fbpx

Spurt&Svarað – Elísabet Ormslev

MACMakeup ArtistSpurningar & Svör

Mér fannst nú komið að því að segja ykkur frá hinni hæfileikaríku Elísabetu Ormslev sem er ein af þessum sem er bara fæddur listamaður – það sem hún getur gert vopnuð nokkrum góðum förðunarburstum er eiginlega alveg magnað! Hún er algjört náttúrutalent. Ég hef fengið að birta myndir frá henni á síðunni áður – getið séð það HÉR.

Elísabetu hef ég þekkt frá því hún var pínulítil en hún var nágranni bestu vinkonu minnar þegar við vorum í grunnskóla svo ég hef alltaf fylgst vel með henni. Svo er hún líka með gullfallega rödd og henni bregður oft fyrir sem bakrödd á flottum tónleikum – þó svo mér finnst hún eiga ekkert endilega að vera falin á bakvið aðra góða söngvara því hún gefur mörgum af okkar bestu söngkonum ekkert eftir.

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á þessa fallegu stúlku:

Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?
Þessa dagana er nýi Mineralized Moisture farðinn frá MAC í miklu uppáhaldi. Léttur farði með miðlungsþekju sem gefur góðan raka sem er eitthvað sem ég þarf virkilega á að halda því húðin mín getur orðið eins og sandpappír. Uppáhalds maskararnir mínir þessa dagana eru They´re Real maskarinn frá Benefit og The Falsies maskarinn frá Maybelline er líka snilld. Lip Conditioner varanæringin frá MAC bregst mér aldrei og Moisture Surge Intense rakakremið frá Clinique er að bjarga húðinni minni!

Hvað kom til að þú ákvaðst að skella þér í förðunarnám?
Ég hef alltaf haft áhuga á því að læra þetta. Ég vissi bara aldrei hvert ég ætti að fara, hvaða skóli væri bestur og annað. Svo heyrði ég svo marga góða hluti um MOOD Make Up School, sem kennir á vörur frá MAC og tók loks ákvörðun síðasta sumar að skella mér. Ekki að draga þetta á langinn lengur og svo kom í ljós að það var besta ákvörðun sem ég hef tekið lengi.

Æðisleg förðun sem Elísabet gerði fyrir eitt af lokaprófunum sínum úr Mood – Óskar Hallgrímsson tók myndina og Heiða Skúla er fyrirsæta.

Lýstu fyrir okkur hvernig fullkomin sumarförðun væri í þínum huga.
Léttur farði sem gefur húðinni fallegan ljóma, coral litaður kinnalitur, jarðtóna augnskuggar, létt andlitsskygging með möttu sólarpúðri, brúnn eyeliner og coral litaður varalitur.

Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér?
Nördinn í mér er svo mikill að mér þykir alltaf skemmtilegast þegar ég fæ að taka verkefni þar sem ég vinn við special effects; þ.e. fæ að búa til sár og marbletti eða breyta einhverjum í zombie. En það skemmtilegasta sem ég hef gert var án efa þegar ég fékk að breyta vini mínum í dragdrottningu í skólanum. Draumaverkefnið væri (þegar ég er búin að klára meira nám) að búa til “full sized” gervi, einhverja flotta fígúru frá toppi til táar í einhverri risastórri sci-fi kvikmynd!

Special Effects makeupið er óhugnalega raunverulegt hjá Elísabetu!

Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Ég á tvö uppáhalds og get ekki fyrir mitt litla líf valið á milli þeirra, en þau eru Daisy frá Marc Jacobs og Amor Amor frá Cacharel.

Hvaða snyrtivara er á óskalistanum?
Þetta er ekki beint snyrtivara heldur eiginlega áhald, en mig langar alveg óstjórnlega mikið í airbrush vél frá Iwata eða Temptu!

Elísabet vinnur sem Makeup Artisti í MAC Kringlunni

Hvaðan færðu innblástur fyrir farðanir?
Innblástur sæki ég alls staðar. Hvert sem ég lít er eitthvað sem gefur mér hugmyndir hvort sem það er tengt special effects eða

Lumar þú á einu förðurnarráði í lokin sem þig langar að deila með okkur?
Eina förðunarráðið sem ég reyni að miðla til allra er að hafa húðina sem náttúrulegasta. Bronze litir og ljómandi húð er “in” í sumar og highlighter og sólarpúður skaðar ekki!

Geðveikt makeup! – Augnskuggunum er blandað vel saman og mynda svona rosalega fallega heild!

Ef þið viljið fylgjast betur með Elísabetu þá mæli ég með að þið smellið einu like-i á síðuna hennar HÉR – þarna getið þið líka pantað förðun hjá henni:)

Ef þið vitið um einhvern makeupfíkil sem ykkur langar að fá að vita meira um þá megið þið endilega senda tillögur á mig hér í athugasemdunum eða bara senda mér línu á ernahrund@trendnet.is ;)

EH

Bloggáskorun - in the making

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Hófí

    4. June 2013

    Ég væri til í að heyra um Helen Dögg Snorradóttur, hún er algjör snillingur :)