fbpx

Spurt & Svarað af Snapchat

Lífið MittMakeup ArtistMakeup TipsSpurningar & Svör

Ég prófaði í fyrsta sinn að svara alls konar spurningum sem ég fæ í gegnum snapcaht reikninginn minn með myndböndum og sýnikennslum í My Story. Mér fannst það alveg ótrúlega skemmtilegt og mér þótti ofboðslega vænt um hvað það fékk góðar viðtökur og hvað það komu margar fleiri skemmtilegar spurningar. Snapchat er virkilega skemmtilegt tól og gefur mér tækifæri til að vera enn persónulegri og til að leyfa ykkur að kynnast mér ennþá betur.

Ég tók saman nokkrar spurningar sem ég svaraði í gær og ætla að setja svörin hér inn líka svo þið sem misstuð af getið séð ráðleggingar mínar :)

snappcollage

1. Hvaða Real Techniques bursti er must have?

Mér finnst alveg svakalega erfitt að gera uppá milli burstanna minna því hver og einn á sitt hlutverk og hver og einn af alveg ómissandi í settinu mínu. En uppáhalds burstinn minn er Setting Brush. Ég gæti gert heilar farðanir bara með Setting Brush. Ég nota hann til að setja hyljara, farða, krem, í augnskugga, í skyggingar og á varirnar það eina sem ég get í raun kannski ekki gert er að móta augabrúnir en ef ég væri ekki með neitt annað tól í höndunum en hann og ég yrði að móta augabrúnir þá gæti ég eflaust fundið eitthvað útúr því. En annað ef þið eruð aðdáendur RT þá er algjörlega must have að eiga öll limited edition settin. Þau eru alveg frábær og bara framleidd í takmörkuðu upplagi svo þegar þau eru uppseld þá koma þau aldrei aftur – svo ekki missa af þeim!

2. Geturðu mælt með góðum farða fyrir bólótta húð?

Fyrir bólótta húð mæli ég hiklaust með Dream Pure BB Cream frá Maybelline. Það er þó ekki farði en það er mjög þétt og flott BB krem sem nærir húðina sérstaklega vel. En það sem er best við kremið er að það inniheldur 2% af Salicylic Acid sem er krem sem þurrkar upp bakteríur og óhreinindi eins og bólur svo það er alveg frábært. Það hentar öllum húðgerðum ég mæli alla vega hiklaust með því fyrir allar – ég nota það sjálf ef ég fæ slæmt húðtímabil t.d. hormónabólur og svoleiðis leiðindi.

3. Hvernig losna ég við bólur?

Þá er gott að nota Dream Pure BB Cream frá Maybelline sem ég segi frá í svarinu fyrir ofan. En ef þið viljið einhverja snyrtivöru þá er það hiklaust Multi Solutions Gel úr Ibuki línunni frá Shiseido. Það er létt gelkennt krem sem þið berið beint á bólurnar þið getið notað það t.d. yfir venjulega rakakremið ykkar en gelið það svínvirkar! Ég er sjálf búin að prófa, búin að láta vinkonur prófa og margir lesendur hafa prófað það eftir mín meðmæli og lofsyngja virknina!

4. Hvaða BB/CC kremi mælirðu með sem er létt og ljómansi helst high end merki?

Uppáhalds CC kremið mitt er Forever Light Creator CC Cream frá YSL. Það er ofboðslega létt og fallegt, gefur húðinni virkilega fallegan ljóma og eyðir leiðinda litabreytingum í húðinni. Annað krem sem ég mælti með er í raun ekki stafrófskrem heldur litað serum. Lightful C 2 in 1 Serum/Tinted Serum frá MAC er án efa uppáhalds serumið mitt þessa stundina og uppáhalds varan mín frá MAC. Serumið gefur húðinni líf, raka og ljóma og ég nota serumið á næturnar á undan næturkreminu mínu og litaða serumið á daginn – húðin mín er í svakalega góðu jafnvægi þessa stundina útaf þessari vöru.

