fbpx

Snyrtivörur frá Bláa Lóninu

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Ég hef alltaf haldið mikið uppá húðvörurnar frá Bláa Lóninu. Þegar ég stundaði líkamsrækt í Hreyfingu fyrir einhverjum árum síðan þá voru þær alltaf í boði í skiptiaðstöðunni – ég held nú að það sé ennþá þannig. Líkamsvörurnar fannst mér alveg æðislegar svo ég var spennt að fá að prófa húðvörurnar frá merkinu en ég fékk að prófa nokkrar girnilegar hreinsivörur frá þeim.bláalóniðHér á myndinni sjáið þið:

  • Mineral Foaming Cleanser – fljótandi hreinsir sem verður að froðu þegar honum er spreyjað í lófann. Kom mér á óvart hversu mjúkur hreinsirinn er og húðin mín þoldi þennan vel sem ég get ekki sagt um reynslu hennar af öðrum freyðandi hreinsum.
  • Mineral Face Exfoliator – skrúbbur sem inniheldur bæði gróf og fín korn og hreinsar svitaholurnar vel. Þrátt fyrir að vera með gróf korn fannst mér alls ekki óþæginlegt að nota hann. Ég hef alveg prófað skrúbba sem mér finnast eins og ég sé að nudda sandpappír við húðina mína. Ef til vill er ástæðan sú að skrúbburinn er ekki stútfullur af kornum heldur bara passlegu magni. Fullkominn skrúbbur til að hafa í sturtunni.
  • Silicia Mud Mask – hér sjáið þið þekktustu snyrtivöruna frá Bláa Lóninu en þetta er kísilmaskinn sem djúphreinsar húðina og frískar uppá hana. Maskann má nota á bæði andlit og líkama. Ég setti hann framan í mig og hann er mjög skemmtilegur í notkun. Maskinn er nánast glær en þornar smám saman og verður hvítur þegar hann er „tilbúinn“. Húðin verður mjúk, frískleg en fyrst og fremst tandurhrein.
  • Mineral Biophasic Toner – að sjálfsögðu til að klára húðhreinsunina þá er mikilvægt að bera andlitsvatn yfir húðina til að loka svitaholunum svo húðin geti farið að starfa eðlilega. Þetta andlitsvatn inniheldur jarðsjó, steinefni, kísil- og þörunga. Það sem mér finnst helst einkennandi fyrir það er hversu þykkt það er. Mörg andlitsvötn eru mjög þunn og nánast bara eins og maður sé að setja vatn á andlitið – þá tilfinningu fékk ég ekki með þetta andlitsvatn. Þess vegna tel ég líka að það muni fara vel með húðina mína og það er klárlega drjúgara fyrir vikið.

Ég notaði vörurnar í nákvæmlega þessari röð. Það er gott að muna að þið klárið alltaf á því að nota andlitsvatnið – öll hreinsum fer fram áður en það er borið á.

bláalónið2

Ég get ekki annað en mælt með öllum þessum vörum sem fást nú t.d. í Hagkaupum (einmitt Tax Free um helgina ;)) og svo er auðvitað sérverslun á Laugaveginum sem selur vörurnar.

Það er svo auðvitað gott að taka fram að vörurnar eru allar ofnæmsiprófaðar og prófaðar af húðlæknum til að tryggja gæði þeirra og svo er framleiðslutæknin sem notast er við náttúruvæn og græn. Vörurnar eru allar byggðar á náttúrulegum Blue Lagoon hráefnum sem Bláa Lónið hefur einkaleyfi á og virkum efnasamsetningum.

Næst langar mig mest að prófa rakakremið frá þeim sem NUDE Magazine valdi einmitt sem eina af bestu snyrtivörum síðasta árs. Hafið þið prófað vörurnar frá Blue Lagoon – væri gaman að heyra ykkar álit og hvort það séu einhverjar vörur frá merkinu sem ykkur finnst að ég verði að prófa.

EH

Skemmtileg förðunarvörukynning

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Herdís

    6. February 2014

    “Oil free emulsion” kremið þeirra er frábært! Mjög gott fyrir erfiða húð, það fer strax inn í húðina og hún verður eins og silki!

  2. Anna Fríða

    6. February 2014

    Rich nourishing cream er algjört uppáhald. Svo er Algae maskinn mjög góður – Mæli með ! ;)

  3. Kolfinna

    6. February 2014

    Veist þú nokkuð um einhverjar búðir sem selja svona blotting paper? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. February 2014

      Nei ég hef ekki rekist á það alla vega ekki hér á Íslandi… :/ Ef ég rekst á það skelli ég í eina færslu um það ;)

  4. Sirra

    7. February 2014

    Þú hefðir líka getað fengið upplýsingar um þessar snilldar vörur frá módelinu hahahahhaha