fbpx

Sjarmerandi kinnar

Ég Mæli MeðGoshHúðNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég hef nú eflaust ekki sagt það sjaldan að ég elska kinnaliti og bara allt við þá. Mér finnst ég aldrei tilbúin fyr en kinnaliturinn er kominn á. Ég gæti t.d. vel sleppt því að vera með maskara (enda með kolsvört augnhár) en aldrei án kinnalitarins. Ég hef alltaf verið sá förðunarfræðingur sem talar mjög hátt um mikilvægi kinnalitarins og reynt að hafa áhrif á lesendur og nemendur eins mikið og ég get. Kinnaliturinn gerir svo mikið ef hann er notaður rétt og í réttu magni.

Ég hef alltaf t.d. heillast af förðunum áströlsku leikkonunnar Margot Robbie á rauða dreglinum hún er mjög dugleg að skarta fallegum kinnalit og virðist yfirleitt velja sér bleiktóna liti sem draga fram það besta við hennar andlit. Hér sjáið þið nokkrar myndir sem ég týndi saman til að gefa okkur smá innblástur fyrir sjarmerandi kinnar.

Besta meðal við veikindum og þreytu er fallega bjartur kinnalitur sem lífgar uppá ásýnd andlitsins. Ég nota sjálf langmest krem kinnaliti því þá er svo einfalt að nota og eiginlega einfaldast að nota bara fingurnar í þá.

kinnar

Hér nota ég fallegan, bjartan kinnalit sem ég fékk frá Gosh þegar ég var að setja saman Reykjavík Makeup Journal – já ég verð að sjálfsögðu að breiða kinnalita boðskapnum mínum í gegnum tímaritið en ekki hvað!

kinnar5

Hér sjáið þið kinnalitinn sem ég notaði, stiftið er frá Gosh og það heitir Giant Blush og er stifti með fallegum kremkinnalit sem kemur í nokkrum litum og svo þegar þig vantar meiri lit þá skrúfarðu bara endann á honum og upp stekkur meiri litur.

kinnar4

Ég strauk stiftinu yfir epli kinnanna, ekkert endilega fara of sparlega með litinn enda á hér við því meira því betra!

kinnar3

Svo nota ég bara hendurnar til að dreifa úr litnum, þá er gott að doppa bara fingrunum yfir litinn og sérstaklega til að útmá útlínur hans og mýkja litinn aðeins. Það má líka alveg strjúka aðeins uppí mótið til að fá líka highlight á kinnbeinin.

kinnar2

Alveg heilluð af þessum fallega kinnalit. Kremaðir kinnalitir eru einfaldir í notkun og það er sjaldan sem hægt er að klúðra málunum með þá. Líka ef þið setjið of mikinn lit þá doppiði bara svampi t.d. yfir litinn sem þið viljið draga úr og hann hverfur smám saman. Krem kinnalitiri finnst mér líka mjög náttúrúlegir því þeir gefa smá ljóma sem er í takt við það sem gerist þegar við roðnum náttúrulega.

Nú þegar farið er aðeins að vora og sólin farin að vera alltaf smám saman hærra og hærra á lofti þá er leyfilegt að auka smám saman við kinnalitinn svo go nuts og takið ráð úr bókum Margot Robbie!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Síðustu dagar á Instagram

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sigrún Eygló Fuller

  2. February 2015

  Er þessi frá Gosh mættur í búðir? Hef ekki séð hann en langa að prófa

  • Reykjavík Fashion Journal

   3. February 2015

   Ef þú finnur hann ekki er hann ábyggilega bara rétt ókominn – ég hélt hann væri kominn en ég gæti alveg verið í rulginu eins og oft áður:) en hann er þess virði að bíða eftir ég fæ endlaus hrós hvað ég lít vel út þegar ég er með þennan lit – meirað segja þegar ég var með pestina! ;)

   • Snædís Kristmundsdóttir

    3. February 2015

    Ég fór allavega í Lyfju í Smáralind í dag að leita að honum en hafði ekki erindi sem erfiði. Bíð spennt eftir að geta fjárfest :).