fbpx

Piparkökuilmur í loftinu

Fyrir HeimiliðJólagjafahugmyndirMake Up Store

Ég hef haft lítinn sem engann tíma til að baka þessi jólin – ég er reyndar mikið búin að svindla og kaupa tilbúið deig í Ikea og gera dýrindis smákökur bara til að fá smá jólailm í íbúðina. Í gær fékk þó aðalsvindleiðin að koma með mér heim.

Ég kíki reglulega inní Make Up Store í Smáralindina til Steinunnar Eddu vinkonu minnar sem er verslunarstjóri þar. Núna í desember fengu þær sendingu af mjög jólalegum ilmkertum – kertum sem ilma af piparkökum. Þegar ég kíki í heimsókn núna þá stend ég helst bara yfir kertinu og dásama það í öðru hverju orði. Steinunn kom svo færandi hendi til mín þegar ég var að kynna snyrtivörur í Hagkaup Smáralind í gær og gaf mér eitt kerti í smá jólaglaðning. Ég beið ekki lengi með að kveikja á kertinu. Um leið og við vorum komin heim þá kveikti ég á því og leyfði því að loga í smástund. Íbúðin fylltist af góðum og mjúkum ilmi af piparkökum og ég er alveg viss um að ef einhver hefði komið í heimsókn á meðan það logaði þá hefði sá hinn sami haldið að ég væri nýbúin að baka piparkökur. Nú þarf ég bara að redda mér nokkrum piparkökum til að hafa fram á borði þegar það er kveikt á kertinu :)

ilmkerti ilmkerti2 ilmkerti3 ilmkerti4 ilmkerti5

 

Eftir að ég slökkti á kertinu set ég svo þennan fína glerkúpul yfir kertið. Það gæti líka verið gaman að setja öll fínu Make Up Store naglalökkin mín þar undir.

Það eru til alls kyns skemmtilegir hlutir í Make Up Store en bara förðunarvörur – fullt af skemmtilegum vörum til að gefa í vinkonugjafir t.d. eins og ilmkerti, ilmir, hárvörur og dekurhúðvörur. Mæli með heimsókn þangað ég veit að Steinunn mín hjálpar ykkur:)

Ég ætla að taka einn dag í pásu frá gjafastússinu mínu á síðunni í dag og draga í staðin út sigurvegarann í St. Tropez leiknum á morgun og setja síðasta leikinn af stað. Á morgun vil ég gleðja tvo lesendur annar fær nýjasta dömuilminn frá Estée Lauder og hinn burstasett úr hátíðarlínu Smashbox :):)

Svo vona ég að sem flestir láti sjá sig á fatamarkaði trendnet í dag – markaðurinn er frá 12-18 og erá KEX Hostel á Skúlagötunni:)

EH

Brot af því sem ég verð með á markaðnum

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

    22. December 2013

    Ótrúlega flottur kúpullinn yfir kertinu, veistu hvað það kostar hjá þeim?