Ég var að pæla í að starta smá hefð hérna inná síðunni og jafnvel birta eitthvað um þetta í Reykjavík Makeup Journal en það er að velja þær snyrtivörur sem þóttu bestar á árinu sem er að líða.
Mig langar helst að reyna að tilnefna sem flestar og til þess að hafa sem best úrval þá langar mig að biðja ykkur – kæru lesendur um smá hjálp.
Þetta er hefð erlendis en tímarit á borð við Allure og Elle velja alltaf snyrtivörur ársins mér persónulega finnst það ekki endilega þurfa að vera snyrtivörur sem komu á markaðinn á þessu ári líka bara þessar klassísku sem eru alltaf góðar ;)
Mig langar helst að tilnefna vörur í öllum þessum flokkum:
- Besta BB kremið
- Besta fljótandi farðann
- Besta kremfarðann
- Besta púðurfarðann
- Besta hyljarann
- Besta sólarpúðrið
- Besta kinnalitinn
- Besta highlighterinn
- Besta maskarann
- Besta eyelinerinn
- Besta CC kremið
- Besta andlitskremið fyrir eldri húð
- Besta andlitskremið fyrir unga húð
- Besta andlitskremið fyrir mjög þurra húð
- Besta andlitskremið fyrir feita húð
- Bestu hreinsivörurnar
- Besta augnkremið
- Besta serumið
- Bestu augnskuggana
- Bestu augabrúnavörurnar
- Bestu förðunarburstana
- Besta maskarann
Endilega smellið ykkar uppáhaldsvörum hér sem athugasemd en ég ætla að verðlauna eigendur nokkurra athugasemda með smá snyrtivöruglaðningi – hljómar það ekki vel?
Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst!
EH
Skrifa Innlegg