Mér fannst hrikalega gaman að sjá hvað múmínbolla færslan mín var vinsæl og líka að sjá að ég er ekki sú eina sem er forfallinn múmínbollasafnari! Mér datt í kjölfarið í hug að panta aukabolla þegar ég festi kaup á 100 ára afmælisbollanum frá merkinu.
Bollinn var sérstaklega gerður til að fagna 100 ára afmæli Tove Janson, skapara múmínálfanna. Þetta er flottasti múmínbollinn sem hefur nokkurn tíman komið í sölu – alla vega að mínu mati – svo mig langar að gleðja aðra múmínaðdáaendur með því að gefa tveimur heppnum lesendum bolla. Sjálf fékk ég minn í Suomi Prkl en ég veit ekki hvort fleiri verslanir á Íslandi séu búnar að fá þennan afmælisbolla sem seldist hratt upp en í kjölfarið voru fleiri bollar framleiddir. Ég keypti síðan þrjá bolla í vefverslun múmínálfanna og ég fékk meirað segja einn safnara bolla með gleraugunum í! Ég íhugaði lengi að eiga bara tvo bolla en ákvað svo að yndislega amma hans Aðalsteins sem er finnsk, uppalin í Helsinki og mikill múmínaðdáandi fengi að eiga hann.
Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast einn af þessum fallegu bollum er að smella á Like við þessa færslu, setja Like á Facebook síðuna mína ef þið hafið ekki nú þegar gert það HÉR og loks skila fallegri kveðju sem athugasemd undir þessa færslu með nafni að sjálfsögðu :)
Ég ætla svo að byrja mánudagsmorguninn minn á því að draga út tvo heppna vinningshafa!
Annað sem mér finnst gaman við þennan bolla er sú að hluti af ágóða við sölu þeirra rennur í sjóð til styrktar Unicef. Frábært að geta styrkt gott málefni um leið og maður kaupir fallegan mun fyrir heimilið.
Bollinn er eins og er uppseldur í vefversluninni sem ég keypti hann og ég veit ekki til þess að hann sé fáanlegur enn á Íslandi nema mögulega í Suomi Prkl á Laugaveginum.
Eigið góðan sunnudag!
EH
Skrifa Innlegg