Mikið er ég farin að verða spennt fyrir RFF sem er nú búið að gefa út að muni fara fram dagana 14.-16. mars. Í ár verður RFF haldin á sama tíma og Hönnunarmars svo hér verður sannkölluð tískuhátíð og án efa nóg að gera hjá okkur Trendnetingunum. Ég er alla vega komin með brjóstapumpu og til i fjörið – í versta falli tek ég Rachel Zoe á þetta og mæti bara með Tinna enda þarft að kynna frumburðinn sem fyrst fyrir heiminum og umhverfinu sem mamma hans þrífst best í.
Hátíðin fannst mér heppnast ótrúlega vel í fyrra – fyrsta hátíðin sem ég tók almennilega þátt í, reyndar bara sem áhorfandi – svo ég er sérstaklega ánægð að sjá að hún Þórey Eva Einarsdóttir hafi ákveðið að halda áfram sem framkvæmdastjóri hennar. Nú er bara spennandi að sjá hvernig fyrirkomulagið á sýningunum verður og sérstaklega hverjir verða að sýna!
Hér eru nokkrar myndir frá hátíðinni í fyrra en þá fékk nýja myndavélin fyrst almennilega að njóta sín – en ég er samt miklu klárari núna svo myndirnar í ár verða ennþá betri…..;)
Mér finnst líka svolítið krúttlegt að sonur minn sem liggur svo friðsæll í vöggunni sinni við hliðiná mér þessa stundina var lítil baun í maganum á mér á myndunum hér fyrir ofan <3
EH
Skrifa Innlegg