Mig langaði að bæta við einhverju nýju og skemmtilegu inná síðuna mína. Úr varð að ég ákvað að heyra í einni góðri vinkonu minni, Steinunni Eddu, sem útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá Fashion Academy árið 2012. Ef þið eruð aðdáendur snyrtivaranna frá Makeup Store ættuð þið að kannast við þessa fegurðardís þar sem hún er verslunarstjóri í versluninni í Smáralind.
Ég lagði nokkrar spurningar fyrir hana Steinunni, mér fannst kominn tími til að þið fengjuð að heyra frá fleirum en bara mér varðandi snyrtivörur :D
Hvað kom til að þú ákvaðst að skella þér í förðunarnám?
Ég hef alltaf haft áhuga á förðun en aldrei gert neitt með það. Ég var farin að dunda mér óhóflega mikið við að mála vinkonur mínar fyrir hin ýmsu tækifæri og ákvað loks að skella mér, ég sé sko ekki eftir því!
Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér og hvert er draumaverkefnið þitt?
Mér fannst eitt verkefni sem ég vann í skólanum alveg einstaklega skemmtilegt en þá völdum ég, ljósmyndari og stílisti módel í sameiningu og unnum svo æðislegt verkefni úti á landi. Makeuppið var gróft og flott og ég fílaði myndaþáttinn sem kom útúr þessu í tætlur. Draumaverkefnið væri líklega að vera einkasminkan hjá Beyoncé eða annari álíka jafn “fabjúlos”, það væri algjör snilld!
Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?
Húðin mín getur verið rosalega þurr og þess vegna er gott rakakrem alveg nauðsynlegt fyrir mig til að ég endi ekki eins og landakort búið til úr þurrkublettum. Night Time frá Make Up Store er alveg geggjað krem sem hefur komið húðinni minni í rosalega gott jafnvægi og er því í algjöru uppáhaldi. Hárið mitt getur einnig verið erfitt og sumar týpur af hárvörum geta gert það alveg hryllilega úfið og asnalegt, svo að góð djúpnæring er eitthvað sem að ég verð að eiga, ég er að nota djúpnæringuna frá MorocconOil í augnablikinu og finnst hún æðisleg.
Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Ég er alveg sjúk í ilmvatnið sem ég nota núna, Hugo Boss Orange! Mér finnst lyktin ótrúlega fersk og passlega sterk, alveg uppáhalds.
Hvaða snyrtivara er á óskalistanum?
Ég er með tanorexíu á alvarlegu stigi svo að ég verð að segja brúnkukremið frá St. Tropez, mig langar rosalega að prófa það.
Lýstu fyrir okkur hvernig fullkomin sumarförðun væri í þínum huga.
Ljómandi og falleg húð, vel mótaðar ljósar augabrúnir, Ljósbrún og ferskjutóna skygging með brúnni mjórri eyelinerlínu, svolítið búið að smudga hana. Sanserað sólarpúður, sætur ferskjutóna kinnalitur og nude yfir í ferskjutóna varir, helst með glossaðri áferð!
Lumar þú á einu förðurnarráði í lokin sem þig langar að deila með okkur?
Mitt besta förðunarráð er án efa “felu” eyelinerinn sem að hún Margrét R. Jónasar kenndi mér þegar ég var að læra, en það er eyelinerlína sem situr alveg inn í augnhárarótinni. En þá er best að nota mjúkan svartan eða dökkbrúnan eyeliner og nudda honum fram og tilbaka þar til að liturinn situr í rótinni og rammar inn augun. Þetta er snilld fyrir alla, en sérstaklega fyrir þá sem eru með ljós augnhár. Þetta gerir ótrúlega mikið fyrir mann, ég mana ykkur til að prófa!
Ég hvet ykkur til að fylgjast með þessari flottu vinkonu minni en hún er ein af þeim sem skrifat inná m.blog – HÉR. Einnig er hún rosalega dugleg að taka að sér farðanir við öll tækifæri og ef ykkur langar til þá getið þið haft samband við hana HÉR.
Líst ykkur ekki bara vel á að hafa þetta sem fastan lið héðan í frá;)
EH
Skrifa Innlegg