fbpx

Sumargjöf #1 fallegar neglur

Ég Mæli MeðneglurOPISS15

Eins og ég minntist á á Facebook síðunni minni núna fyr í dag þá ætla ég að vera með nokkra sumargjafaleiki á blogginu næstu daga. Ég ætla að setja þann fyrsta af stað núna og er hann í samstarfi við OPI hér á Íslandi.

Nýlega kom á markaðinn ný lína af naglalökkum hjá merkinu sem er svona mitt á milli þess að vera gel naglalökk og venjuleg lökk. Inifinity Shine lökkin eru ofboðslega litsterk, þau eru með svakalega flottan glans og ennþá betri endingu. En þau eru t.d. frábær fyrir okkur konurnar sem viljum hafa fallegar neglur en nennum kannski ekki alveg að fríka uppá lökkin okkar á þriggja daga fresti. Með Inifnity Shine lökkunum endast neglurnar fallegar alla vega í viku – miðað við mínar prófanir.

Mér finnst þessi líka svakalega flott fyrir sumarið. Ef þið eruð t.d. að fara í sumarfrí hvort sem það eru sólarlandaferðir eða borgarferðir þá er æðislegt að geta sett á sig naglalakk bæði á hendur og fætur sem endist bara alla ferðina og glansar svona svakalega fallega. Við ákváðum að velja lit sem sem flestar gætu nýtt sér – einn svona tímalausan og klassískan.

opiinfinity2

Við ætlum saman að gefa undirlakkið sem grunnar neglurnar og verndar þær og eykur styrkleikann í litnum sem við setjum yfir á. Svo ætlum við að gefa þennan æðislega lit sem heitir Staying Neutral og loks og að sjálfsögðu gefum við yfirlakkið sem gefur litnum þennan svakalega glans og eykur endingu lakksins.

opiinfinity

Hér sjáið þið litinn hann er rosalega tímalaus og fallegur og verður æðislegur dags daglega á nöglunum og svo á tásunum við flotta sumarsandala!

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast lakkið er að….

1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.

2. Smellið á Like á facebook síðu OPI ÍSLAND.

3. Skiljið eftir athugasemd með fullu nafni og fallegri sumarkveðju!

Þessi eru æðisleg og ég er mjög ánægð með litina sem ég valdi mér að prófa úr línunni. Þessi brúni er virkilega fallegur og passar við svo ótrúlega margt. Svo um leið og þið eigið yfir- og undirlakkið þá getið þið alltaf bara keypt ykkur nýjan og nýjan lit úr línunni til að breyta svona aðeins til. Það er náttúrulega mjög flott að eiga einn t.d. kóral lit fyrir bjarta sumardaga.

Ég dreg svo útúr öllum athugasemdunum á fimmtudag og set næsta sumargjafaleik af stað – ég er mjög spennt fyrir að segja ykkur frá honum ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Gjafaleikurinn er ekki settur upp gegn greiðslu heldur bara til að gleðja lesendur og fagna sumrinu***

Fyrir & eftir: svefnherbergið!

Skrifa Innlegg

102 Skilaboð

  1. Rakel Magnúsdóttir

    21. April 2015

    Vá æði ! Væri gaman að prófa !
    OG GLEÐILEGT SUMAR !!!
    -Rakel Magnúsdóttir

  2. Emilía Einarsdóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar!(eða svona næstum því sumar). Vonandi njóta allir sumarsins í botn :D

  3. Elsa Gunnarsdóttir

    21. April 2015

    Þetta er eitthvað sem ég ætla að skoða og fá mér sumarlegan lit

  4. Áróra Lind Biering

    21. April 2015

    Ohh já takk, naglafríkið ég hefði mjög gaman af því að fara inn í (vonandi) gott sumar með þessum :)

  5. Sara Haynes

    21. April 2015

    Falleg sumarkveðja! :)

  6. Inga Rósa Böðvarsdóttir

    21. April 2015

    Svo klassískur litur sem myndi fara mínum nöglum vel í sumar! og já gleðilegt sumar á fimmtudaginn :)

