fbpx

Hátíðarneglur #2

JólagjafahugmyndirneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniOPI

Jæja þá er hún loksins mætt í verslanir jólalínan frá OPI sem ég er búin að vera að slefa yfir síðan ég fékk litaspjaldið með testerum af lökkunum í línunni.

Samtals eru þetta 18 mismunandi naglalökk og þar af eru 6 litir í Liquid Sand lökkunum sem ég er svo ótrúlega hrifin af. Ég fékk að testa nokkra liti og þar af fékk ég mini sett pakkann úr línunni sem inniheldur þrjú mini Liquid Sand naglalökk. Þetta eru ótrúlega krúttleg og sæt naglalökk sem er sniðugt að kaupa fyrir þær sem langar í nokkra liti og eru duglega að skipta um þá. Þá vill maður kannski ekki vera að kaupa sér þessi stóru sem maður nær kannski ekki að klára.jól13opi4 jól13opi5

Eins og þið sjáið inniheldur kassinn, svart, silfurlitað og blátt naglalakk. Leiðbeiningar sem fylgja með lökkunum segja til um það að fyrst eigi að setja base coat á neglurnar og svo tvær umfeðir af naglalakki. Ég mæli með því að þið setjið alltaf base coat á neglurnar. Yfirborð naglanna verður fallegra og það verndar neglurnar t.d. fyrir því að litur frá naglalökkum festi sig í yfirborði naglanna. Svo finnst mér reyndar alltaf líka auðveldara að taka naglalökk af ef ég er með base coat undir þeim.

Hér sjáið þið prufurnar mínar af þessum þremur litum…

jól13opiÉg var lang spenntust fyrir að prófa þennan svarta. Ég setti hér fyrir ofan tvær umferðir en ég held ég hefði eiginlega átt að setja eina í viðbót svo liturinn yrði þéttari mér finnst hann heldur glær en það er auðvelt að byggja litinn upp og fljótlegt því Liquid Sand lökkin þorna á örstuttum tíma. Þessi litur heitir Emotions.jól13opi2Silfraði liturinn kemur mjög vel út. Hann er eiginlega tvílitur því inná milli fínu glimmeragnanna eru stærri agnir sem eru líka dekkri en hinar. Liturinn heitir I’ts Frosty Outside.jól13opi3Blái liturinn sló alveg í gegn hjá mér – þessi litur finnst mér æðislegur en kannski er lítið beint hátíðlegt við hann kannski ekki jóla en þessi er flottur fyrir áramótin. Hann er ábyggilega sjúkur við t.d. silfraðan áramótakjól :) En liturinn heitir einmitt Kiss me at Midnight.

Liquid Sand lökkin bera af í þessari línu finnst mér eiginlega en ég á þó eftir að sína ykkur fleiri liti bæði af venjulegu lökkunum og Liquid Sand. Hér sjáið þið skemmtilega samsetta mynd af litunum í línunni :)

opi-mariahcarey-holiday-liquidsandLínan mætti í Hagkaup Smáralind í gærkvöldi og er að dreifast á milli verslana þessa stundina :)

EH

 

 

 

Magnea Einars - væntanlegt í JÖR #2

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    4. December 2013

    Mjög falleg lökk… hefði verið til í eitt vínrautt líka:)

  2. Soffía Rós Stefánsdóttir

    4. December 2013

    Mig langaði til að spyrja þig hvort þú hefðir prufað lorac pro augnskuggana, og ef svo hvernig eru þeir?

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. December 2013

      Nei því miður, þá hef ég ekki prófað svo ég get ekki hjálpað þér þar. Ég myndi samt hiklaust ef ég væri þú bara fara og googla þá vel og lesa umsagnir sem kaupendur hafa skilið eftir sig :)

  3. Hólmfríður

    5. December 2013

    Veistu nokkuð verðið á naglalakkakassanum?

  4. Hilrag

    5. December 2013

    oh lala! skvísulökk!

    xx

  5. Harpa Sævarsdóttir

    8. December 2013

    Þau voru ansi fljót að hverfa úr Hagkaup litlu boxin! :) Búin að fara í nokkrar verslanir og boxin búin, greinilegt að maður verður að vera duglegri að fylgjast með blogginu þínu til að ná að bruna strax í næstu verslun og næla sér flottu hlutina sem þú segir frá á blogginu ;)