fbpx

Retractable Bronzer Brush – sýnikennsluvideo

Ég Mæli MeðFörðunarburstarMakeup ArtistMakeup TipsMyndböndNýjungar í SnyrtivöruheiminumReal Techniques

Næsta sýnikennsluvideo fyrir Real Techniques nýjungarnar er fyrir Retractable Bronzer burstann. Þetta er bursti sem ég vissi ekki hvað í ósköpunum ég ætti að gera með. Síðan þá hef ég þurft að éta þær hugsanir ofan í mig þar sem þessi bursti er bara algjör snilld. Ég á það nefninlega til að gleyma því að Real Techniques burstarnir eru að sjálfsögðu fyrst og fremst hannaðir til að auðvelda konum að bera á sig förðunarvörur og til að hjálpa þeim að ná fullkominn útkomu. Síðan þegar ég fór að pæla aðeins betur í þessu þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki beint til neinn RT bursti sem væri sérstaklega fyrir sólarpúður. En hann er til núna, en hann lítur kannski ekki eins út og hinn týpíski sólarpúðursbursti. retactbronzer3

Þetta er stór duo fibre bursti sem mun hjálpa ykkur að gera hina fullkomnu og ósýnilegu skyggingu fyrir andlitið. Ég segi að hún verði ósýnileg vegna þess að burstinn mun hjálpa ykkur að blanda sólarpúðrinu svo vel saman við farðann ykkar að það mun bara varla sjást. Það eina sem verður eftir er falleg, náttúruleg skygging.

Hér sjáið þið hvernig ég nota burstann:

retactbronzerÉg mæli með þessum – ég nota hann á hverjum degi í sólarpúður og ég er alltaf með hann í töskunni minni bara ef ég skyldi þurfa að lappa aðeins uppá lúkkið. Mæli líka með ofurstóra sólarpúðrinu sem ég nota í videoinu það er frá L’Oreal og það dugar bara endalaust.

Ég fékk beiðni um það að birta næst sýnikennsluvideoið fyrir svampinn frá Real Techniques að sjálfsögðu geri ég það en eftir að ég er búin að birta öll nýju Real Techniques videoin þá ætla ég að birta video þar sem ég sýni ykkur hvernig ég þríf burstana mína:)

EH

Annað dress: date night!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Eva S.

  16. March 2014

  Erna, myndbandid er buid hja 2min 14 sec svo heldur afram ad syna bara svort skja thangad til 4 minutur… Eg vildi bara lata thig vita! :) Annars flott video! Takk :)

 2. Bryndís Gunnlaugsdóttir

  16. March 2014

  Snilld – takk – ég verð að eignast svona bursta =)

 3. Sigrún

  18. March 2014

  Afhverju eru myndböndin þín farin að vera svona “blörrí”? eins og vélin nái ekki fókus!

  • ohh, af því ég er að taka uppá nýja myndavél sem súmmar inn og út eins og hún fái borgað fyrir það… Ef eh kann að taka þá stillingu af á Canon EOS M vélum má endilega láta mig vita :D En þetta gerist örfáum sinnum í videounum… Ég þarf bara að næla mér í nýtt hleðslutæki fyrir Sony vélina sem ég tók alltaf upp á og þá bjargast þetta :)