Ég ætlaði alltaf að vera ótrúlega dugleg að sýna ykkur hvaða förðunarvörur væru í mestri notkun hjá sjálfri mér daglega. Það datt þó aðeins uppfyrir sig kannski af því að mér fannst myndirnar aldrei koma vel út og þær voru alltaf dáldið troðnar. En með hjálp InDesign þá hef ég nú náð að setja saman skemmtilega hópmynd af vörunum sem voru í aðalhlutverki í snyrtibuddunni minni í mars. Hér sjáið þið nokkrar snilldarvörur sem eru í uppáhaldi ;)
Í aðalhlutverki í snyrtibuddunni minni í mars voru:
1. Color Riche pastel naglalökkin frá L’Oreal, 2. Haute & Naughty maskarinn frá MAC, 3. Always Sharp eyelinerar frá Smashbox, 4. Color Riche le Sourcil augabrúnablýantur frá L’Oreal, 5. Million Lashes So Couture maskarinn frá L’Oreal, 6. BB Perfecting Kit frá Gosh, 7. Nýi Karl Lagerfel dömuilmurinn, 8. Diorskin Nude BB krem frá Dior, 9. Marmaraaugnskuggarnir frá Make Up Store, 10. EOS varasalvarnir, 11. Dolce sumarilmurinn frá Dolce & Gabbana, 12. Slim Lipstick nr. 403 frá Make Up Store, 13. Coralisa kinnalitur frá Benefit, 14. Babylips varasalvarnir frá Maybelline, 15. Blue Lagoon Rich Nourishing Cream frá Bláa Lóninu. 16. Josie Maran Argan Moisture Serum Foundation, 17. RapiDry yfirlakk frá OPI, 18. Please Me varalitur frá MAC, 19. Diorskin Nude Tan Bronzing Powder frá Dior, 20. Sheer Eye Zone Corrector ljómapenni frá Shiseido, 21. Eight Hour næturkrem frá Elizabeth Arden, 22. Color Show Crystallize naglalökk frá Maybelline.
Vörurnar sem eru hér að ofan mæli ég eindregið með! Ég nota þær allar og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þær þegar ég prófaði þær fyrst og hef aldrei orðið það síðan þá. L’Oreal maskarinn er minn uppáhalds maskari í augnablikinu, ég er nú þegar aðeins búin að benda lesendum sem ég hef hitt þegar ég er að kynna á hann og mér hefur fundist gaman að heyra að þær eru sammála mér um ágæti hans. Svo langar mig að taka það fram að þó svo það hljómi fáránlega þá er ég sannfærð um að ég sofi mun betur þegar ég man eftir því að bera á mig Eight Hour næturkremið frá Elizabeth Arden sem ég skrifaði um HÉR. Ef þið eruð jafn óþolinmóðar og ég þá er nauðsynlegt að eiga yfirlakk sem flýtir fyrir þornun naglalakksins eins og RapiDry frá OPI – svona lökk eru til frá fleiri merkjum líka en þetta er í mestri notkun hjá mér. Coralista kinnaliturinn frá Benefit er ofnotaður á mínu heimili af húsmóðurinni sem elskar kinnaliti!!
Vitiði þetta eru bara allt saman frábærar förðunarvörur sem þið megið ekki láta fara framhjá ykkur.
En með ilmvötnin þá hafa blómailmir einkennt dagana mína undanfarið og greinilegt að lyktarkskynið mitt er að komast í vorfíling.
Þessi færsla verður nú föst í hverjum mánuði – lofa!
EH
Skrifa Innlegg