fbpx

Septemberlúkkið frá Make Up Store

FashionMake Up StoremakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

September línan í Make Up Store nefnist í ár Scream og einkennist af smá skemmtilegum goth fíling. Litirnir eru einstakir og koma sérstaklega á óvart. Ég fékk sýnishorn af vörum úr línunni til að sýna ykkur en lúkkið er frekar óhefðbundið þó ég segi sjálf frá en stundum er bara gaman að blanda saman ólíkum litum og prófa að gera eitthvað skemmtilegt :)

mussept7

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk að prófa:

Blautur glimmereyeliner í litnum LUX – varagloss í litnum Atomic – naglalakk í litnum Jimmy – Microshadow í litnum Attitude – Microshadow í litnum Louder – Lipstick Pen í litnum Boysenberry.

mussept3

Plómuliturinn fór yfir allt augað eins og þið sjáið hér. Augnskugginn heitir Louder og hann er alveg fullkominn brúntóna plómulitur sem er með örlitlu glimmeri í og mun gagnast mér vel héðan af í skyggingar.

Græni liturinn, attitude kom mér skemmtilega á óvart, þetta er fallegur blátóna grænn litur sem ég setti bara aðeins meðfram neðri aunghárunum.

Svo setti ég blautan, svartan eyeliner og þegar hann var þornaður fór græni glimmer linerinn yfir línuna. Liturinn heitir Lux og hann nýtur sín því miður alls ekki nógu vel á þessari mynd – ég náði bara í þetta sinn ekki góðri nærmynd af augunum.

Þið verðið að afsaka hárið mitt á þessum myndum – það átti sko ekki góðan dag þarna :D

mussept

Ég er alveg dolfallin yfir þessum fallega varalit eða réttara sagt varablýant en liturinn er sjúklega þettur en áferðin minnir á þéttan og kremaðan varalit með einstaklega flottum litapigmenum. Litatónninn sjálfur er berjarauður með hint af bleiku í.

Ég týmdi eiginlega ekki að setja Atomic glossinn yfir en ég ákvað þess þá heldur að geyma hann bara í sér færslu:)

mussept4

Grunnurinn fyrir andlitið á þessum myndum eru líka vörur frá Make Up Store. Ultra Light Foundation fljótandi farðinn er einmitt það – sjúklega léttur. Farðinn er kreistur út úr umbúðunum og borinn á með svampi sem er á enda umbúðanna. Svampurinn er ótrúlega þéttur og fullkomnar þessa léttu og flottu áferð. Ég er að sjálsögðu með ljósasta litinn af farðanum – hann er næstum því alveg gulur eins og ég vil hafa farðana mína.

Illuminizer highlighterinn toppar svo allt og er einn af fallegustu highlighterum sem ég hef séð og þið verðið eiginlega að fara og kíkja á hann en ég vara ykkur við þið fallið fyrir honum. Hér nota ég hann sem skyggingu í andlitið – undir kinnbeinin, meðfram kjálkanum og meðfram hárlínunni. Ég held hann sé líka ótrúlega fallegum á húðina þegar maður er búinn að setja smá sjálfbrúnku á líkamann og í andlitið.

Þó svo það sé nú sáralítið eftir af september eru vörurnar auðvitað fáanlegar áfram en must have að mínu mati úr þessari línu er fallegi plómulitaði augnskugginn og Lipstick Pen í þessum fallega berja lit – mér finnst hann alveg æðislegur og það er svo þægilegt að bera hann á sig!

Svo er nú ekki langt í október línuna sem ég hlakka til að skoða betur:)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Detailar í herberginu hans Tinna Snæs

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Hafdís

    30. September 2014

    Ótrúlega flottur varalitur!! En mér finnst hárið þitt einmitt svo lifandi og fallegt á myndunum :)

  2. Inga Rós

    30. September 2014

    Geggjaður varalitur og augnskuggi. Finnst fara þér svo vel svona moody varalitir…ef þú skilur mig :)

  3. Rut R.

    4. October 2014

    Bíð spennt eftir Atomic færslu :D