Núna um helgina skelltum við Theodóra og Þórhildur okkur í Smáralind til að gefa gestum og gangandi góð ráð við spurningum og vangaveltum sem þeir höfðu varðandi tísku. Ég veitti ráð þegar kom að förðunar – og snyrtivöru tengdum spurningum. Lesendum síðunnar gafst einnig tækifæri á að senda inn spurningar í gegnum tölvupóst og hér er sú fyrsta sem ég fékk:
Spurning:
Hæ :) Veistu um BB krem sem er í náttúrulegri kanntinum, en er samt mjög gott og ekki of dýrt?
Svar:
Í þetta sinn ætla ég að hafa þetta frekar einfalt og mæla með Maybelline BB kreminu. Það eru reyndar til tvær týpur. Þessi bleika er fyrir allar húðtýpur en það grænbláa er fyrir blandaða/feita húð það inniheldur salicylic sýru sem dregur úr óhreinindum í húðiðinni. Bæði kremin gefa mjög fallega og létta áferð, húðin fær náttúrulegan ljóma og það er á mjög góðu verði. Maybelline vörurnar færðu t.d. í Hagkaup og Lyfju;)
Það er ennþá hægt að senda inn spurningar með því að smella á borðann sem er á miðri forsíðu Trendnets – HÉR.
EH
Skrifa Innlegg