fbpx

Pastel & Marie Antoinette

DiorFallegtmakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS14

Trianon nefnist vorlínan frá Dior í ár. Merkið sækir innbláustur frá hinni ógleymanlegu og einstöku Marie Antoinette. Sumarlegir pastellitir einkenna vörurnar sem eru hver annarri fallegri en litirnir eru sóttir úr gróðri í Versölum. Ég fékk að kíkja aðeins á vörurnar í gær og mér líst ótrúlega vel á þær. Nafnið Trianon er sótt frá húsakynnum Marie sem nefndust Petit Trianon.

1555568_609428479111821_10350851_n 1560691_609428699111799_2036940076_nEins og í síðustu vorlínu koma einstakar augnskuggapallettur í línuni. Þetta eru fimm lita palletta sem er sett saman af mjög skemmtilegum og ólíkum litum. En oft passa andstæður ótrúlega vel saman svo það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir koma út saman. Umbúðirnar eru hannaðar af skartgripahönnuðum Dior svo þetta eru einstakar öskjur sem aðdáendur merkisins verða að eignast – sem þýðir að ég verð að eignast hana!9be471d66461b8b5c11431ef080a62bdSjáið þennan kinnalit! Hann er fullkominn fyrir sumarið – nú vil ég bara fá sól og senda allan þennan óþolandi klaka út. Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg komin með nóg af klakanum. Mér finnst svo gaman hvað þeir hjá Dior eru farnir að gera vörurnar í one shot línunum sínum einstakar. Sjáið fallega munstrið sem er búið að gera í kinnalitinn – auk þessa lits kemur einn annar litur. 1604875_609428782445124_503895947_nÞað koma tvær mismunandi augnskuggapallettur í línunni – hér fyrir ofan sjáið þið aðra þeirra. Eins og kinnalitirnir þá er flott munstur í þeim líka. dior-makeup-spring-2014-2Nýjir litir í Dior Addict glossunum og Lip Glow varalitunum. Báðar vörurnar gefa vörunum góðan raka en Lip Glow liturinn er með mjög vægum lit og er líka hægt að nota undir varalit til að gefa þurrum vörum meiri raka. Gyllti glossinn er svo að mínu mati fullkominn til að highlighta varirnar.1504998_609428815778454_776860004_nNaglalökkin frá Dior eru æðisleg – besti burstinn sem hægt er að fá með naglalakki fylgir Dior naglalökkunum og áferðin á litunum er þétt og falleg. Samtals koma þrír mismunandi litir – mér finnst þessi blái dáldið skemmtilegur og svo kemur einn fullkominn sumarlitur sem er kóral peach litur.1517569_609431222444880_1815260800_nTveir fallegir litir í mono augnskuggunum frá Dior – aftur með flottri áferð.1524729_609431252444877_627442066_nÉg er svo ótrúlega spennt yfir þessum frábæru nýjungum frá Dior því þessar vörur vantaði svo sannarlega í línuna. Þetta eru primerar – annars vegar Pore Minimizer sem fullkomnar áferð húðarinnar, fyllir uppí allar ójöfnur og gerir húðina svo mjúka og fallega. Ég er búin að prófa hann á handabakinu og áferðin er rosalega falleg. Hinn primerinn er Glow Maximizer sem eins og nafnið gefur til kynna gefur húðinni fallegan ljóma. Liturinn á primerunum er svolítið útí gyllt og hann er hægt að nota bæði yfir og undir farða.gallery_big_Rouge_Dior_spring_2014 Virkilega fallegir varalitir – þessi lengst til vinstri er æði alveg mattur litur sem er mjög litsterkur og smellpassar inní eitt af förðunartrendum sumarsins sem eru orange varir.1524866_609431322444870_680211252_nLoks eru það svo fjórir nýjir litir í kremaugnskuggunum frá Dior – glöggir taka eflaust eftir því að það eru tveir lillabláir litir á myndinni. Alliri litirnir eru mattir reyndar eru örfínar glimmeragnir í þessum svarta sem skemma þó alls ekkert fyrir. Ég er viss um að það sé hægt að gera mjög fallega förðun með því að nota alla þessa liti saman.

Virkilega fallegar nýjungar frá Dior – allar þessar vörur eru bara til að bæta vöruúrvalið sem er nú þegar til á landinu og styrkir bara merkið. Ég hlakka ótrúlega mikið til að prófa vörurnar almennilega og sýna ykkur þá sérstaklega primerana. Þetta eru þó ekki einu nýjungarnar sem eru væntanlegar innan skamms frá merkinu en ég segi ykkur betur frá hinum innan skamms!

EH

Daglegt líf á myndum

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Karen Lind

    16. January 2014

    Veistu hvort kóral kinnaliturinn sé mattur?

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. January 2014

      Já mér sýndist það – ég fékk aðeins að pota í sýnishornin sem eru komin til landsins í gær ;)

  2. Jenný Sif

    16. January 2014

    Veistu hvenær þessi lína kemur í verslanir?

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. January 2014

      Hún er komin til landsins en ekki inná heildsöluna – fer líklega í búðir í lok næstu viku eða þá vikunni á eftir henni. Verður sumsé komin í lok jan – byrjun feb :D