fbpx

Brot af því sem ég verð með á markaðnum

Annað DressLífið Mitt

Ég tók saman nokkrar myndir sem ég hef birt hér á síðunni af fötunum sem ég verð með á markaðnum á morgun – ásamt fleirum að sjálfsögðu. HÉR getið þið séð allt um markaðinn ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta. Ég er orðin mjög spennt fyrir morgundeginum og það gæti bara verið að ég taki smá slurk aftur í kvöld og bæti við fötum í pokana mína :)

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri…

Svo er ég enn að melta það hvort þessi peysa hér fái að koma með á markaðinn, ég hef ekki notað hana síðan ég varð ólétt og ég er að hugsa hvort ég sé bara ef til vill vaxin uppúr henni. Það kemur allt saman í ljós á morgun hvort ég tími að taka hana með – ég hef bara ekkert pláss til að geyma hana…

Sjáumst á morgun á KEX hostelinu – markaðurinn opnar klukkan 12 og er til 18. Ég ætla að reyna að selja sem mest svo það er eins gott að þið látið sjá ykkur ;)

Jólapakkarnir í ár

Skrifa Innlegg