  7. Eyrún Torfadóttir

    21. April 2015

    Opi er í uppáhaldi! Væri æði að bæta þessum í safnið fyrir sumarið

  8. Sigrún Eygló Fuller

    21. April 2015

    Ég er naglalakkaperri og er nú þegar búin að prófa flest gellökkin frá öðrum merkjum..yrði ótrúlega gaman að fá að prófa þetta sett frá Opi því það sem aðgreinir það frá öðrum er undirlakkið :)
    kv
    þessi sem kaupir sér nýtt naglalakk í hverri viku :)

    • Sigrún Eygló Fuller

      21. April 2015

      og já gleðilegt sumar :)

  9. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    21. April 2015

    Það væri yndislegt að fagna sumri með nýju naglalakki.

    Gleðilegt sumar og takk fyrir að færa smá gleði inn í ansi snjóþungan og erfiðan vetur

  10. Sigrún Alda Ragnarsdóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar! Get alltaf á mig naglalökkum bætt

  11. Margrét Vignisdóttir

    21. April 2015

    Þetta væri æðilseg byrjun á góðu sumri :)
    Gleðilegt sumar!

  12. elísabet skagfjörð

    21. April 2015
  13. Anna María Sighvatsdottir

    21. April 2015

    Það væri æði að fá að prófa nýju lökkin frá OPI – ég hef lengi verið húkt á B85 frá OPI :)
    Gleðilegt Sumar !

  14. Sunna Hlíf

    21. April 2015

    ahhhhh eg elska svona náttúrulega ljúfa liti

  15. Erla Jónatansdóttir

    21. April 2015

    Elska OPI naglalökkin, það væri gaman að prófa þessa nýju línu og vera með glansandi fínar neglur í sumar :)

  16. Soffía S Jónasdóttir

    21. April 2015

    eitthvað er það með vorið og sumarið! Þá er extra skemmtilegt að skarta fínum nöglum

  17. Eva

    21. April 2015

    Ja takk, þetta hljomar eins og naglalakk fyrir mig! Enda með eindæmum ekku dugleg að flikka upp á lakkið reglulega :) gleðilegt sumar!

  18. Stefanía Ellý

    21. April 2015

    Sumarið er ekkert án O.P.I.

    Alltaf gaman að setja á sig fallegt naglalakk og vera sumarleg og fín :)

    Sólar, sumar og gleði kveðja ;)

    Stefanía Ellý :)

  19. Sædís Ösp Valdemarsdóttir

    21. April 2015

    Það má alltaf bæta við sig naglalökkum og ekki sakar að það endist lengur en í 2-3 daga :D svo er líka svo ótrúlega gaman að vera með fínar neglur og sérstaklega yfir sumartímann. Gleðilegt sumar :)

  20. Svanhvít Elva Einarsdóttir

    21. April 2015

    Vá dásamleg sumargjöf, bestu sumar skvísu kveðjur :)

  21. Júlía

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar dúllan mín, þetta væri yndisleg sumargjöf.

  22. Lára Rut Þorsteinsdóttir

    21. April 2015

    Ó mig hefur langar svo lengi í þennan lit! myndi vera fullkominn sumargjöf!

    Sól, sól kannski skín
    Gleðilegt sumar ;)

  23. Ester

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar! :) Ég er sko tryllt í að prófa þessi gel lökk frá OPI vúhú

  24. Erla Eiríksdóttir

    21. April 2015

    Væri sko ekki leiðinlegt að fá svona flott naglalökk

  25. Erla Eiríksdóttir

    21. April 2015

    Væri sko ekki leiðinlegt að fá svona flott naglalökk :) og vona að sumarið komi á næstu dögum, gleðilegt sumar!

  26. Benedikta Brynja Alexandersdóttir

    21. April 2015

    Þetta væri ekki leiðinleg sumargjöf fyrir naglalakkafíkillinn :) Gleðilegt sumar!

