Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Á morgun er Miðnæturopunun í Kringlunni og það verður sko sannarlega fjör! Það verður nóg af afsláttum, jólagjafakassarnir verða mættir í flestar verslanir og þið getið fengið glæsilega sérmerkta varaliti frá Yves Saint Laurent. Ég fékk einn að gjöf núna í gær og hann er alveg ofboðslega fallegur – nafnið mitt gerir eitthvað svo mikið við hliðiná glæsilegu YSL logo-inu – klárlega það sem fullkomnar umbúðirnar ;)
En í Hagkaup Kringlunni verða dömurnar hjá YSL að bjóða uppá persónulega áletrun með nafni á fallegar umbúðir Rouge Pur Couture varalitina. Það verður 20% afsláttur af YSL í Hagkaup á morgun og þegar þið hafið keypt varalit að ykkar smekk getið þið fengið umbúðirnar áletraðar. Í nýja Rouge Pur Couture lúkkinu sem ég sýndi ykkur um daginn þar sem komu fjórir varalitir og fjögur mött naglalökk í stíl eru bleikur, orange, rauður og nude varalitir og ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða þá vandlega.
Hér sjáið þið persónulega áletraða varalitinn minn….
Finnst ykkur hann ekki fallegur! Áletrunin verður í boði á milli klukkan 19 og 22 og þetta er líka glæsileg jólagjöf fyrir t.d. móður, dóttur eða systur.
Rouge Pur Couture event á Facebook
Rouge Pur Couture litirnir eru áferðafallegir og kremaðir litir með þéttri áferð og þeir renna mjúklega yfir varirnar og gefa jafnan lit. Það er alveg svakalega góð lykt af þeim – dáldið svona sæt lykt… Ég fæ smá svona nostalgíu þegar ég þefa af þeim því mamma átti einn alveg ofboðslega fallegan YSL varalit sem ég stalst stundum í þegar ég var yngri :)
HÉR getið þið skoðað færsluna mína frá því um daginn þar sem ég er með bleika Rouge Pur Couture litinn.
Erna Hrund
Skrifa Innlegg