruhönnun og merkið fær þónokkur stig frá mér fyrir það.

Brow Satin er sannarlega vara sem ég get mælt með en ég er búin að vera að nota þennan núna í viku og mér finnst mótunin verða auðveldari með hverjum deginum sem líður. Þegar ég er búin að nota svampinn greiði ég bara aðeins í gegnum þær en þið gætuð auðvitað líka notað augabrúnagel hvort sem það er glært eða með smá lit til að festa hárin á sínum stað og þá liggur auðvitað augum uppi að nota augabrúnagelið frá Maybelline sem er algjört æði!

En ef þið eruð með vörur sem ykkur langar að ég taki fyrir þá er það lítið mál ég er alltaf opin fyrir því að heyra hvað ykkur langar að lesa um og ég hef alltaf gaman af því að prófa nýjar vörur – ég er svo nýjungagjörn ef þið hafið ekki tekið eftir því nú þegar ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Varalitadagbók #31

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Berglind

    2. June 2015

    Takk fyrir! :)
    Hann einmitt fylgdi mér “óvart” heim úr búðinni um helgina en ég er ekki búin að prófa ennþá. Ég er svo vön að klína bara lituðu geli í augabrúnirnar og er eitthvað aðeins búin að vera að mikla þetta fyrir mér ;) en þetta lítur út fyrir að vera frekar einfalt svo ég þarf bara að láta vaða ;)