fbpx

Ekki missa af vestinu mínu!

Annað DressFallegtFW15Lífið MittShopVero Moda

Fyrr á þessu ári suðaði ég ásamt henni Evu Birnu verslunarstjóra Vero Moda í Smáralind um alveg svakalega glæsilegt vesti! Suðið borgaði sig og hún Aubí okkar keypti vestið inn í búðirnar. Ég gat bókstaflega ekki hætt að tala um blessaða vestið, það ásótti drauma mína og ég bara gat ekki beðið eftir að það yrði mitt. Svo þegar við vorum að undibúa Bleika Boðið fyrir Bleika Október þá kom sýnishornið af vestinu til landsins og ég stóð bara og starði á þessa gersemi sem varð svo mín og ég er svo yfir mig ástfangin af þessu fallega vesti, búin að nota það óspart síðan þá. Ég nota það yfir jakka og ég nota það líka bara yfir skyrtur og blússur það gerir heildarlúkkið svo flott.

Ég hef fengið mjög margar spurningar um vestið og get nú sagt að það er væntanlegt inní Vero Moda í dag og það komu ekki mörg! Svo ef ykkur líst vel á vesið mitt – grípið það áður en það verður of seint. Væri líka gaman að heyra hvað ykkur finnst um það svo ég geti nú kannski sýnt fram á það að ég hafi einstaklega góðan smekk – eða ég og Eva Birna ;)

vestið3

Vestið er blanda af Fake Fur og Pleather og ég hef alla vega ekki séð neitt líkt því. Ég klæðist því bara dags daglega og svo fór ég í því yfir basic svartan samfesting á árshátíð Beseller um daginn og það gerði samfestinginn einhvern vegin svo fínan.

vestið2

Eitt sem ég get ekki með svona vesti er þegar það eru ekki vasar – ég vil geta verið með síma, veski og bíllykla á mér og það eru vasar á þessu!!

vestið

Ég dýrka þetta vesti af öllum lífs og sálarkröftum! Þegar ég fór fyrst í það fékk ég svona ókei ég get alveg verið skvísa þó ég sé orðin tveggja barna móðir – og ég þurfti á því að halda á því augnabliki ;)

Erna Hrund

Matching frá YSL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur

    4. November 2015

    Þú ert sjúklega töff í því ;)