fbpx

Á óskalistanum

Á ÓskalistanumFallegtLífið Mitt

Í dag hef ég fengið þá fyrirskipun að taka því rólega og slaka á… ef þið vissuð það ekki þá eyddi ég seinni part dagsins í gær uppá slysó hjá yndislegu starfsfólki sem hugsaði svo vel um mig. En ég rann í hálku í gær og er nú úlnliðsbrotin í gifsi – ég hvet ykkur til að fara ofur varlega því þetta er svakalega sárt…

Svo í dag reyni ég að vinna eins og ég get því ég kann ekki að slaka á – svo ég skrifa með annarri færslur dagsins þetta gengur ágætlega ;)

En ég ligg nú uppí sófa og læt mig dreyma um smá vorkunnarfatakaup – á maður ekki alltaf auðvelt með að finna ástæður fyrir nýjum kaupum, þessi er alla vega á óskalistanum:óskalisti

Kimono sloppur: VILA, 10.990kr

Ég er sjúk, dolfallin og sloppurinn er ómótstæðilegur fyrir mér. Munstrið er æðislegt – fullkominn fyrir vorið og ég ætti að geta klæðst honum yfir gifsið – sama má ekki segja um margar flíkur í fataskápnum ;)

Hvað segið þið já eða nei?

Ætla að reyna að plata Aðalstein í bíltúr eftir vinnu svo ég geti hætt að láta mig dagdreyma um hann!

EH

Árshátíð 365, förðunin og kjóllinn

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Thorunn

    6. March 2015

    Híhí ég er búin að láta taka frá mig að minnsta kosti :)