fbpx

Spurning & Svar – BB Krem

Núna um helgina skelltum við Theodóra og Þórhildur okkur í Smáralind til að gefa gestum og gangandi góð ráð við spurningum og vangaveltum sem þeir höfðu varðandi tísku. Ég veitti ráð þegar kom að förðunar – og snyrtivöru tengdum spurningum. Lesendum síðunnar gafst einnig tækifæri á að senda inn spurningar í gegnum tölvupóst og hér er sú fyrsta sem ég fékk:

Spurning:

Hæ :) Veistu um BB krem sem er í náttúrulegri kanntinum, en er samt mjög gott og ekki of dýrt?

Svar:

Í þetta sinn ætla ég að hafa þetta frekar einfalt og mæla með Maybelline BB kreminu. Það eru reyndar til tvær týpur. Þessi bleika er fyrir allar húðtýpur en það grænbláa er fyrir blandaða/feita húð það inniheldur salicylic sýru sem dregur úr óhreinindum í húðiðinni. Bæði kremin gefa mjög fallega og létta áferð, húðin fær náttúrulegan ljóma og það er á mjög góðu verði. Maybelline vörurnar færðu t.d. í Hagkaup og Lyfju;)

Það er ennþá hægt að senda inn spurningar með því að smella á borðann sem er á miðri forsíðu Trendnets – HÉR.

EH

Ný palletta <3

Skrifa Innlegg

25 Skilaboð

  1. Inga

    22. April 2013

    Er einhver sólarvörn í þessum?

  2. Harpa

    22. April 2013

    eg held eg hafi kommentað þetta aður en fann aldrei hvar! en eg a loreal bb kremið úr lumi línunni og fannst að svo appelsinugult. kom það ekki ut þannig hja þer? (tok samt bara eftir þvi i dagsljósi seinna)

    • Já þú gerðir það:) ég svaraði þessu – úff það er ekki gott. En nei ég tók ekki eftir því – helsti munurinn sem ég tók eftir varðandi loreal bb kremið – ég býst við því að þú sért að tala um það;) – var að það gaf miklu þéttari og meiri lit heldur en mörg önnur. Einfaldasta útskýringin á þessu hjá þér myndi ég halda að tónninn á kreminu hentaði bara ekki þínu litarhafti ég hef alveg lent í því…. :)

      Ein leiðrétting þó – bb línan hjá L’Oreal heitir Nude Magique og tengist lumi vörunum ekki neitt:);)

      Vona að þetta hjálpi:)

  3. Harpa

    22. April 2013

    já ókei, prófa mig eitthvað áfram í þessu. keypti þó ljósasta litinn.. en þarf reyndar vanalega eitthvað hrikalega ljóst eftir veturinn hehe

    • :D en já þetta er flókinn heimur og stundum er alltof mikið í boði;) En ef þú ert enn í stuði að prófa BB krem þá finnst mér ljósastir litrnir í BB kremunum frá Clinique, Gosh, Bobbi Brown, Dior, Smashbox og MAC ;)

  4. Sonja

    22. April 2013

    Langbesta BB kremið er frá GOSH.
    Búin að prófa bæði þetta frá L’Oreal & Maybelline BB.

    :)

  5. Helga

    22. April 2013

    Mörg þessi krem eru svo olíukennd, er þetta olíukennt? Eða gosh kremið?

  6. Unnur Lár

    22. April 2013

    Búin að prófa þessi bæði sem þú fjallar um að ofan. Mjög fín að mínu mati!!

  7. Lena

    22. April 2013

    Finnst þetta BB krem ágætt, en túpan er nánast tóm, mjög lítið í þessum túpum !.Mæli með BB kreminu frá Garnier :)

    • Því er ég hjartanlega ósammála – ég prófaði þetta fyrst í júní í fyrra, notaði það á herjum degi yfir allt andlitið og var rúma 3 mánuði að klára túbuna… en Garnier kremið er mun þykkara þess vegna finnst þér það drjúgara en þetta:)

  8. Kristín

    22. April 2013

    Er þetta án parabena? Prófaði Bourjois eftir póstinn þinn þar sem stendur að það sé án parabena en mér finnst það svo svakalega þykkt og allt of þekjandi. Hvernig bursta ertu annars að nota með þessu? Svampurinn sem fylgdi með Bourjois er e-ð svo lítill og pirrandi að ég hef verið að nota meik bursta frá MAC en veit ekki alveg hvernig ég fíla það með svona BB í föstu formi :)

    • Veistu ég er alveg hætt að nota svamp til að bera á mig farða – finnst áferðin verða alltof þétt ég nota alltaf foundation burstann úr Real Techniques bursta línunni – sem er í laginu eins og púðurbursti. En ég er bara ekki alveg með það á hreinu með parabenin og þessi krem skal tékka á því fyrir þig:)

      • Kristín

        24. April 2013

        Wúhú takk!

