fbpx

Raki í vasanum…

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minni

Hæ ég heiti Erna Hrund og ég er með skraufþurra húð – vissuð þið það kannski? Ég held án gríns að hvert mannbarn viti hver mín húðtýpa er því ég nýti hvert tækifæri til segja frá því:) En ég hef verið extra slæm núna undanfarið útaf kuldanum sem er úti og útaf veikindunum. Húðin mín hefur ekki verið jafn slæm síðan ég var með barn á brjósti og ég nýti hvert tækifæri til að gefa henni meiri raka. Vegna þessa hef ég ekki verið með neitt á húðinni annað en létt litað dagkrem með sólarvörn svo ég geti alltaf bætt á rakann þegar ég þarf á því að halda.

Ein góð vinkona gladdi mig með dásamlegum jólaglaðning rétt fyrir jól og hefur hann nýst mér afar vel síðustu daga. Hér er á ferðinni eitt af mínum uppáhalds rakakremum og á tappanum er varasalvi!

embryoilissenýtt

Kremið er eitt þekktasta rakakrem í heiminum í dag en það er frá Embryolisse og elskað af förðunarfræðingum víða um heim – Pixiwoo systurnar eru t.d. mjög duglegar að birta myndir af sínum kremum, ekki slæm meðmæli þar. Kremið er ótrúlega einfalt og gefur húðinni skjótan raka sem fer hratt inní húðina og því hefur þessi litla túpa komið að góðum notum því ég næ bara með því að setja það hratt yfir húðina að fá ró yfir hana – ég er svo þurr að mig klæjar í andlitið. Glossinn á tappanum sem ég kalla varasalva nærir líka varirnar vel, gefur þeim mjúka  áferð og það inniheldur vítamín og Shea Butter sem næra varirnar vel og gefa drjúgan raka.

Lait-Créme Concentré + Gloss frá Embryolisse á nola.is

Frábær og lítil, handhæg túpa sem smellpassar í allar töskur og alla vasa og gefur skjótan og góðan raka. Fyrir þær ykkar sem vantar gott rakakrem þá mæli ég eindregið með þessu og fyrir ykkur förðunarfræðingana þá er þetta einstaklega góður og fallegur grunnur undir farða – húðin verður svo björt og svo mjúk og það er mjög þægilegt að farða yfir það.

EH

50 Shades of Grey frá OPI

Skrifa Innlegg