fbpx

Sannkallað Öskubuskuævintýri

FashionFræga Fólkið

Ég tók andköf þegar ég sá leikkonuna Lupitu Nyong’o á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni sem er í gangi núna á RÚV. Freyr Gígja fær mikið hrós frá mér fyrir að vera með allar tískufréttirnar á hreinu!

Það fór í alvörunni sælu hrollur um mig þegar ég sá Lupitu í fallega heiðbláa Prada kjólnum sínum. Hún er fullkomin og stjarna kvöldsins að mínu mati. Langflottasti kjóllinn og ég er ekki einu sinni búin að sjá alla, þeir skipta bara engu máli lengur – hún er óumdeilanlegur sigurvegari kvöldsins í kjóladeildinni.

Ég ákvað að týna saman nokkrar myndir af uppáhaldinu mínu sem voru merktar með nafinu hennar á Instagram.Screen Shot 2014-03-03 at 12.42.59 AM Screen Shot 2014-03-03 at 12.43.33 AM Screen Shot 2014-03-03 at 12.44.10 AM Screen Shot 2014-03-03 at 12.44.45 AM Screen Shot 2014-03-03 at 12.45.18 AM Screen Shot 2014-03-03 at 12.45.59 AM Screen Shot 2014-03-03 at 12.46.40 AM Screen Shot 2014-03-03 at 12.47.35 AMScreen Shot 2014-03-03 at 12.49.54 AMÞað er ekki af ástæðulausu sem titillinn á þessari færslu er sóttur í eina af mínum allra uppáhalds teiknimyndum. Lupita hefur borið af í stíl og kjólavali á rauða dreglinum síðustu vikur og stílistinn hennar á mikið hrós skilið. Nýlega landaði Luptia með hjálp stílistans samningi hjá Miu Miu svo það kemur mér svo sem ekki á óvart að sjá hana í kjól frá Prada í kvöld. Kjóllinn minni líka óneitanlega á Öskubuskukjólinn og hárgreiðslan toppar prinsessu lúkkið.

Lupita segist sjálf hafa tekið þátt í að hanna kjólinn ásamt tískuhúsinu og stílistanum hennar en liturinn, Nairobi blár, er sóttur til æskunnar hennar en hún segir að þessi litur hafi einkennt uppeldisárin hennar. Ég held svo mikið með henni í kvöld – gyllta styttan myndi smellpassa við þennan kjól, verst er að Jennifer Lawrence sem er tilnefnd í sama flokki og hún. Jennifer er stórkostleg í American Hustle sem þið hafið vonandi séð.

Tískugúrúar heimsins eru þó ekki sammála um það hvort hárbandið sé málið en mér finnst heildarlúkkið fullkomið og Lupita í Prada kjólnum sínum er fullkominn endir á þessu yndislega ævintýri Lupitu. Núna hefst bara það næsta – hlakka til að fylgjast með þessari stjórstjörnu í framtíðinni.

Hvað finnst ykkur – fær þessi eins og eitt Like?

Annars er ég enn í fullu fjöri og hlakka til að fylgjast með rauða dreglinum og hátíðinni sem byrjar eftir tæpan klukkutíma. Ég sit uppí sófa með skrifblokk og penna og skrifa niður kjólana og glósa smá fyrir færslu morgundagsins.

Góða skemmtun ef þið eruð enn vakandi :)

EH

Ég hlakka svo til!

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Sæunn

  3. March 2014

  Ó ég var í sömu sporum. Hún virðist ekki stíga feilspor. Hún og Jared Leto er flottust!

 2. Íris Björk

  3. March 2014

  Ooo vá ég er svo sammála þér ! gullfallegur kjóll og gullfalleg leikona.

 3. Helga

  3. March 2014

  Gullfallegur kjóll, hefði hinsvegar valið mér kjól sem er ekki með V niður á nafla verandi með svona bringu. Finnst bringan draga of mikla athygli frá henni.

 4. Dóra

  3. March 2014

  Já kjóllinn er æðislegur. Fyrir hvað var hún tilnefnd?

 5. Elísabet Gunnars

  3. March 2014

  Gordjöss!

 6. Pattra S.

  3. March 2014

  Dásamleg falleg og elegant er hún Lupita alltaf hreint!