fbpx

RFF Spurt&Svarað: Guðbjörg Huldís

BaksviðsFashionMACMakeup ArtistRFF

Þá styttist í RFF fjör ársins og ég ætla sko að skrifa mig í gegnum það einhent af bestu getu og ná vonandi að opna fyrir ykkur hinn dásamlega förðunarheim sem umlykur hátíðina. Ég er með planaðar alls konar skemmtilegar færslur næstu dagana og ég hlakka til að deila þeim með ykkur sem og að sjálfsögðu baksviðs stemmingu hátíðarinnar í ár. Eins og síðustu ár mun ég starfa náið með MAC baksviðs og dæla inn skemmtilegum myndum.

 

En nú er ekki seinna en vænna en að starta þessu með ómissandi viðtali við annan af tveimur leiðandi förðunarmeisturum hátíðarinnar hana Guðbjörgu Huldísi. Guðbjörg Huldís er ein af þessum einstöku konum úr förðunarheiminum hún er uppfull af ástríðu fyrir förðun og að fylgjast með henni vinna er fyrir mér eins og að fá tækifæri til að fylgjast með fremstu listamönnum heims að störfum. Ég hef lært rosalega mikið af því bara að horfa á hana vinna og sérstaklega hef ég lært hvað minnstu smáatriðin geta skipt höfuð máli. Hún er svakalega nákvæm í öllu sem hún gerir og að horfa á hana leggja lökahönd á farðanir er bara magnað. Mér finnst líka dáldið skemmtilegt að við Guðbjörg erum tengdar dáldið skemmtilegum böndum en af mér óafvitandi keyptum við Aðalsteinn gömlu íbúðina hennar og það hefur verið alveg ómetanlegt að heyra frá henni sögur af góðri orku og góðum tímum hér í S85.

En nú er ég búin að ranta nóg – nú er komið að Guðbjörgu Huldísi…

1239930_10151955536757448_360690404_n

Hvernig leggst RFF í þig þetta árið?

RFF leggst mjög vel í mig þetta árið. Þar sem þetta er í fjórða skiptið sem ég er með sýningar er ég búin að læra vel á undirbúningsferlið og tek góðan tíma í það. Það er ótrúlega gaman að vinna með þessum flottu hönnuðum, brainstorma með þeim og búa til karakter sem fer vel með línunni þeirra.

Hvaða hönnuði sérð þú um?

Þetta árið er ég að vinna með Magneu, Siggu Maiju og Another Creation.

siggamaija10-620x413

Guðbjörg Huldís sá um förðunina fyrir Siggu Maiju á RFF í fyrra – tryllingslega flott lúkk!

Hvernig verður förðunin fyrir sýningarnar til, hverju þarf að huga að fyrir hvert merki?

Ferlið er venjulega þannig að ég skoða línuna þeirra, fæ tilfinninguna fyrir henni og vinn með hana. Við setjum saman storyboard og svo vinn ég úr þeim upplýsingum og set saman look.  Svo gerum við test með módeli og prufum áherslur, áferð og tilfinninguna þar. Það sem þarf að huga að fyrir hvert merki er að ná fram looki sem fer vel með heildarlooki og passar inní. Stundum er make uppið hlutlaust og fallegt og stundum er það sterkt og tekur athygli til sín. Mjög misjafnt eftir hvernig línan er og hvernig “saga” sýningarinnar er. Þetta vinn ég með hverjum hönnuði fyrir sig og finn út hvað á við í það skiptið. Lookið er hluti af heild sem hefur sögu en ekki bara eitt og sér. 

Hver var innblásturinn fyrir lúkkin?

Innblásturinn er alltaf aðalllega línan sem ég vinn með. Litirnir, áferðin og tilfinningin. Svo líka sviðsmyndin, lýsingin, tónlistin og atmoið.  Svo er gott að gera trend úttekt í make uppi fyrir komandi season til að sjá hvert straumar stefna og svo er MAC-ið líka mikill innblástur með öllum sínum litum, áferðum og vörum. 

Hér sjáið þið lúkkið fyrir fyrir Magneu frá RFF í fyrra en Guðbjörg sá líka um að gera lúkkið fyrir Lookbook myndatökuna hennar Magneu þar sem Aldís Páls sá um að taka myndir!

Hvaða 5 vörur frá MAC eru ómissandi í kittið þitt fyrir RFF?

