fbpx

Snyrtispjallið: Helga Kristjáns

Makeup ArtistSpurningar & SvörStíll

Helga Kristján er stílisti, förðunarfræðingur og blaðamaður á Vikunni. Þessi megaskvísa farðaði mig fyrir forsíðuna á Vikunni nú fyrir stuttu og hún er svo sannarlega hæfileikarík og alveg stórglæsileg dama!

Ég hef alltaf haft ofboðslega gaman af því forvitnast um snyrtivenjur annarra og fá góð ráð hjá öðrum í förðunarheiminum. Ég hef lengi lesið skrif Helgu fyrir Vikuna og mér finnst alltaf mjög gaman að lesa það sem hún skrifar og sjá þemað í hverju blaði fyrir förðunar og snyrtikaflann. Eftir að ég hafði fengið fullt af svo fallegum hrósum fyrir forsíðuförðunina hennar Helgu var nú algjörlega augljóst að fá þessa skvísu í næsta snyrtispjall!

hh-1

Hvernig er þín daglega förðunarrútína fyrir sjálfa þig?

Ég reyni að gefa mér tíma í að gera tiltölulega “full face” á hverjum degi, dagurinn verður bara miklu betri ef maður er sætur! Þá nota ég ljómandi farða, í uppáhaldi hjá mér er Youth Liberator frá YSL og Miracle Cushion farðinn frá Lancôme. Svo þarf ég að hylja vel undir augun, þar sem ég fékk svolítið af dökkum blettum á meðgöngunni sem eru ekki enn farnir. Tinted eye brightener frá Bobbi Brown er frábær í það verk. Svo hef ég verið húkt á að nota Paint Pot frá MAC í litnum Groundwork, en hann er frábær sem náttúrulegur skuggi og undir hvaða augnskugga sem er. Ég nota svo yfirleitt rauðbrúnan augnskugga allan hringinn (elska Sable frá MAC) og brúnan eyeliner í vatnslínuna (Teddy frá MAC) og nudda vel inn á milli augnháranna. Augabrúnirnar eru sér kadigoría út af fyrir sig og þar sem ég er næntísbarn sem ofplokkaði þarf ég að hafa meira fyrir þeim en ella. Þar kemur Dipbrow frá Anastasia Beverly Hills sterkt inn og litað augabrúnagel frá Bobbi Brown. Ég flakka á milli maskara reglulega en sá besti sem ég hef prófað er Grandiose frá Lancôme. Síðan nýja sólarpúðrið frá Lancôme kom á markað, Belle De Teint, hef ég ekki getað verið án þess. Ég nota það frjálslega yfir andlitið, enda er liturinn sem ég nota bara einum tóni dekkri en minn húðlitur og gefur húðinni einstaklega fallegan og náttúrulegan ljóma. Kinnaliturinn sem ég nota mest er frá Gosh og heitir Flower Power en það vörumerki finnst mér algerlega vanmetið. Það er ódýrt og fæst í Hagkaupum og allt sem ég hef prófað frá þeim er gott. Mér finnst engin förðun fullkomin fyrr en ég er búin að nota highlighter en sá sem ég nota mest heitir Soft and Gentle og er frá MAC. Varirnar eru aukaatriði hjá mér sjálfri, en ég er yfirleitt með svona tíu varaliti og salva í töskunni. Ég þarf að fara að endurnýja kynni mín við Clarins Lip Perfector, finnst það fullkomin vara fyrir varirnar. Smá litur, næring og ilmar unaðlega og er mjúkur en ekki klístraður.

11

Hver er að þínu mati lykillinn að fallegri förðun?

Það að kunna að blanda vel, farðanum inn í húðina og augnskuggaförðuninni. Að kunna að hætta á réttum tíma, að fara ekki yfir strikið. Þegar húðin fær að ljóma og þegar förðunin undirstrikar fegurð viðkomandi, en hylur ekki. Ég get ekki of tússaðar og ýktar augabrúnir, of dökkan farða og alltof appelsínugult sólarpúður út um allt andlit. Eða alltof ljósan varalit.

Prófarðu reglulega nýjar snyrtivörur?

Það má segja að ég sé í draumadjobbinu mínu, þar sem ég fæ að farða fyrir forsíður tímarita og skrifa um nýjustu snyrtivörurnar á markaðnum. Þess vegna fæ ég reglulega að prófa eitthvað nýtt og spennandi og að vinna með snyrtivörur eins og frá Lancóme, og fleiri af helstu snyrtivörurisum bransans, gerir mig einstaklega hamingjusaman meiköppfíkil. Ég verð líka alltaf að pota í allar snyrtivörur í búðunum og er alltaf komin með liti upp um allan handlegginn. Ég fer alla leið með þetta og ætli ég verji ekki svona 14 tímum á viku í endurmenntun!

