fbpx

Quelle Surprise!

AuguÉg Mæli MeðFW15LúkkMACMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Fyrst langar mig að þakka kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar og hrósin sem ég fékk á snappinu mínu í gær þegar ég var að sýna hvernig ég gerði þessa förðun með nýjungum frá MAC. Mér finnst alveg ómetanlegt að fá svona fallegar kveðjur og Snapchat er sannarlega búið að gera mér kleift að gera fullt af skemmtilegum hlutum sem ég næ kannski ekki að gera hér á síðunni. Endilega addið mér ef ykkur langar að fylgjast með – ernahrundrfj.

Hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með vörum úr Veluxe Á Trois línunni sem er nú komin í verslanir MAC hér á landi.

quellesurprise6

Línan samanstendur af Veluxe Pearlfusion augnskuggapallettum, varalitum og glossum í ótrúlega fallegum litum. Augnskuggapalletturnar innihalda þrjá liti sem fá allir augnlitinn til að njóta sín betur. Þeir eru svakalega mjúkir og það er rosalega gaman og auðvelt að nota þá eins og sást á snappinu í gær. Það sem mér finnst svo gera þá enn veglegri er að það má líka nota þá blauta til að gera litinn enn meira áberandi og leyfa pigmentunum að njóta sín!

quellesurprise4

Hér hefði ég mátt muna að dusta smá – ég notaði svarta litinn í pallettunni blautan til að gera eyeliner og setja inní augun og það hefur greinilega smá fallið úr burstanum ;)

quellesurprise5

Litirnir á augnskuggunum og vörunum finnst mér fara alveg sérstaklega vel saman en svona grænir litir eru sérstaklega flottir fyrir græn og brún augu og gyllti tónninn í pallettunni gerir grá og blá augu sérstaklega falleg!

quellesurprise2

Veluxe Pearlfusion Shadow Trio í litunum Cool Companions – Cremesheen varalitur Quelle Surprise

quellesurprise3

Ég byrjaði á því að setja græna augnskuggann yfir allt aunlokið. Svo notaði ég þann svarta yfir þann græna, setti litinn þétt uppvið augnhárin og blandaði honum upp fyrir græna skuggann. Þannig náði ég svona fallegri reykáferð með grænum undirtónum. Svo nota ég svarta litinn til að skyggja í ytri hluta aunloksins og meðfram neðri augnhárunum. Lúkkið er svo toppað með gyllta augnskugganum sem ég bleytti uppí með Fix+ spreyi og doppaði létt yfir innri hluta augnloksins og í innri augnkrókinn. Ég tók skuggann líka aðeins niður í augnkróknum, mér finnst það alltaf fallegt og gefur augunum enn meiri ljóma!

quellesurprise

Maskarinn sem ég notaði og sýndi á snappinu er nýr frá MAC og í einhverjum þeim allra flottustu umbúðum sem ég hef séð – hann er eins og ofvaxinn varalitur! Maskarinn heitir Upward Lash og hann er með pínulitlum gúmmíbursta sem gerir mér það kleift að fara þétt uppvið rót augnháranna og þekja augnhárin alveg. Ég setti helling af maskara á augnhárin og geri þau þétt og þykk en umgjörðin sem hann gefur augnhárunum er sannarlega dramatísk og maskarinn því fullkominn fyrir þær sem vilja svona augnhár. Ég hlakka til að prófa þennan meira t.d. með augnhárabrettara en ég nota engann hér :)

quellesurprise7

Mér finnst liturinn á varalitnum svo algjörlega fullkominn við þessa fallegu grænu liti. Ég var voða montin með mig í gær með þetta lúkk en snappið er líka bara frábært fyrir mig til að æfa mig á til að gera ný og ný lúkk, vanda mig og prófa mig áfram. Frábær leið til að halda sér í góðri æfingu!

Hvernig líst ykkur á þessa förðun?

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Hvað er strobe-ing?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sveinbjörg Eva Jóhannesdóttir

    8. September 2015

    Geggjað flott!