fbpx

Pixiwoo hittingur!

Lífið MittMakeup ArtistReal Techniques

Ég held ég sé enn að jafna mig á því að hafa hitt Samönthu og Nic eða Pixiwoo systurnar og hönnuði Real Techniques burstanna í London á fimmtudaginn. Systurnar hitti ég í launch partýi fyrir nýja förðunarvöru sem mágkona þeirra, Tanya Burr, er að bæta við í línuna sína. Ég segi ykkur allt um Tönyu og vöruna síðar en fyrst langar mig aðeins að segja ykkur frá systrunum yndislegu.

Þið hefðuð átt að sjá mig ég breyttist í algjöra gelgju þegar þær gengu inn, hjartað á mér hamaðist og ég missti alla getu til að tala. Það eina sem ég gat gert var að koma því til Írisar vinkonu minnar sem kom með mér í partýið að við yrðum að ná mynd af þessum með einhverjum handabendingum. Íris skildi ekkert hvað hafði komið yfir mig og hún hló mikið af mér og fátinu sem kom á mig við að sjá þær systurnar sem eru að svo mörgu leiti fyrirmyndir mínar.

Screen Shot 2014-10-25 at 5.21.24 PMSamantha og Nic eru alveg jafn yndislegar og þær virka í sýnikennslumyndböndunum sínum. Ég hitti fyrst Nic, kynnti mig fyrir henni og sagði henni frá því hversu ótrúlega vinsælir burstarnir þeirra væru á Íslandi. Henni fannst svakalega gaman að heyra það og var meira en lítið til í að leyfa Írisi að smella myndum af okkur saman og dreif sig og náði í systur sína sem er alveg jafn viðkunnaleg. Ég spjallaði aðeins við þær svo og hrósaði þeim fyrir frábæra bursta, dásamleg kennslumyndbönd og sagði þeim nokkrum sinnum frá því að ég væri einn þeirra mesti aðdáandi og aðdáandi burstanna.

London vinnuferðin varð allt í einu ein skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í og ég er orðin enn meiri aðdáandi systranna heldur en áður – ef það var hægt.

Ef þið eruð ekki alveg með á hreinu hverjar þessar skvísur eru þá eru þetta þessar hér – PIXIWOO – þær eru með eina þekktustu förðunarmyndbanda síðuna á Youtube, þær eru með vinsæla bloggsíðu, vinsælt veftímarit og eru hönnuðurnir á bakvið hina gífurlega vinsælu förðunarbursta, Real Techniques og fyrirmyndir mínar í svo ótrúlega mörgu.

Ég á eftir að lifa og brosa yfir þessum hittingi í langan tíma núna!!

EH

Novel Romance línan er mætt í MAC

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Íris Björk

  26. October 2014

  Haha já þú varst svo sannalega skondin þegar þær mættu á svæðið ! Hef sjaldan séð annað eins haha :) ! bara gaman x

  • Reykjavík Fashion Journal

   27. October 2014

   haha já ég sá þetta einmitt – fyndið ég stóð við hliðiná henni þegar hún var að taka upp þetta með cupckes-ið þarna í lokin. Þar rétt hjá voru líka tveir ungir aðdáendur sem voru í skýjunum með að sjá hana Tönyu og þá sérstaklega að sjá hana vlogga :) Maður ætti kannski að fara að taka uppá þessu :D