  9. Oddný

    23. April 2013

    hæ, og takk fyrir svarið :) ég var kannski ekki nógu skýr þegar ég spurði, en þegar ég sagði í náttúrulegri kanntinum þá var ég að meina hvað varðar náttúruleg innihaldsefni. Þekkir þú eitthvað til slíkra BB krema?

    • já þú meinar! nei veistu ég bara hélt þú værir að meina áferðina. En ég fór aðeins og svipaðist um á netinu fyrir þig og skv. innihalds lýsingum sem ég fann á netinu þá eru BB kremin frá Shiseido, Dior, Smashbox, Bobbi Brown, Garnier og Maybelline eru öll án paraben efna og svo hef ég skrifað um það áður að Bourjois kremið er líka án þeirra :) En þú getur alltaf skoðað aftan á vöruna en heitin á parabenefnunum enda öll á -paraben. Garnier merkið er þekkt fyrir að vera með sérstaklega góðar vörur sem eru allar unnar úr efnum sem finnast í náttúrunni t.d. mikið af alls konar ávaxtaolíum í kremunum þeirra svo ef ég ætti að benda sérstaklega á eitt fyrir þig þá yrði það það. Það er líka á rosalega fínu verði minnir að það sé um 1500kr… ;)

      • Anna

        23. April 2013

        Því miður eru til mjög mörg samheiti yfir paraben sem að enda ekki á -paraben þannig að það er best að kynna sér vel vöruna á netinu þar sem að flestir framleiðendur taka það skýrt fram ef að það eru engin paraben í vörunni. Hér er listi með helstu samheitunum á parabenum:
        http://www.health-report.co.uk/paraben_synonyms.htm

        • Takk fyrir þetta – gott að hafa svona lista til hliðsjónar;) Ég renndi yfir þetta snögglega aftur yfir innihaldslýsingarnar á kremunum sem ég er búin að taka fram með listann frá þér til hliðsjónar, fann ekki þessi heiti og fann einnig upplýsingar um að kremin sem ég tók fram væru án parabena – séu án parabena – t.d. eru flest þessarar merkja til sölu hjá sephora og bb kremin þeirra eru mörg hver merkt sem paraben free. En ég tek það fram að þetta eru auðvitað bara upplýsingar sem ég finn sem ég miðla áfram til ykkar:D

  10. S

    23. April 2013

    nú hefur þú prófað ansi mörg BB krem og þar sem ég er með algjöran valkvíða hvaða merki ég á að kaupa langar mig að spurja þig hverju þú myndir mæla með? Ég er alveg til í að borga fyrir betri gæði.. Ég er með mjög ljósa húð og finnst t.d.garnier kremið of dökkt fyrir minn smekk og svo er ég með blandaða húð, en það skiptir væntanlega máli í valinu) :)

    • haha já nokkur:) Sko ég var ótrúlega skotin í kreminu frá MAC ég er reyndar með þurra húð svo ég notaði kremið sem var fyrir þurru húðina en þeir eru með annað fyrir blandaða húð. Svo elska ég Diorskin Nude og Clinique kremin er með þau til skiptis núna. Þau eru reyndar bæði með olíu svo ef húðin þín er olíumikil akkurat núna þá er Bobbi Brown kremið líka mjög gott og það er olíulaust og margir litir í boði;)

  11. Guðþrúður

    23. April 2013

    Ég er að nota bb kremið frá Loréal, ég veit ekki hvort það skipti máli en ég var að pæla hvort maður fái lit í gegnum kremin þar sem þau (allavega mitt) eru með spf 12 ?

    • úff nú get ég ekki sagt það með vissu… ætli það sé ekki bara misjafnt hjá hverri og einni. En ég mæli nú með því að fara aldrei útí sólina án sólarvarnar.