fbpx

Náðu lúkkinu hennar Blake

FallegtFræga FólkiðLúkkMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuStíll

Ég er eflaust ekki ein um það að hafa fylgst vel með stjörnunum á rauða dreglinum í Cannes. Eins og þið vitið þá hefur mér fundist leikkonan Blake Lively bera af vali á klæðnaði, hári og förðun.

Fyrsta heildarlúkkið hennar á rauða dreglinu þar sem hún var í kjól frá Gucci er mitt uppáhalds. Allt er óaðfinnanlegt, kjóllinn hæfir hennar límkamsvexti fullkomega, hárin er æðislegt og förðunin trufluð!! – því varð hún fyrir valinu í næstu náðu lúkkinu færslunni minni. Í síðustu færslu tók ég fyrir slúðurvinkonu hennar úr Gossip Girl Leighton Meester sem þið finnið HÉR.

Hér sjáið þið dæmi um fullkomna brúntóna smoky augnförðun – sjúklega flott ;)

b6f714728f6fef26a6651bc2c991e94d

Þegar ég sé svona fullkoma húð þá fær mín gæsahúð!! Skvísan er gjörsamlega lýtalaus og húðin geislar af fegurð. Þar sem Blake er eitt af andlitnum L’Oreal og merkið er einn aðal styrktaraðili sýningarinnar kemur ekki annað til greina en að segja ykkur hvernig þið getið náð lúkkinu með vörum frá merkinu – eða alla vega lykilvörurnar sem ég get slumpað á :)

Undirstaða fallegrar förðunar er vel nærð húð. Nú veit ég ekkert hvaða krem var notað á hana Blake en mig langar að nefna kremið sem ég notaði á sýningunni hennar Andreu um daginn sem er nýja olíukremið Nutrigold það er svo silkumjúkt og dásamlegt og yfirborð húðarinnar verður svo falleg.

Farðinn sem er notaður hér fer ekki á milli mála í mínum augun eða alla vega farðinn sem gefur húðinni einmitt þessa áferð en það er Infallible sem er borinn yfir alla húðina jafnt. Þegar húðin er orðin lýtalaus og fullkomin myndi ég persónulega snúa mér að augunum – áður en þið farið að nota hyljara.

Hjá Blake finnst mér langlíklegast að séu notaðir púðuraugnskuggar, áferðin á augunum virðist þannig að mér finnst ólíklegt að það sé grunnað með eyeliner t.d. Hér er kaldur taupe brúnn litur notaður svipaður litur er í Color Riche pallettu nr. E2 þá dekksti liturinn. Blake er með frekar ljósa áferð yfir aunglokunum sjálfum en ef þið mynduð vilja dekkri þá er auðvitað hægt að nota dekkri eyelinerblýant til að grunna aunglokið fyrir augnskuggann. Augnskugginn er líka settur meðfram neðri augnhárunum og hann mýktur vel. Þannig fær maður þessa smoky áferð í kringum augun með því að mýkja allar útlínur og láta liti smám saman deyja út.

Takið því næst svartan eyelinerblýant og setjið meðfram efri og neðri augnhárun. Með mjög mjóum bursta eða jafnvel bara eyrnapinna smudge-ið aðeins línuna þannig hún blandist við aungkuggann og útlínur hennar mýkist lítillega. Setjið svarta eyelinerinn líka inní vatnslínuna – að ofan og neðan. Varan frá L’Oreal sem ég myndi mæla með hér er Color Riche Le Kohl eyelinerblýantur í svörtu.

Nú er augnförðunin sirka komin – geymum maskarann aðeins. Snúið ykkur nú að augabrúnunum, þið sjáið að þær eru lítið sem ekkert áberandi. Hér myndi ég bara greiða vel úr hárunum og móta eða fylla inní með lit ef þarf.

Næst er að klára húðina. Takið ljómandi hyljara eins og Lumi Magique pennana og berið yfir þau svæði sem þið viljið lýsa upp. Meðfram nefinu, niður á höku og uppá enni. Undir augun, undir augabrúnir og meðfram kinnbeinunum eru svo ómissandi staðir til að lýsa upp.

Ég er búin að rýna vel í kinnbeinin á Blake og hér held ég að sé ekki verið að notast við sólarpúður heldur bara dökkt matt contouring púður. Dekksta litinn af True Match púðrinu nota ég langmest til að skyggja undir kinnbeinin því liturinn verður svo fallegur og blandast vel saman við farðann. Notið svo brúntóna kinnalit í kinnarnar en takið eftir því hér að kinnaliturinn er ekki beint í eplum kinnanna heldur aðeins neðar. Það lengir kinnbeinin hennar Blake og mér finnst þetta koma vel út. Ég myndi svo setja auka ljóma meðfram kinnbeinunum líka  – fullt af ljóma!

Næst eru það augnhárin engar áhyggjur ég er ekki búin að gleyma þeim. Mér sýnist hún Blake vera með mjög þunn og náttúruleg gerviaugnhár og frekar lengingamaskara en þykkingarmaskara á augnhárunum. Þið sjáið að maskarinn er mjög náttúrulegur og því líklegt að um eina umferð sé að ræða af maskara.

Bleiktóna glossaðar varir tóna svo sérstaklega vel við augnförðunina og augnlit Blake en bleikur er litur sem virkar alltaf svo vel með bláum augum hvort sem hann er settur um augun eða um varirnar.

Þetta er svo tryllingslega flott makeup að ég bilast eiginlega – pörfekt allt saman;)

EH

Í sandalana fyrir sumarið

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hildur

    25. May 2014

    Geturðu lýst fyrir mér Infallible farðanum, er hann mjög þekjandi? Hvernig er hann t.d í samanburði við Face & Body?

    • Hann er töluvert þéttari en Face & Body en það eru svo sem flestir farðar:) En þessi gefur miðlungs þekju en nær að leiðrétta litarhaft vel og gefa húðinni mjög fallega áferð :)