5. Duo Fiber settið vs Travel Essentials, hvort er meira must have?

Travel Essentials er uppáhaalds settið mitt frá Real Techniques svo mér finnst það algjörlega fyrstu kaup á undan Duo Fiber en það er ekki þar með sagt að Duo Fiber burstarnir séu ekki líka frábærir ;)

6. Geturðu mælt með hreinsimaska fyrir 22 ára?

Óháð aldri og húðtýpu finnst mér Silicia Mud Mask frá Blue Lagoon alveg einstakur og það vitið þið sem hafið prófað hann.

7. Við hvað vinnurðu – fyrir utan bloggið?

Ég í raun vinn ekki við bloggið – bloggið er áhugamál sem ég iðka bara mjög stíft ég elska að skrifa inná síðuna mína en tekjurnar mínar koma annars staðar frá – ég græði ekkert á blogginu og hef engar beinar tekjur af því :) En á daginn starfa ég sem samfélagsmiðlaráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki, ég ritstýri mínu eigin snyrtivörutímariti Reykjavík Makeup Journal. Ég hef verið að þjálfa starfsfólk í snyrtivöruverslunum fyrir nokkur merki og gert kennsluefni. Svo vinn ég fyrir Bestseller og starfa sem Merchandiser fyrir Vero Moda :)

8. Hvernig notarðu Mixing Medium frá MAC?

Ég sýndi förðun inná snappinu hjá mér það sem ég ýkti pigment í augnskuggapallettu frá Dior með því að nota þessa skemmtilegu vöru frá MAC. Mixing Medium er þétt kremkennd og litlaus vara sem er hægt að nota til að búa t.d. til kremaugnskugga úr lausum pigmentum já eða eyelinera. Ég tek smá Mixing Medium og set á handabakið svo tek ég smá af augnskugganum og set í þá formúlu. Blanda öllu vel saman og doppa svo kremuðu formúlunni ofan á augnlokið og þá verða pigmentin svona svakalega sterk og flott – þið getið séð lúkkið inná Instagram hjá mér @ernahrund en það kemur innan skamms á bloggið líka.

9. Afhverju seturðu stundum fyrst augnskuggann þegar þú málar þig – þ.e. á undan meikinu?

Þegar ég er að gera dökkar augnfarðanir þá byrja ég á augunum til þess að flýta fyrir. Þá get ég nefninlega hreinsað allt í kring sem fer útfyrir eða hrynur niður fyrir augun á húðina áður en ég geri grunnförðunina. Annars er hætt á að grunnförðunin skemmist eða ég þurfi að hreinsa til, nota meira af hyljara til að þurrka út lit svo þá er ég að sóa förðunarvörum. Það er einfaldara og fljótlegra að byrja bara á augunum :)

10. Er slæmt fyrir húðina að nota útrunnar snyrtivörur?

Líftími snyrtivara ræðst fyrst og fremst á því hvernig þið geymið þær, lokið þeim alltaf vel til að koma í veg fyrir að óhreinindi eða loft setjist í þær. Ekki pota í púðurformúlur því þá festist fita af fingrunum ykkar í þær. Ekki geyma þær inná baði þar sem er mikill raki sem getur skemmt þær – geymið þær þá alla vega ofan í skúffu eða inní skáp. Allt þetta skiptir miklu máli en svo stendur líftími þeirra alltaf aftan á umbúðunum – þar er mynd af lítilli krukku þar sem stendur M og tala – M stendur fyrir mánuðir og talan fyrir fjölda mánaða. Það er ekkert æskilegt að nota vörur löngu eftir að þessi tími er liðinn og þá sérstaklega t.d. maskara en margar vörur eru í góðu lagi en þá skiptir máli að fara vel með þær því ef það eru komnar bakteríur í þær þá er það slæmt fyrir húðina – ef ekki þá ætti það að vera í lagi.

Svo hvet ég ykkur að sjálfsögðu til að fylgjast með mér á snapchatinu en notendanafnið mitt er ernahrundrfj en svo eru meiri upplýsingar hér á myndinni fyrir ofan. Í dag er ég að fara á fund í einni af heildsölunum sem ég vinn mikið með og ætla svona aðeins að leyfa ykkur að sjá hvað gerist þar. Svo datt mér í hug að einhverjir gætu mögulega verið spenntir að sjá snyrtivörusafnið mitt… – það er ansi stórt og mikið en hver einasta vara er mér ómissandi ;)

EH

Ilmur af hausti

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. hildur

    26. August 2015

    hvað gerir Merchandiser?