fbpx

Sumarið frá Chloé

Ég Mæli MeðIlmirSS14

Nú eru eiginlega allir sumarilmirnir mættir í verslanir – svo það væri sérstaklega ánægjulegt ef veðrið gæti farið að batna aðeins. Ég hef aðeins fjallað um þá ilmi sem eru nú þegar komnir en ég stefni á að setja saman sérfærslu fyrir sumarilmi ársins.

Einn af ilmunum sem er kominn í verslanir er Eau Fraiché útgáfa af See By Chloe ilminum sem kom fyrst út árið 2012. Ég hef skrifað um hann áður, þið finnið færsluna HÉR.

Ég vissi ekkert sérstaklega mikið um ilmvötn en ég hef á síðustu árum lært ótrúlega mikið. Eau Frache þýðir ferskt vatn. Ilmir af þessari tegund eru léttari en hinar tegundirnar og endast kannski ekki jafn lengi á húðinni og þeir. Munurinn er helst sá að Fraiche ilmirnir innihalda ekki jafn mikil af ilmolíum eins og aðrar tegundir ilmvatna.

chloe2Flaskan finnst mér ótrúlega falleg en það er smá bleikur litur í botninum á glasinu sem dreifist svo fallega um það og gerir ilminn að sönnum sumarilm. chloeNóturnar í þessum ilmi eru safarík epli sem einkenna helst ilminn, svo taka við blóm í miðju ilmsins – jasmín og vatns hýasintur og grunnnótan er Vetiver viður sem er mjög mjúkur og finnst í mörgum ferskum ilmum.

Þessum mæli ég með fyrir ykkur sem viljið létta ilmi sem eru alls ekki með neinum þungum grunnilmi. Þessi er frískandi og líflegur og hentar vel þegar sólin fer að hækka. Fraiche ilmirnir minna mig oft meira á svona frískandi ilmvatnssprey – svo ef þið hafið verið forfallnir aðdáendur Victoria’s Secret speyjanna en viljið fara að prófa ykkur í ilmvötnunum þá er sniðugt að byrja á að prófa Eau Frache ilmi. Svona ilmur fer t.d. vel í íþróttatöskunni til að spreyja á húðina eftir góða hreyfingu.

EH

Miracle Complexion Sponge - sýnikennsluvideo

Skrifa Innlegg