  27. Sigfríður Guðjónsdóttir

    21. April 2015

    Svo laaaang bestu naglalökkin :-) Gleðilegt förðunarsumar :-)

  28. Ásta Hermannsdóttir

    21. April 2015

    Lóan er komin að kveða burt snjóinn, vonum að hann haldi sig fjarri næstu mánuðina :)

  29. Eygló Hansdóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar ☀️☺️

  30. Erna Dagbjört Jónsdóttir

    21. April 2015

    Klárlega bestu lökkin frá OPI

  31. Erna Dagbjört Jónsdóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar!!

  32. Steinunn Anna Eiríksdóttir

    21. April 2015

    Ef naglalakkoholic er til – þá er það ég! Elska OPI

  33. Særós Ester Leifsdóttir

    21. April 2015

    Jii hvað ég væri til í svona fínt naglalakk! Er einmitt að fara til Spánar í sumar, svo að það væri ekki leiðinlegt að vera með fínar neglur sem endast allan tímann :)
    Gleðilegt sumar!

  34. Vala Björk Gunnarsdóttir

    21. April 2015

    Yndislegt! Gleðilegt sumar!
    Vala Björk Gunnarsdóttir

  35. Hanna Björk Hilmarsdóttir

    21. April 2015

    Ótrúlega falleg naflalökk!

    • Hanna Björk Hilmarsdóttir

      21. April 2015

      Gleðilegt Sumar ☀️:)

  36. Íris Emma

    21. April 2015

    Jaá! Elska OPI og langar svo að prufa þessi snilldar naglalökk

  37. Sólrún Sigmarsdóttir

    21. April 2015

    Vá, þetta er akkurat liturinn á naglalakki sem ég er búin að vera leita mér að, svo sígildur & elegant. Væri æðislegt að vinna þetta sett! Ég þarf eitthvað sem endist lengur á neglurnar mínar :)
    Gleðilegt vor & gleðilegt sumar líka, þegar að því kemur ;)
    Kv. Sólrún Sigmarsdóttir

  38. Inga Ýr

    21. April 2015

    Vá þetta væri snilld ;)

  39. Baldvina Björk Jóhannsdóttir

    21. April 2015

    Væri alveg til í þetta naglalakk – hef aldrei prófað OPI :)
    Gleðilegt sumar! :D

  40. Sara Ólafsdóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar! :-)

  41. Rósa Margrét Húnadóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :)

  42. Birna Pálsdóttir

    21. April 2015

    Væri rosa mikið til í þetta fallega lakk, elska Opi lökkin :)
    Gleðilegt sumar

  43. Halldóra Hlíf Hjaltadóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar :)

  44. Rakel Rún Sigurðardóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar! Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með blogginu þínu og mikið væri gaman að fara inn í sumarið með svona fínerí :)

  45. Ellen Bara Valgerdardottir

    21. April 2015

    Jà takk kærlega!

  46. Auður Ýr Sigurþórsdóttir

    21. April 2015

    Þetta væri ég sko til í !!
    Gleðilegt sumar !! Vonum að veðurfræðingarnir hafi rangt fyrir sér og að við fáum hlýtt og sólríkt sumar :)

  47. Ragnhildur Guðmannsdóttir

    21. April 2015

    Tilvalið fyrir sumarið hvort sem það verður sólríkt eða ekki :)

  48. Bára Sif

    21. April 2015

    Ekkert smá fallegur litur, væri gaman að fá svona í sumargjöf / próflokagjöf !

  49. Kallý Jónsdóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar!!! :-)

    Ég vona að allir eigi frábært og hamingjuríkt sumar framundan. Hvort sem það verður sól eða rigning þá á það ekki að skemma sumarið fyrir manni.
    Þó að veðrið sé ekki það skemmtilegasta þá skiptir mestu máli að horfa jákvætt á lífið því þá verður allt miklu betra – þú veist, sól í hjarta og allt það :)

    Þessi litur er fullkominn allt árið og við öll tilefni, ég væri mikið til í svona sumargjöf :)

  50. Sigríður Hauksdóttir

    21. April 2015

    Gleðilegt sumar :) Þessi litur væri æði fyrir sumarið !

