Við fórum í brúðkaup um síðustu helgi og aldrei þessi vant dró ég fram sléttujárnið – eitthvað sem ég hef ekki gert að mér finnst í áraraðir! En mér fannst það samt mjög gaman að breyta svona aðeins frá því að vera úfin með krullurnar mínar. Mér fannst samt eitthvað vanta svo ég ákvað að skella nokkrum spennum í hárið bæði til að halda því aðeins frá andlitinu og til að koma í veg fyrir að ég myndi setja það í snúð uppá haus sem er eitthvað sem ég geri í tíma og ótíma þegar ég er ekki með neitt í hárinu.
Ég greip í nokkrar ömmuspennur í skúffunni – eitthvað sem við eigum allar alltaf nóg af. Skellti þeim í hárið og ákvað að leyfa þeim bara að sjást – smá svona 90’s fílingur finnst mér og kom bara virkilega vel út.
Skemmtileg hugmynd fyrir ykkur sem langar stundum aðeins að gera eitthvað annað bæði með hárið og með ömmu spennurnar!
Ég kaupi mínar spennur frá merkinu Pieces sem fást í Vero Moda – fást í þremur litum svona gylltar, brúnar eins og ég er með og svartar og þær eru bara virkilega fínar :)
EH
Skrifa Innlegg