fbpx

Preview – Dömudeild JÖR opnar á morgun

Uncategorized

Eins og lítil smástelpa mætti ég ofurspennt í verslunina JÖR á Laugaveginu í gærkvöldi. Mér hafði verið boðið að kíkja á glænýju dömuflíkurnar sem er verið að setja upp einmitt núna inní versluninni. Ég fékk að að skoða allt sem ég vildi, taka myndir og meirað segja að prófa flíkurnar. Mig langar að deila myndum úr búðinni með ykkur en um leið minna ykkur á smá hóf sem verður haldið annað kvöld til heiðurs opnunar deildarinnar meira HÉR. En fyrir þær ykkar sem eruð búnar að bíða hvað lengst eftir því að dömudeildin opni þá opnar hún klukkan 10:00 í fyrramálið.

Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég sá flíkurnar er hvað þær voru fallega gerðar. Frágangurinn er með því besta sem ég hef séð, virkilega vandaður saumaskapur á saumastofunni í Tyrklandi þar sem flíkurnar eru gerðar. Bæði er dömulínan og undirlínan komin í haus auk nýju merkjanna sem hafa verið valin vandlega inní deildina. Í undirlínunni er meðal annars að finna dásamlega flottar dragtir – það eru eflaust margar konur sem eru spenntar fyrir þeim enda er ekki auðvelt að finna flottar og kvenlegar buxna eða pilsdragtir. En það eru náttúrulega margar konur sem eru í þannig starfi að þær klæðast einmitt drögtum í vinnunni. Ég sé fyrir mér að nú verða lögfræðiskvísur Íslands allar í réttarsal í drögtum frá JÖR – mér finnst það mjög skemmtileg tilhugsun.

Hér sjáið þið brot af flíkunum sem urðu á vegi mínum…

Endilega smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

jör jör5 jör6

 

 

 

 

 

jör8 jör9 jör7jör8 jör9

jör31 jör29 jör41

jör46 jör45 jör44jör52

jör50

Ég stóðst ekki mátið og fékk leyfi til að máta flíkur sem heilluðu mig – hér sjáið þið nokkrar dressmyndir, pósur og það besta speglapósur!

Smellið endilega á myndirnar til að sjá þær stærri.

Ég var búin að leyfa mér það að fá mér eina flík úr dömulínunni – akkurat núna berjast tvær flíkur um það að koma heim með mér og ég á mjög erfitt með að velja á milli þeirra – mögulega getið þið hjálpað mér?

Hvað segið þið – hörkjóllinn eða kápan?

Ég verð að sofa á þessu í nótt og mæta svo eldsnemme mega hress í fyrramálið á Laugaveginn – sjáumst þar.

EH

Sýnikennsla Hátíðarförðun - on a budget

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

16 Skilaboð

  1. Alexandra

    11. December 2013

    kjóllinn er gullfallegur – en ef þetta er fjárfesting þá kýs ég kápuna – tímalaus og nánast ótakmarkað notagildi! :)

  2. Hófí

    11. December 2013

    Kápan! Brjálæðislega eiguleg og ekki á hverju strái sem svona fallegar kápur lenda á fróninu … :)

  3. Lóló

    11. December 2013

    Kápan!!

  4. Rósa

    11. December 2013

    Kápan er sjúúúklega flott!

  5. Fanney Sigurgeirsdóttir

    11. December 2013

    Kápan!

  6. Sigrún Alda Ragnarsdóttir

    11. December 2013

    Kápan :)

  7. Íris Björk

    11. December 2013

    Kápan er æði og fer þér rosalega vel !! x

  8. Helga Finns

    11. December 2013

    Kápan!

  9. Sæunn

    12. December 2013

    Kápan hiklaust! Þessi lína er to die for! Þessi drengur er snillingur!

  10. Margrét

    12. December 2013

    Kápan fær mitt atkvæði, endalaust notagildi og fullkomið snið! :)

  11. elísa

    12. December 2013

    Kápan :) go váaá´á´hvað skyrtan bláa er fín!!! Er hún klikkaðslega dýr eða??

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. December 2013

      Já skyrtan er æði ;) – En sry tók ekki eftir því hvað hún kostaði. Hún er úr undirlínunni og er úr 100% silki – dásamleg!

  12. Lórey

    12. December 2013

    Kápan, held að hún yrði notuð meira og mun örugglega endast og endast :)

  13. Hildur Ragnarsdóttir

    14. December 2013

    nei halló þessar rifnu gallabuxur og nærfötin!! omg.

    ég verð að kíkja í heimsókn sem fyrst…

    xx