fbpx

Spjallað við fólkið á bakvið forsíðuna

FashionÍslensk HönnunRFF

Nú er vikan sem er ár hvert tileinkuð íslenskri hönnun að ganga í garð. Þetta er vika sem er stútfull af æðislegum viðburðum sem aðdáendur íslenskrar hönnunar mega ekki láta framhjá sér fara. Eins og hjá svo mörgum öðrum er ég spenntust fyrir RFF sem fer fram á föstudag og laugardag eftir viku. Hér hjá mér og okkur á Trendnet er margt í framkvæmdum en helst má minna á RF gestablogg síðunnar sem þið finnið HÉR.

Eins og síðustu ár mun ég tækla förðunina eins vel og ég get með alls kyns skemmtilegheitum í samstarfi við MAC sem eins og síðustu ár sér um förðunina – hlakka til að starta fjörinu.

En mig langar að byrja á byrjuninni – í gær kom út glæsilegt sérblað Nýs Lífs og Reykjavík Fashion Festival. Ég var því miður fjarverandi vegna úlniðliðsbrots og uppá slysó en það mun ekki aftra mér hér á blogginu eða frá því að deila smá innsýn inní þessa glæsilegu forsíðu! Ég plataði þau Kára Sverris ljósmyndar og Eydísi Helenu fyrirsætu til að segja okkur frá myndatökunni og þeirra upplifun af RFF.
10904448_1131502426864867_6737184039798656287_o

Ljósmyndari: Kári Sverris
Fyrirsæta: Eydís Helena Evensen
Förðun & hár: Helge Branscheidt

Ég plataði þau Kára og Eydísi Helenu í smá spjall um forsíðuna og RFF…

11004872_10206135810742235_1663040847_n

Kári Sverris, ljósmyndari…

Hver var innblásturinn fyrir myndatökuna fyrir Nýtt Líf?

Hún Erna Hreinsdóttir ritstjóri Nýs Lífs hafði samband við mig og fékk mig til þess að mynda forsíðuna á blaðinu sjálfu og á sérblaði RFF, þegar við ræddum hugmyndir þá vorum við sammála um það að við vildum clean myndir sem að væru klassískar og myndu undirstrika náttúrulega fegurð Eydísar, einnig vildum við að myndirnar væru í takt við það þau trend sem eru í gangi í hár & makeup-i. Fyrir þessa töku fannst mér rétt að notast við dagsbirtu í myndatökunni en þannig myndir finnst mér oftast heilla meira.

Nú hefur þú myndað á RFF, hvað er það sem þér þykir mikilvægt við þessa hátíð?

RFF er mjög skemmtilegur viðburður, mér finnst gaman að sjá hvernig “tískubransinn” heima lifnar við í kringum RFF og það er mjög spennandi að sjá það nýjasta frá hæfileikaríkum hönnuðum! Mér finnst það sem gerist á bakvið tjöldin lifandi og áhugavert og ég hef síðustu árin haldið mig meira baksviðs á RFF að mynda það sem fangar athygli mína.

Hvernig viðbröðg hefur foríða Nýs Lífs verið að fá?

Mjög góð viðbrögð so far, ég hef ekki heyrt neitt nema mjög góða hluti, og ég er ánægður með útkomuna. Gott teymi á bakvið myndirnar.

Hvaða hönnuðum ert þú spenntastur fyrir að sjá línuna frá á RFF?

Þeir eru allir svo ólíkir, væri til í að sjá hjá öllum allir að gera mjög góða hluti. En þær sýningar sem ég ætla bókað á eru: JÖR, Sigga Maija, Eyland og Another creation.

Hvað er svo framundan á dagskrá hjá einum hæfileikaríkasta tískuljósmyndara landsins?

Ég var að ljúka Masters námi í ljósmyndun frá London College of Fashion, þannig að ég get farið að einbeita mér meira að mínum ferli sem ljósmyndari og ég er að koma til landsins 10 mars, verð að mynda helling heima, tískuþætti ofl. Svo er ég að skrifa fljótlega undir samning við umboðskrifstofu í London sem mun sjá um að bóka mig í verkefni, jafnvel í Þýskalandi líka en fer á fund með góðri skrifstofu í apríl. Svo mun ég halda ljósmyndasýningu á íslandi í sumar sem er styrkt af London College of Fashion, er að byrja að undirbúa það. Og já að lokum halda áfram að skapa og gera það sem mér þykir skemmtilegt!

10433112_10152619708132399_7978478906481241594_n

Eydís Helena fyrirsæta…

Nú hefur þú tekið þátt á RFF, hvað er það sem þér þykir mikilvægt við þessa hátíð?

Mér finnst mikilvægt að reyna að njóta helgarinnar sem best þar sem hátíðin er aðeins haldin einu sinni á ári, dagsskráin er mjög þétt og spennandi og líður þess vegna mjög hratt.

Hvernig er tilfinningin að vera á einni glæsilegust Nýs Lífs forsíðu í manna minnum?

Tilfinningin er frábær! Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir að hafa unnið með fagfólki eins og Kára og Helge, móttökurnar hafa farið vel fram úr væntingum

Hvaða hönnuðum ert þú spenntust fyrir að sjá línuna frá á RFF?

Ég er í hreinskilni spennt að sjá línuna frá öllum hönnuðum, en mest er ég spennt fyrir nýju Jör línunni. Ég hef unnið fyrir þau nokkrum sinnum áður og útkoman hefur alltaf verið góð.

Hvað er svo framundan á dagskrá hjá einni vinsælustu fyrirsætu landsins?

Eftir RFF er stefnunni haldið á Cape Town í suður afríku í smá frí með góðu fólki. Eftir Cape Town fer ég líklegast til London og þaðan til Barcelona.

Takk fyrir spjallið Kári og Eydís – hlakka til að sjá ykkur eftir viku!

Ég hlakka svo til að fá blaðið inn um lúguna hjá mér og skoða það betur og ég óska Kára, Eydísi, RFF og að sjálfsögðu Nýju Lífi til hamingju með glæsilega forsíðu – eina þá flottustu sem ég hef séð á tímaritinu!

EH

Á óskalistanum

Skrifa Innlegg