Er eitthvað snyrtivörumerki sem er í meira uppáhaldi hjá þér en önnur?

Lancôme, YSL, MAC og Bobbi Brown eru í uppáhaldi.

bbb

 Völvan – sjáið þessi augu og varirnar – alveg tryllt!

Hvaðan sækir þú þér innblástur fyrir farðanirnar þínar?

Ég hef án efa orðið fyrir áhrifum frá Lisu Eldridge, Sam og Nic Chapman (Pixiwoo-systrum), Charlotte Tilbury og fleiri góðum. Annars held ég að ég hafi skapað mér minn eigin stíl í gegnum árin, sem ég er orðin mjög ánægð með.

Hvernig dekrar þú sjálf við húðina þína?

Ég var nýlega kynnt fyrir undrum Bio Effect EGF Serumsins og finnst ég vera að tríta húðina vel þegar ég ber það á húðina. Ég reyni líka að muna eftir kornamaska nokkrum sinnum í viku og þegar ég vil fá lit á hana nota ég tvímælalaust St Tropez-froðuna. Hún er langbest. Annars dreymir mig um að fá mér Daywear plus (græna kremið) frá Estée Lauder aftur, ég elska það. Það gefur húðinni svo fallegan ljóma og lyktin minnir mig á góða tíma.

62846_10151545724393044_2104664108_n

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir sumarið?

Gott litað dagkrem, ætla að prófa Complexion Rescue frá Bare Minerals næst, hef heyrt svo svakalega hluti um það. Kremaða augnskugga og kinnaliti. Mæli með Full Metal-augnskuggunum frá YSL og kremuðu kinnalitunum frá Bobbi Brown.

Hvernig farðanir finnst þér skemmtilegast að gera?

Glam! Ljómandi húð, og bjútífæing alla leið. Ég elska að láta konur líta eins vel út og þær geta. Ég er alltaf svolítið veik fyrir J-Lo förðun en fyrir sjálfa mig er það meira Cara Delevingne, smá rokk.

Svo gullfallegar brúðarfarðanir sem Helga gerði fyrir brúðarblað Vikunnar – Aldís Páls tók þessar fallegu myndir***

Lumarðu á förðunarráði sem hefur nýst þér vel í starfi sem þú vilt deila með okkur?
Það getur gert kraftaverk að nota ljómandi hyljara með laxableikum tón undir augun. Og að finna sér augnskuggalit sem er svolítil andstæða við augnlitinn, það lætur hann poppa á ómótstæðilegan hátt. Svo mæli ég með Fix Plus förðunarspreyinu frá MAC, fyrir og eftir förðun, til að losna við púðurkennda áferð og þannig að förðunin haldist vel á andlitinu yfir daginn. Svo er líka got að nota það til að bleyta upp í augnkuggum. Og að nota highlighter á réttan hátt, það gefur hinn einstaka X-Factor þegar kemur að fallegri förðun. Fallegt er að nota hann inn í augnkróka, niður nefið, efst á kinnbeinin og efri vör og líka á viðbeinið.

dd

 Svo endum við þetta með mér, viðeigandi… – brúnt smokey að hætti Oliviu Palermo – Rut Sigurðar tók myndirnar.

Ef ykkur líst vel á farðanir þessarar yndislegu konu þá mæli ég með því að þið fylgið henni á Facebook því þar getið þið t.d. pantað í farðanir hjá henni – MAKEUP BY HELGA – já og brúðarfarðanir! Hún Helga fær alla vega mín allra bestu meðmæli, mér leið svo vel í stólnum hjá henni og ég treysti henni svo vel. Það er nú ekki oft sem ég fæ að fara í förðun ég held ég geti talið skiptin á fingrum annarrar handar – en mér leið eins og algjörri dekurrófu hjá Helgu!

Mér finnt sjálfri svo gaman að lesa yfir svör þeirra sem ég tek svona stutt viðtöl við fyrir síðuna því ég læri alltaf eitthvað nýtt eða fæ hugmyndir að nýjum vörum til að prófa, vona að þið hafið jafn gaman af og ég :)

EH

Svar við beiðni lesanda

Skrifa Innlegg