Hönnuðurinn Sigga Maija sýndi í fyrsta sinn á RFF í ár undir sínum eigin merkjum. Ég veit alltof lítið um þennan skemmtilega hönnuð sem hefur víst verið að vinna fyrir bæði JÖR og Kron Kron. Sýningin var fersk og skemmtileg og smá 60’s/70’s fílingur í línunni.
Ég er ástfangin af förðuninni sem Guðbjörg Huldís hannaði sem kom svo svakalega vel út á sviðinu – hér sjáið þið smá af því sem var í gangi…
Mjög skemmtileg lína sem skar sig vel frá hinu. Fallegar yfirhafnir, buxur sem voru með rennilás niðureftir kálfunum – sjúklega flott smáatriði og skemmtileg og djörf print.
Hlakka til að sjá meira frá Siggu Maiju í framtíðinni.
EH
Skrifa Innlegg