  51. Ástríður Hjörleifsdóttir

    21. April 2015

    Ástríður Emma Hjörleifsdóttir

    Lóan er komin að kveða burt snjóinn ;)

    Gleðilegt sumar ;)

  52. Inga Margrét Þorsteinsdóttir

    21. April 2015

    Ég elska OPI naglalökkin og þessi litur er fullkomin fyrir sumarið! ;)
    Gleðilegt sumar :)

  53. Matthildur Birna Benediktsdóttir

    21. April 2015

    Svo geggjaður litur. Gleðilegt sumar! :)

  54. Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir

    21. April 2015

    Það væri yndislegt að fagna sumri með nýju naglalakki og sérstaklega OPI naglalakki :D

    Gleðilegt sumar og vonandi verður þetta ágætt sumar þrátt fyrir erfiðan vetur, sem er nú vonandi að baki!

  55. Margrét Liv

    22. April 2015

    Gleðilegt sumar! Gellakk myndi gera mitt sumar smartara og miklu einfaldara.

  56. Ásdís Eva Vilhjálmsdóttir

    22. April 2015

    Mikið væri gaman að fá nýtt naglalakk í safnið :) Gleðilegt sumar

  57. Erla María Árnadóttir

    22. April 2015

    Já takk væri sko alveg til í að prófa þessa snilld því mér finnst svo gaman að hafa fallegt naglalakk en hef hvorki tímann né nennuna í að lagfæra á 3ja daga fresti, þetta væri því frábær sumargjöf;) Gleðilegt sumar :)

  58. anita zogaj

    22. April 2015

    Gleðilegt sumar :)

  59. Margrét Fanney Bjarnadóttir

    22. April 2015

    Margrét Fanney Bjarnadóttir

    Hvað er fallegra en fallegar neglur á góðum sumardegi.
    Gleðilegt sumar til ykkar skvísu :)

  60. Elva Rún Óðinsdóttir

    22. April 2015

    Elska svona fallega liti :) Gleðilegt bumbu sumar :)

  61. Sandra Rós Jónasdóttir

    22. April 2015

    Alveg til í svona fallega sumargjöf. Gleđilegt sólarsumar ;)

  62. Ásta Grétars

    22. April 2015

    Gleðilegt sumar

  63. Ingibjörg Guðmundsdóttir

    22. April 2015

    Sumarið yrði gleðilegt með nýja O.P.i naglalakkinu

  64. Kristveig Dagbjartsdóttir

    22. April 2015

    Já takk, mikið væri ég til í þennan vinning svo ég gæti nú farið vel lökkuð inní sumarið :) Gleðilegt sumar!

  65. Ármey Óskarsdóttir

    22. April 2015

    Væri til í svona flotta litil af frábæru lakki :)

  66. Andrea Ýr Ómarsdóttir

    22. April 2015

    Svo geðveikur litur, gleðilegt sumar! :)

  67. Hrafnhildur Kristinsdóttir

    22. April 2015

    Mig langar svo mikið að geta glatt mömmu með þessari gjöf, hun a skilið eina klassa gjöf fyrir allar þær yndislegu sumargjafir sem hun hefur glatt mig með

  68. Sólveig

    22. April 2015

    Þessi litur er algjör draumur og svo sárvantar mig undir og yfirlakk þannig að þessi sumargjöf væri fullkomin :) gleðilegt sumar *

  69. Hafdís D. Guðmundsdóttir

    22. April 2015

    Krossa fingur! Sumarið er tíminn :)

  70. Svava Marín Óskarsdóttir

    22. April 2015

    Sumarið er alltaf betra með fallega lökkuðum nöglum :)

  71. Linda Hrönn Schiöth

    22. April 2015

    Þessi litur er æðislegur, væri mjög til í að eignast hann :)

  72. Embla Rán Gísladóttir

    22. April 2015

    Sem OPI fíkill þá verð ég að prófa! Gleðilegt sumar :)

  73. ingibjörg ösp magnúsdóttir

    22. April 2015

    Gleđilegt sumar

  74. Sigurbjörg Sigurðardóttir Michelsen

    22. April 2015

    Vá svo flott! Væri geðveikt svona rétt fyrir próf!
    Gleðilegt sumar! Vonandi verður það eins gott og heitt eins og við vonum :D

