Mig er mikið búið að langa að prófa snyrtivörurnar frá ástralska merkinu Aesop. Ég er sífellt að rekast á myndir af þeim í heimilistímaritum og á vafri mínu um netið. Ég dýrka útlitið á umbúðunum og ég er greinilega ekki ein um það að sjá þær fyrir mér sem skrautmuni fyrir heimilið…
Svo rakst ég á þessa mynd þar sem búið er að nýta flöskuna af líklega Aesop sjampói eða sápu undir blóm:)
Ég kíkti við í Madison Ilmhús í gær og keypti mér handsápu frá merkinu eftir langa umhugsun um hvaða vara yrði sú sem ég prófaði fyrst. Ég fékk svo nokkrar prufur af öðrum vörum með mér heim sem ég hlakka til að prófa og og versla mér svo það sem hentar. Ég er sérstaklega spennt fyrir sjampóunum og hárnæringunum. Ég keypti svona „venjulega“ handsápu en svo er líka til með örfínum kornum sem skrúbbar hendurnar og heldur þeim mjúkur og frískum. Mig langar dáldið líka í hana – mögulega bara að vera með báðar við vaskinn og nota til skiptis :)
Þetta eru æðislegar vörur og á mjög fínu verði sérstaklega miðað við gæði.
EH
Skrifa Innlegg