fbpx

Spurning & Svar – RT Burstar

Ég elska burstana sem ég á frá Real Techniques þess vegna fannst mér mjög gaman að fá spurningu um þá til mín.

Spurning:

Veistu eitthvað um Real Techniques burstana frá Samantha Chapman? Og fást þeir á Íslandi?

Svar:

Já ég á bæði farðaburstasettið og augnburstasettið – þetta appelsínugula og fjólubláa. Ef ég kemst upp með það þá nota ég eingöngu þessa bursta. Ég elska áferðina sem þeir gefa svo eru þeir svo einstaklega mjúkir og þegar ég er að farða þá hefur fólk vanalega orð á því að burstinn sem ég er að nota sé svo mjúkur. Hárin í þeim eru rosalega þétt saman og þess vegna gefa þér mjög þétta áferð. Burstarnir eru á mjög góðu verði og mér finnst alltaf gaman að sjá glitta í þá í burstabeltum hjá makeupartistum sem ég lít upp til – bæði erlendis og hér á landi það fyrir mér sannar að þetta eru gæða burstar. Á heimasíðu merkisins geturðu lesið þér betur til um burstana og Sam sjálfa HÉR.

Burstarnir fást því miður ekki á Íslandi en það væri nú voða gaman fyrir okkur aðdáendurna ef það myndi gerast einhver tíman – en þangað til færðu þá HÉR

EH

Nýtt frá Cavalli

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Margrét

    23. April 2013

    Æðislegir burstar! og gott verð á þeim!

  2. Helga

    23. April 2013

    Einmitt það sem mig vantaði upplýsingar um- takk! :)

    Langaði að spyrja… veist þú eitthvað um/hefur prófað BB hyljara? Eða veist um aðra hyljara sem hafa virkni, þ.e. fyrir augnsvæðið?

    • Jahá! ég er einmitt að fara að skrifa um nýja bb hyljarann frá Dior – hann er æði endilega fylgstu með því;)

  3. Harpa

    24. April 2013

    Hvernig er best að þrífa svona bursta :)? (með hverju/hvernig) Á nefnilega tvo!

    • Sólveig

      25. April 2013

      Annaðhvort burstahreinsi sem þú finnur hjá t.d. MAC eða barnasjampó. Muna bara að vera mjög mjúkhent og snúa burstunum alltaf niður svo vatnið leki ekki upp í skaftið.
      Þetta hefur virkað mjög verl fyrir mig en ég á sömu sett og hún er að tala um, fjólubláa og appelsínugula :)

    • Ég þvæ þá bara uppúr hársjampói og volgu vatni – hefur alltaf reynst mér vel. Ég nota ekki mikið burstahreinsa mér þríf þá frekar bara almennilega og reglulega ;)