Þær fimm vörur sem eru ómissandi frá MAC fyrir RFF eru: 

RFFGuðbjörg

1. Fast Response Eye Cream… nauðsynlegt í að preppa módelin.

2. Face&Body foundation.. þetta meik gerir alltaf sitt, í andlit, á hendur og fótleggi. Falleg náttúruleg áferð, sest vel og hægt að byggja upp ef þarf. 

3. Mixing Medium Shine… þetta húð gloss hefur marga möguleika í notkun og kemur sterkt inn þetta árið á ýmsa vegu.

4. Pro longwear concealer… frábær hyljari sem hægt er að nota á marga vegu. Hefur fallega semi matta áferð. 

5. Set Powder in Porcelain… ofur létt litlaust púður sem sést ekki á húðinni. Mattar á fínan hátt.

Ég tók upp smá myndskeið af Guðbjörgu á RFF í fyrra hér er hún að gera lúkkið fyrir Magneu – sjáið einbeitinguna – ég gæti horft allan daginn!

Hvað tekur svo við eftir RFF?

Það sem tekur svo við eftir RFF er smá pása sem er kærkomin þar sem seinustu vikur hafa verið ansi pakkaðar en svo eru nokkur verkefnið sem eru pensluð seinna í mánuðinum ss. auglýsingar og shoot. 

Hvernig dekrar þú við húðina þína eftir langa vinnutörn?

Nú er ég einmitt inní miðri törn og sífellt á hlaupum. Húðin fer í skrall og ekki er veðrið að hjálpa.  Þá er ég dugleg að setja á mig rakamaska og er með týpur sem ég skiptist á að nota.  Dermalogica  Skin Hydrating Masque sem er fyrir þurra og stressaða húð og róar húðina og gefur gló. Ren Glycolactic Radiance Renewal Mask er ég nýbúin að uppgötva og nota til að fríska húðina við ca einu sinni í viku. Sá þriðji er Embryolisse Hydra Masque sem er alger rakabomba og ég sef oft bara með hann og nota oftar en einu sinni í viku. Aesop Parsley Seed olia er frábær líka fyrir svefninn með dásamlegri lykt af kamillu og lavender. Svo nota ég Embryolisse Embryoderme krem sem er mjög “rich” og hentar vel fyrir allann þurrkinn. Þessum vörum rótera ég eftir fíling. 

siggamaija11-620x413

Hvaða förðunartrend sérð þú fyrir þér að verði áberandi í vor?

Það sem ég hef séð fyrir vorið í förðunartrendum er td. húðin er að mattast aðeins. Heldur samt örlitlu gló, meira svona flauelisáferð. Ótrúlega einföld look í gangi þe. léttir tónar allstaðar og litir útí pasteltóna. Húðin látin njóta sín þó svo hún sé mattari. Meikin eru létt. Orange og rauðir varalitir eru inni og einnig útí fjólubláableiktóna. Grænn, blár og gylltir augnskuggar og frekar mattir.  Svo virðist sem sterkar augabrúnir séu á undanhaldi en náttúrulegar og jafnvel litlausar meira inn. Íslenskar stúlkur og konur eru mjög fljótar að tileinka sér trendin og ég sé fyrir mér að þær verði duglegar að pikka út heildartrendin. 

Geturðu deilt góðu förðunarleyndarmáli sem hefur nýst þér vel með lesendum að lokum.

jaa.. förðunarleyndarmálið.. Fyrir mig er það sem gerist allra fyrst í förðunarferlinu þe. fer fyrst á húðina. Gott augnkrem eins og MAC Fast Response Eye krem er nauðsynlegt og rakakremið Embryolisse Lait Créme Concentré get ég ekki sminkað án, hvort sem er karlar eða konur. Förðunin verður einhvernvegin mun áferðafallegri og endist mun betur. 

1545018_10151864486821463_653333276_n-620x413

Hér sjáið þið svo glæsilegu dömurnar tvær sem eru fyrirmyndir mínar og svo margra annarra í förðunarheiminum! Ég get ekki beðið eftir að fylgjast með þeim in action á föstudag og laugardag – og bara hitta þær núna seinna í kvöld þar sem ég ætla að fá að vera fluga á vegg í workshopi fyrir MAC :)

Takk fyrir spjallið kæra Guðbjörg – æðislegur og fræðandi lestur eins og alltaf!***

EH

Spjallað við fólkið á bakvið forsíðuna

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Ástríður Magnúsdóttir

    11. March 2015

    Vídjóið sem synir GUðbjörgu er private! Flott grein :)