fbpx

Síðustu dagar á Instagram

Lífið MittTinni & Tumi

Það er voðalega langt síðan síðasta Instagram yfirferð fór inná síðuna hjá mér og mér finnst sunnudagar alveg fullkominn dagur til að vera með heldur persónulegri færslur. Þetta er voða mikill kósýdagur hjá okkur fjölskyldunni en einmitt núna sitjum við Tinni í sitthvorum enda sófans, ég með tölvuna að leggja lokahönd á Reykjavík Makeup Journal og hann með iPadinn að horfa á Mikka Mús – alveg fullkomið!

Screen Shot 2015-02-01 at 4.41.28 PM

Ég gerði þessa hrikalega gómsætu ommelettu um daginn – rauð paprika, rautt chilli, tómmatar og spínat með eggjum og nóg af osti. Ég elska að nota ferskt grænmeti í ommelettur þær verða bara svo bragðgóðar þannig. Svo finnst mér líka nauðsynlegt að setja slatta af salt og pipar með bara til að gera þessa einföldu máltíð aðeins mera grand!

Screen Shot 2015-02-01 at 4.41.14 PM

Hér sjáið þið nýjar vörur frá Biotherm ásamt nokkrum klassískum frá merkinu. Ég er svakalega hrifin af vörunum frá Biotherm því þær eru svo skemmtilega litríkar, þær skila sínu verki vel frá sér, það er frábært úrval af vörum fyrir allar húðtýpur, karla og konur á öllum aldri. Ég ætla að segja ykkur meira frá þessum vörum núna í vikunni – ég er búin að vera að nota æðislegt olíukrem frá merkinu núna í nokkra daga og ég er alveg in love!

Screen Shot 2015-02-01 at 4.41.05 PM

Beautyblender í allri sinni dýrð – ég er búin að vera að prófa mína og þeir eru æði! Ætla að gera betri færslu um þá vonandi í vikunni og jafnvel að taka upp myndband.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.40.54 PM

Myndataka fyrir Reykjavík Makeup Journal. Hér sjáið þið mynd af húðvörum sem eiga heima á náttborðinu, vörurnar eiga það allt sameiginlegt að næra húðina vel fyrir svefn og hjálpa húðinni að næra sig á nóttunni.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.40.44 PM

Við fórum í fyrstu fjölskyldubíóferðina um daginn, við sáum Paddington og þetta er alveg frábær mynd. Tinni hefur ekki hætt að tala um bangsann síðan og hann sat og horfði á alla myndina. Myndin er æði og ég mæli eindregið með henni!

Screen Shot 2015-02-01 at 4.40.32 PM

Elska gráu litina úr Fifty Shades of Grey línunni frá OPI – HÉR sjáið þið meira um línuna.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.40.04 PM

Fallegi nýji múmínbolli heimilisins, hér er slegist um að fá að drekka úr þessari fegurð sem er nú komin í sölu í flestum búðum hér á landi sem selja bollana.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.39.54 PM

Tinni Snær klemmdi sig um daginn og fékk plástur til að hjálpa aðeins taugunum. Það var ótrúlega fyndið að sjá hann með plásturinn, hann hlýfði hendinni og lét eins og hann væri stórslasaður þetta var hrikalega sætt! Svo datt plásturinn af og það var eins og ekkert hafði gerst :)

Screen Shot 2015-02-01 at 4.39.40 PM

Þessi glæsilega kona er með grein í Reykjavík Makeup Journal. Greinin er ein af mínum uppáhalds í öllu blaðinu og ég hef trú á því að hún muni vekja mikla lukku hjá lesendum líka.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.39.19 PM

Hér sjáið þið mynd úr maska myndaþættinum sem verður í Reykjavík Makeup Journal – hér er það Volcanic Ash Exfoliator frá MAC sem er í raun skrúbbur en mér finnst hann bara svo æðislegur að hann varð að fá að vera með.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.39.05 PM

Dressmynd úr myndavélinni – hér er eitt af heilum dressum úr Vero Moda minni á Canon vélina fínu.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.38.51 PM

Við Aðalsteinn fórum og fengum okkur súrdeigpizzur á uppáhaldsstaðnum okkar Coocoo’s Nest og vá þetta eru bestu pizzur sem ég hef smakkað hér á landi og ég mæli eindregið með þeim. Við fórum aftur daginn eftir!

Screen Shot 2015-02-01 at 4.38.41 PM

Fallegu fínu bækurnar mínar sem ég pantaði af Amazon – ég er rosalega ánægð með þær allar en þær eiga það sameiginlegt að vera eftir mjög flottar kvenkyns fyrirmyndir.

Screen Shot 2015-02-01 at 4.38.31 PM

Blurrað skot af því þegar ég raðaði upp Reykjavík Makeup Journal. Blaðið fer í yfirlestur annað kvöld og svo í prentun á miðvikudaginn. Útgáfudagur er svo loks þann 12. febrúar og ég iða í skinninu fyrir þeim degi. Ég held að þetta verði aldrei leiðinlegt, að fá í hendur blaðið sitt fína!

Eigið góðan sunnudag og byrjið nýja vinnuviku með nýjum draumum og markmiðum***

EH

p.s. ég er @ernahrund á Instagram og öllum er frjálst að fylgja mér þar.

Á náttborðinu

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sirra Guðnadóttir

  1. February 2015

  Langar að smakka þessar pizzur!

 2. Spurning

  1. February 2015

  Fer Reykjavík Makeup Journal ekki á síðuna?

  • Reykjavík Fashion Journal

   2. February 2015

   Jú það er aðgengilegt á netinu líka í gegnum heimasíðu Hagkaupa :) Linkurinn fer inná síðuna að sjálfsögðu!