Mömmuleikfimin var æðisleg og gerði mér svo mikið gott! Það var eitt sem mér fannst þó óþolandi á morgnanna áður en ég fór í tímana en það var að reyna að finna föt sem ég gat hreyft mig í. Ég veit ekki með ykkur en ræktarfötin mín samanstanda af alltof stórum og víðum Henson æfingabuxum og alls konar bómullarstuttermabolum sem eru aldrei notaðir nema þegar ég er að þrífa íbúðina og já í leikfimi. Eftir að hafa unnið í þónokkur ár í fataverslunum finnst mér ég ekki þurfa á hjálp að halda þegar ég fer í innkaupaleiðangur en ég held ég verði að átta mig á því að ég kann ekki að velja mér íþróttaföt. Það er bara svo mikið úrval og svo hef ég ekki hugmynd um hvað hentar í þá hreyfingu sem ég er í…
Nú þarf eitthvað að fara að gerast í þessum málum – ég áttaði mig á því þegar ég kom heim eftir einn leikfimitímann og ég var með brunaför á handleggjunum eftir stuttermabolinn sem ég var í. Ég er aðeins búin að vera að líta í kringum mig – einna helst í netverslun Nike – HÉR. Helst vegna þess að mér finnst heimasíðan þeirra svo aðgengileg og svo vann ég gjafabréf hjá þeim í Instagram leik um daginn – það borgar sig að merkja #trendnike ;) Ég setti saman nokkrar flíkur sem heilluðu mig:Ég á reyndar eina Nike Free skó og ég dýrka þá – langar helst í fleiri liti. Skórnir mínir eru svargráir en ég væri til í að eiga eina í skemmtilegum lit fyrir sumarið.
Þetta er aðeins upphafið en í vikunni ætla ég í leiðangur og markmiðið er að fá ráðgjöf fyrir það hvaða föt henta mér í þá hreyfingu sem ég ætla mér. Ég held ég þurfi að fara að hætta að skýla mér á bakvið áreynsluasthmann sem hlýfði mér við leikfimi á menntaskólaárunum. Mig langar að vera hraust mamma sem getur farið út að leika með barninu mínu. Ef ég þekki son minn rétt þá á hann eftir að verða fjörkálfur og ábyggilega ekki mikið fyrir að sitja kjur þegar hann stækkar – þá verður mamman að vera í góðu formi til að hlaupa hann uppi!
Þegar ég birti færlsuna um mömmuleikfimina mína þá fékk þessi mynd hér að fljóta með – hér er ég einmitt í bómullarbol úr Zöru sem ég efast um að hafi verið gerður til að svitna í….
Svo er þetta næsta áskorun – ég ætla að byrja á morgun… Ég á von á því að vera með harðsperrur þessa 30 daga – en er það ekki bara fjör. Samfleytt ætla ég svo að reyna að gera mitt besta til að hætta að drekka sykraða gosdrykki ég er alveg rosaleg gosdrykkjumanneskja og svona mikill sykur getur ekki verið hollur. Við festum kaup á Sodastreamtæki um daginn og þvílíkur lúxus!
EH
Skrifa Innlegg