Þá er komið að þessari nokkurn vegin mánaðarlegu færslu yfir það hvað var í mikilli notkun hjá mér í síðasta mánuði. Mér finnst reyndar ekkert svakalegar breytingar á milli mánaða hjá mér núna en þó eru einhverjar þarna inná milli sem þið sem lásuð færsluna síðast takið eflaust – eða vonandi alla vega – eftir….
Hér fyrir neðan getið þið svo lesið ykkut betur til um vörurnar og afhverju þær voru í svona mikilli notkun hjá mér.
1. Perfectly Defined Long-Wear Brow Pencil frá Bobbi Brown, 2. STELLA eau de Toilette frá Stella McCartney, 3. Hydra Life Serum Sorbet frá Dior, 4. Bi-Facil Double Action Eye Makeup Remover frá Lancome, 5. Sculpting Brush frá Real Techniques, 6. Lash Sensational Mascara frá Maybelline, 7. Magic Concealer frá Helena Rubinstein, 8. Enlighten Even Effect Skincare Correcteur eða EE krem frá Estée Lauder, 9. Face & Body Bronzing Duo í litunum Antigua og Golden, 10. Galateis Douceur hreinsimjólk og Tonique Douceur andlitsvatn frá Lancome, 11. Lapiz of Luxury naglalakk frá Essie, 12. Muchi Muchi naglalakk frá Essie, 13. Perfection Lumiére Velvet frá Chanel, 14. Baby Lips Dr. Rescue varasalvar frá Maybelline, 15. Hydra Beauty Nourishing Lip Balm frá Chanel, 16. Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store, 17. Hydra Beauty Hydration Protection Radiance Mask frá Chanel.
Þetta eru allt vörur sem eiga það sameiginlegt að vera ofboðslega rakamiklar. Ég er mikið að finna fyrir því núna að ég þarf að halda húðinni minni í góðu jafnvægi í þessum veðurbreytingum því hún á mjög auðvelt með að safna á sig þurrkublettum ef ég held henni ekki góðri. Hreinsivörurnar þessa dagana eru frá Lancome, tvöfaldi augnhreinsirinn er auðvitað dásamlegur og þrífur allt á svo auðveldan hátt. Svo nota ég hreinsimjólkina – alltar tvisvar á húðina, og næri hana loks með andlitsvatninu. Þessar vörur ættuð þið að kannast við en ég skrifaði um þær allar fyrr í mánuðinum og hef verið að nota þær stöðugt síðan þá.
Hydra Life vörurnar frá Dior og Hydra Beauty vörurnar frá Chanel eru vörulínur sem ég og húðin mín elskar útaf lífinu! Ég er búin að vera að nota þetta serum frá Dior núna í mánuð og rakakrem í sömu línu líka (það komst ekki fyrir á myndunum..) svo þegar mig vantar meiri raka er það rakamaskinn frá Chanel og varanæringin frá Chanel er djúpnæring og eiginlega smá eins og varamaski og frábært að setja næringuna á varirnar rétt fyrir nóttina. Svo er það EE kremið frá Estée Lauder sem er eiginlega bara mitt allra uppáhalds stafrófskrem og ég fæ alltaf hrós fyrir húðina mína þegar ég er með þetta á húðinni. Ef ykkur vantar létt litað dagkrem með ljóma og góðri vörn fyrir húðina ykkar í sumar þá er þetta kremið sem þið ættuð að kíkja á!
Að öðrum grunnvörum voru þær sömu í notkun hjá mér í maí og í apríl eða í mestri notkun alla vega. Ég elska Lumiére Velvel farðann frá Chanel, hann hentar mínu litarhafti virkilega vel og svo er Magic Concealerinn frá Helenu Rubinstein svo dásamlegur og ég bara get ekki lagt hann frá mér. Ég elska hvað ég þarf ekki að nota mikið af hyljaranum í hvert sinn eiginlega bara lítið sem ekkert. Svo er það highlighterinn frá Make Up Store sem hefur á stuttum tíma orðið að þessari ómissandi vöru í snyrtibuddunni minni. Nýja tvöfalda púðrið frá Bobbi Brown mætir svo í búðir á morgun – það er úr sumarlínu merkisins og ég nota brúna litinn í skyggingar og plómulitinn á kinnarnar og fullkomna svo áferðina með highlighternum. Sculpting burstinn frá Real Techniques er svo væntanlegur hér á Íslandi og hann nota ég í öll púðrin mín þessa daga, hann er svo mjúkur! Nýji augabrúnaliturinn frá Bobbi sem ég sýndi ykkur í maí er svo í miklu uppáhaldi og stöðgri notkun.
Á neglurnar er það svo vinkona mín Essie sem er alltaf í notkun og litirnir hér fyrir ofan eru þeir sem ég var langmest með í mánuðinum og helst af því ég þurft bara ekkert að skipta því þeir haldast svo lengi á! Aðrar vörur sem haldast þær sömu mánuð frá mánuð er Lash Sensational maskarinn og STELLA eau de Toilette – alveg dásamlegur ilmur!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg