fbpx

Petit.is opnar í Grímsbæ á morgun!

Ég Mæli MeðFallegtLífið MittNetverslanirShopTinni & Tumi

Síðustu daga hef ég verið einni góðri vinkonu innan handar en hin yndisleg Linnea hjá Petit.is er að opna sína fyrstu verslun á morgun klukkan 11 í Grímsbæ. Hún er búin að reka eina fallegustu netverslun landsins síðsustu mánuði – petit.is – og hefur í gegnum hana kynnt mig og aðrar íslenskar mæður fyrir dásamlega fallegum flíkum. Ég er búin að sitja hjá henni núna síðustu tvo daga, veita henni félagsskap og skipuleggja smá lageraðstöðu og ég er virkilega ánægð með þennan duglega ofurbolta sem hún vinkona mín er. Með miklum metnaði og útsjónarsemi hefur henni tekist að setja saman þessa æðislegu búð með snilldar lausnum úr Ikea og virkilega fallegum vörum. Nú er hún komin með ný merki og ég er nú þegar búin að kaupa nokkrar flíkur á Tinna Snæ sem ég ætla að sýna ykkur um páskana. Svo er ég með langan lista af vörum sem ég ætla að kaupa handa krílinu í maganum og þar á meðal er hið dásamlega Babynest.

En ég tók nokkrar myndir af búðinni í dag, meira svona nærmyndir þar sem allt var ekki alveg tilbúið. Búðin opnar á morgun klukkan 11:00 í Grímsbæ (miðvikudag – 1. apríl) og það er opið til klukkan 18:00. Ég hvet ykkur til að kíkja í heimsókn það er sannarlega þess virði! Ég ætla alla vega að mæta þriðja daginn í röð og verða einn af viðskiptavinum dagsins!

Hér sjáið þið myndir af þessari dásamlega fallegu verslun Petit.is í Grímsbæ!

petit33 petit32 petit31 petit30 petit29 petit28 petit27 petit26 petit25 petit24 petit23 petit22 petit21 petit20 petit19 petit18 petit17 petit16 petit15 petit14 petit13 petit12 petit10 petit9 petit8 petit7 petit6 petit5 petit4 petit3 petit2 petit

Finnst ykkur þetta ekki æðislegt! Ég persónulega elska allt frá Farg & Form, Tinni Snær á föt frá merkinu og á innkaupalista fyrir krílið er stuðkantur, skiptidýna og sængurver með fallega skýjamunstrinu já og æðislegir náttsekkir. Svo finnst mér vörurnar frá PopUpShop æði en ég keypti tígrisdýra buxur fyrir Tinna um daginn sem hann er að springa úr hamingju með og svo ætla ég á morgun að kaupa ljóna heilgallan á hann. Sé fyrir mér að sá gripur verði fullkominn fyrir sumarið og útiveru. Svo finnast mér Design Letter bollarnir og diskarnir æðislegir fyrir litlu kútana – auðvitað úr plasti og gaman fyrir þau að geta átt bolla með sínum staf.

Innilega til hamingju Linnea mín ég hlakka til að sjá þig á morgun og búðina loksins opna!

EH

Hin fullkomna vorförðun

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    1. April 2015

    Linnea snilli!