  75. Þóra Gísladóttir

    22. April 2015

    Er mjög spennt að prófa ! Gleðilegt sumar :)

  76. Rut Rúnarsdóttir

    22. April 2015

    Ég er mikill fíkill í falleg naglalökk og væri því alls ekkert á móti þessum pakka :)
    Gleðilegt sumar :D

    kv. Rut Rúnarsdóttir

  77. Þórveig Hulda Frímannsdóttir

    22. April 2015

    Gleðilegt Sumar

  78. Ingibjörg Jónsdóttir

    22. April 2015

    OPI er alveg uppáhalds, er ótrúlega spennt að prófa! Fallegur litur sem passar við allt. Gleðilegt sumar! :)

  79. Úna Jóhannsdóttir

    22. April 2015

    Gleðilegt sumar! :)

  80. Svandís Eva Aradóttir

    22. April 2015

    Aaah I need this one, gleðilegt sumar :)

  81. Gunnlaug

    22. April 2015

    Já takk væri æði :)

  82. Kristjana Kristjánsdóttir

    22. April 2015

    Því það er komið sumar :):):):) Kristjana Kristjánsdóttir

  83. Sigrún Svava Gísladóttir

    22. April 2015

    Gleðilegt sumar :o)

  84. Linda María Birgisdóttir

    22. April 2015

    Er mikil áhugakona um naglalökk og stóð heillengi að skoða OPI standinn í dag í kringlunni – en ákvað að ég myndi fyrsta taka þátt hér haha..
    Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilegar og fróðlegar færslur :)

  85. Ingibjörg Ólafsdóttir

    22. April 2015

    Úúú næs! Ég nota bara lökk frá OPI (í alvöru), svo ég efast ekki um að þetta sé algjör snilld :)
    Gleðilegt sumar!

  86. Fjóla Hrönn Guðmundsdóttir

    22. April 2015

    Já takk :) væri gaman að fá svona fallegt naglalakk fyrir sumarið :)

  87. Ása F. Kjartansdóttir

    22. April 2015

    Já takk, væri frábært að fá naglalakk í sumargjöf og þessi litur er einstaklega fallegur :)

  88. Karen Björk Gunnarsdóttir

    22. April 2015

    Mikill aðdáandi OPI og væri svo sannarlega til í að fá svona fallegt lakk í sumargjöf! :-)
    (þó svo að sumarið virðist ekki ætla að koma til Akureyrar næstu daga)

  89. Bjarghildur

    22. April 2015

    Yndislegur litur fyrir sumarið…gleðilegt sumar…

  90. Laufey Óskarsdóttir

    22. April 2015

    Já takk og gleðilegt sumar☺

  91. Móheiður

    22. April 2015

    Gleðilegt sumar! Svona fallegt naglalakk væri yndisleg sumargjöf.

  92. Heiður Anna Helgadóttir

    22. April 2015

    Ooo, væri yndisleg gjöf í tilefni Sumardagsins frysta :)
    Gleðilegt sumar og njótið vel!

  93. Arna Sif Þorgeirsdóttir

    22. April 2015

    Ótrúlega flottur litur! Væri mikiđ til í ađ bæta honum í safniđ :) Gleđilegt sumar! :D

  94. Rannveig Stefánsdóttir

    22. April 2015

    Alltaf gaman að prófa nýja liti. Líst vel á framboðið.

  95. Berglind Anna Karlsdóttir

    22. April 2015

    Væri æðisleg sumar- og afmælisgjöf, mjög flottur litur og OPI klikkar aldrei!.
    Gleðilegt sumar :)

  96. Bryndís María Björnsdóttir

    23. April 2015

    Væri ekki leiðinlegt að fá svona endingagóð naglalökk fyrir sumarið :) gleðilegt sumar og njóttu dagsins með strákunum þínum! :)

  97. Anna Kristín Hauksdóttir

    23. April 2015

    Vá mig langar að vinna þetta :)