fbpx

RFF Makeup – Fyrir Hlé

BaksviðsMACmakeupMakeup ArtistRFF

Það er ekki síður vandasamt verk að hanna makeup fyrir frumsýningar fatalína – förðunin þarf að passa við fötin, við árstíðina sem lína tilheyrir og um leið er ekki verra ef sköpunargleði makeup artistans fær að njóta sín við gerð hennar líka. Mér fannst forvitnilegt að fá að vita hvaða innblásturinn fyrir farðanirnar á RFF kom og fékk upplýsingar frá Fríðu Maríu og Guðbjörgu Huldísi sem mig langaði að deila með ykkur. Hér er smá um farðanirnar sem voru á sýningunum fyrir hlé.

Andersen & Lauth:Fríða María, segist hafa ákveðið að fara útí smá grunge fíling í förðuninni og skapa með því mótvægi í förðuninni á móti flíkunum sem voru samblanda af rokki og glamúr. Húðin var fersk og falleg með léttum gljáa, augun skyggð með rauðbrúnum glossy lit og andlitið fékk létta skyggingu. Til að fá fríska og gljáandi áferð á andlit fyrirsætanna ákvað hún að nota varalit á augun og í kinnarnar til að skyggja með og til að highlighta. Svo notaði hún mattan kremkinnalit á varirnar í berjabrúnum tón sem mótvægi við allan glansinn, hún segir það hafa gefið lookinu aukna dýpt, þroska og gert það vetrarlegra. Mér fannst förðunin virkilega vel heppnuð og fór heildarlúkkinu mjög vel. Ég fíla þegar snyrtivörur eru notaðar á annan hátt en er gert ráð fyrir við gerð þeirra, sbr. að nota varalit sem augnskugga. Undanfarið hef ég verið ótrúlega hrifin af svona rauðum tónum í kringum augun og ég fíla þegar eyelinernum er sleppt – stundum þurfa þau bara alls ekki þá skerpingu. Mýktin yfir augunum passaði vel við rómantíska töffarann sem labbaði niður eftir pallinum hjá Andersen & Lauth.

REYGuðbjörg Huldís, innblásturinn kom frá 7. áratugnum og lykilorðin voru veraldarvörn, quirky kona. „Við vildum minimalískt look, dewy húð og einfaldleika”. Markmiðið var að nútímavæða 60’s fílinginn. Til að fá dewy lúkkið á húðina notaði hún mikið gloss en hún segir að það að nota gloss á húðina sé vinsælt núna og verði það áfram og ennþá meira í haust – innsk. EH, ég verð að prófa það! – Hún setti glossinn á augnlokin og kinnbeinin. Engin skygging var í húðinni heldur var línan á augunum fókuspunkturinn.Mér fannst förðunin virkilega flott og vel gerð, það er hægara sagt en gert að ná förðun eins og þessari þar sem smáatriðin eru í aðalhlutverki eins á öllum fyrirsætum og makeup artistarnir unnu vel saman til að láta þetta lúkka vel. 

Huginn MuninnGuðbjörg segist hafa fengið úr nógu að vinna úr til að fá innblástur fyrir förðunina – en línan sjálf er innblásin úr ryðáferð, brynjum , bókakápum í jaðartónum og gufustrókum. Hún ásamt hönnuði línunnar ákváðu að hafa makeupið mónótónískt á stelpunum, ryðtónn á augnum með örlitlum lemon tón í augnkrókunum,  falleg húð, mattar varir og mikil mýkt í allri blöndun og fá þannig áferðm sem minnti á reyk. Með strákana þá vildi hún halda ófullkomleika og karlmennskunni – svo hún huldi ekki baugana heldur vann hún bara húðina þannig hún yrði dewy og skerpti augabrúnirnar til að gefa smá attitude.Ég er svo skotin í þessum augnskuggum sem þessar örfáu kvenkyns fyrirsætur í Huginn Muninn sýningunni skörtuðu. Mér fannst svo gaman að sjá hvað hann var sterkur og áberandi meirað segja á dökku húðinni hennar Ólafar (fyrirsætan á myndunum). Flott og dreymandi augu og gaman hvað þetta voru svipuð lúkk hjá Huginn Muninn og Andersen & Lauth sem voru samt gerð af sitthvorum makeup artistanum með allt öðrum aðferðum.

Sýningarnar eftir hlé eru svo væntanlegar!

EH

Kinnalitur #6

Skrifa Innlegg