Í gær lagði ég loksins í það að fara í gegnum baðherbergisskápinn okkar – eins og þið verðið eflaust varar við á síðunni minni þá er enginn skortur á snyrtivörum á þessu heimili en það var að verða frekar plásslítið. Ég hef alltaf geymt þær í hvítum Ikea pappakössum og í gær bætti ég nokkrum við í safnið. Snyrtivörurnar flokka ég allar eftir merkjum – eftir nokkrar tilraunir hef ég komist að því að það hentar mér betur heldur en að flokka eftir vörutegundum;)Ég trúi því varla þegar ég sé myndirnar að ég hafi komið öllum 12 kössunum inní litla skápinn en jújú það tóst!Þetta er nú kannski ekki mest heillandi skipulag í heimi en þetta virkar í litlu íbúðinni okkar:) Þegar ég var loksins búin að fá það í gegn að eignast snyrtiborð var því skipt út fyrir rimlarúm – svo kannski ef við stækkum við okkur einhver tíman verður aftur pláss fyrir makeup hornið mitt!
EH
Skrifa Innlegg