fbpx

Skemmtilegur dagur framundan…

Íslensk Hönnun

Já það er sko nóg um að vera í dag. Tveir mjög skemmtilegir viðburðir fara fram klukkan 17:00 í dag og þeir eru báðir tengdir íslenskri hönnun.

Annar viðburðurinn tengist fallega barnafatamerkinu As We Grow. Ég er mikill aðdáandi þessara fallegu íslensku barnahönnunar en Tinninn minn á föt frá þeim sem hann notar óspart. Í kvöld munu þær sem standa að As We Grow efna til söfnunar til styrtar Barnaspítala Hringsins en til sölu verða húfur og treflar frá merkinu. Mig langar mikið í röndótta trefilinn sem þið sjáið á myndinni fyrir Tinna. Þessa trefla fengu þær sent óvænt frá konunum sem sjá um að prjóna flíkurnar fyrir þær í Perú. Þær ákváðu nefninlega að gera eitthvað úr afgöngunum af efnunum svo það væri hægt að nýta allt saman:) Mér finnst svo gaman þegar flíkur hafa svona skemmtilega sögu á bakvið sig.

adventukvold copyAuk þess munu svo Steinunn Vala hjá Hring eftir Hring og vöruhönnuðurinn Jón Helgi frumsýna nýja skartgripalínu sem nefnist Hryggur. Línan er fyrsta samstarfsverkefni þessa hæfileikaríka fólks og ég hlakka mikið til að sjá það sem þau hafa verið að gera saman. 1463079_631220190269632_302226630_n-1

Það er nóg að gerast í dag og ég hvet ykkur til að kíkja á þessa skemmtilegu viðburði – sjálf ætla ég að reyna að mæta á báða staði :)

EH

Hátíðarneglur #2

Skrifa Innlegg