Í gær mætti ný lína í MAC Kringluna. Línan ber nafnið Pedro Lourenco og einkennist af fallegum vörum sem skilja eftir sig skemmtilega metal áferð. Bjútípúður, kremaugnskugga, augnskuggapalletta, varalitir, gloss og naglalökk eru það sem er í boði. Umbúðirnar eru svartar með gylltum smáatriðum en mér finnst þær ótrúlega hátíðlegar. Ég elska þegar MAC línurnar koma í sérstökum umbúðum þá fæ ég svona söfnunaráráttu og verð að eignast allt!
Vörurnar eru hannaðar af brasilíska fatahönnuðinum Pedro Lourenco og það er smá suðuramerískur fílingur í þeim – sérstaklega flottu rauðu varalitunum. Allt eru þetta litir sem fara líka vel við sumarbrúna húð – ekki það að ég sé með hana en ég er að vinna í þessu með hjálp St. Tropez sjálbrúnkuvaranna minna ;)
Ég fékk tvær vörur til að prófa úr línunni. Ég hef reyndar ekki enn haft tök á því en ég hlakka til að sýna ykkur þær betur. Varaliturinn finnst mér alveg dásamlegur en þetta er bjartur orange rauður með mjög fallegri metaláferð.
Þessi varalitur er bara bjútí og ég hlakka til að prófa hann almennilega. Litirnir í augnskuggapallettunni eru alveg dásamlegir og fullkomnir fyrir fallega og létta sumarförðun svona ef sumarið lætur einhver tíman sjá sig. Ég er dáldið mikið komin með ógeð af þessum andsk… vindi!
En ég er enn bjartsýn að það rætist úr þessu annars held ég að við fjölskyldan förum bara að reyna að leita leiða til að komast úr landi í hlýrri lönd:)
En eins og alltaf þá þarf að hafa hraðar hendur þegar það koma fallegar vörulínur í verslanir MAC. Þessi lína kom í litlu upplagi og því miður komu ekki alveg allar vörurnar. Hafið líka í huga að línan kom bara í MAC í Kringluna.
EH
Vörurnar sem ég sýni í þessari færslu fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg