fbpx

Pink is the new black

AuguDiorFashionLúkkMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minni

Mig hefur lengi langað að leika eftir eina sjúklega skemmtilega og öðruvísi augnförðun sem ég hef ótaloft sýnt hér á síðunni minni. Það sem mig hefur þó skort er almennilegur litaður maskari sem þekur mín svörtu augnhár. En mig langaði svona helst að ná lúkkinu sjálf. Mér til mikillar gleði þá er mín 3 ára leit að lokum komin því um daginn full vonar prófaði ég nýja litaðan maskara sem ég fékk í hendurnar fyrir helgi og viti menn ég negldi þetta lúkk!

tumblr_mnki1igSIL1qiis88o1_500

Það var augnförðunin sem ég heillaðist af – bleikur maskari og svart inní vatnslínunni…

bleikurmaskari6

Nýji dásamlegi maskarinn frá Dior – sem þið fáið að vita allt um HÉR – er nefninlega núna til í þremur skærum og skemmtilegum litum auk svarta litarins. Fjólublár, blár og BLEIKUR! Ég veit ekki enn til hvers ég myndi nota þennan bleika annað en mér til skemmtunar, í verkefni eða mögulega þegar ég væri að kynna maskarann. Þessi vekur athygli vægast sagt!

bleikurmaskari3

Hér er ein mynd því til sönnunar hvað hann þekur vel. Eina er að ég hefði þurft smá hjálp við að setja hann alveg inní rótina. Hefði þurft pensil mér til halds og trausts við að pota honum þarna að en þá hefði ég verið komin með svo klumpuð augnhár að þetta hefði ekki verið falleg sjón. Tek það fram að þessi mynd er tekin eftir fyrsta skiptið sem ég prófaði maskarann og næst veit ég betur – byrja á rótinni og svo klára augnhárin. En frábær þekja eruð þið ekki sammála :)

Ég var með alveg tandurhrein augnhár en þið sjáið við rótina að þau eru alveg kolsvört og því lendi ég oft í því að geta ekki mikið notað skærlitaða maskara því þeir ná ekki að þekja nógu vel. En ég held að það hafi gert gæfumuninn að hér er maskari með gúmmígreiðu sem ná almennt betur að greiða í gegnum augnhárin og því ná þau að þekja þau alveg með formúlu.

bleikurmaskari5

Hér er bleiki gripurinn ásamt varalitnum sem mér fannst vera við hæfi. Þessi skærbleiki flauelsmjúki varagloss er frá Bourjois og þegar hann þornar á vörunum verður hann mattur og fallegur. Af þeim litum sem komu í þessum varalitum hefur sá bleiki heldur betur slegið í gegn hjá mér. Nú þarf ég bara smá sól til að geta skartað honum oftar í sumar. Liturinn heitir Pink Pong.

Nú get ég strikað blessaða bleika maskaralúkkið af „Bucket“ listanum mínum og fundið mér eitthvað nýtt lúkk til að vera húkkt á þar til ég næ að fullkomna það.

EH

Vörurnar sem ég nota í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

OPI <3 Coca Cola

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sirra

    26. June 2014

    Geggjað! Það væri gaman að prófa þennan á mèr því ég er með ljós augnhár :)

  2. Rut R.

    29. June 2014

    mér finnst mjög gott að nota hvítan primer frá Smashbox undir litaða maskara, þá finnst mér liturinn njóta sín betur :D