fbpx

Sumarið Yljar í Haustveðrinu

makeup

Í dag er það ekki bara koffínlausi kaffibollinn sem yljar mér heldur ákvað ég að renna betur yfir makeup myndirnar frá fjóru stóru tískuvikunum og skoða betur hvað það er sem verður áberandi í makeup tískunni næsta sumar. Ég ákvað að byrja á lúkkunum sem eru kannski ekki alltof framandi fyrir okkur þessa stundina – geymum litadýrðina þangað til seinna:)Nude lúkkið er alltaf það sem er mest áberandi á sumarsýningunum, það er líka basic og kannski selur það betur því það dregur ekki athyglina frá fötunum og konur sem eru vanar að mála sig dags daglega svona náttúrulega eiga auðveldara með að sjá sig fyrir sér í fötunum. Það sem mér finnst líka áhugavert er að oft eru það sömu merki ár eftir ár sem vilja nude lúkkið og hvort sem það er við sumarlínur eða vetrarlínur. Þó svo að fyrirsæturnar virðist vera lítið sem ekkert málaðar þá er oft tímafrekt að ná hinu fullkomna nude lúkki því það krefst mikillar nákvæmni – það er ekki hægt að fela sig á bakvið neitt – andlitið verður að vera eins og hvítur strigi – það má ekki vera neitt sem stelur athygli.

Hvað þarftu til að ná þessu lúkki:

  • Góðan farða – ég myndi mæla með fljótandi farða eins og BB krem.
  • Hyljara – í ljósum lit, helst einum tóni dekkri en húðin þín er til að gefa húðinni aukinn ljóma og draga úr þreytumerkjum.
  • Highlighter – til að gefa húðinni ferskan glans án þess að hún virðist sveitt.
  • Glæran/brúnan maskara – eins og þið sjáið þá sjást augnhárin varla. Að vera með svartan maskara getur stundum verið of mikið svo ég segji glær fyrir þær með ljósu aunghárin og brúnn fyrir þær sem eru með dökk fyrir.
  • Léttur kinnalitur – bara til að gefa smá frískleika, t.d. bara ljósbleikan.

Dramatísk augu sáust svona inná milli á tískupöllunum en svona dökk augu eru óalgeng þegar verið er að sýna sumarlínurnar en það kemur þó fyrir þegar það er verið að sýna línur sem eru með dramatískum fíling – það eina sem kom mér á óvart kannski var Chanel makeupið sem mér fannst bara alveg útúr kú miðað við fötin og stemminguna á sýningunni sjálfri. Þetta lúkk hentar að sjálfsögðu mun betur sem kvöldförðun – Gucci makeupið er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér, ég bara elska þykk augnhár en eins og þið takið kannski eftir ef þið rýnið vel í myndina þá er hún með gerviaugnhár bæði uppi og niðri!

Hvað þarftu til að ná þessu lúkki:

  • Mjúkan svartan eyeliner blýant sem er auðvelt að dreifa úr. Getur líka verið sniðugt að nota svartan gel eyeliner.
  • Silfraðan augnskuga – ég myndi þá byrja á því að grunna augnlokið með svarta eyelinernum setja skuggann svo yfir og síðan aftur flotta eyeliner línu þar yfir.
  • Góðan þykkingarmaskara – munið að ef þið ætlið að setja fleiri en eina umferð af maskara að ekki láta maskarann þorna á augnhárunum á millu umferða þá getur maskarinn farið að klumpast of mikið.
  • Gerviaugnhár ef þið eruð game í þannig;)

More to come – eruð þið ekki komnar í smá sumarstuð eftir þetta bara – kannski samt einum of snemmt;)

EH

Lítil Stelpa

Skrifa Innlegg