Mér finnst alltaf gaman að skella í eina svona persónulega færslu inná milli og deila með ykkur skemmtilegum myndum úr daglega lífinu :)
Sætur moli með mömmu sín
Sætastur í IKEA leiðangri fyrir jólin
Sjúkt hátíðarnaglalakk frá L’Oreal – sem ég sýndi ykkur líka hér á blogginu fyrir hátíðirnar.
Ég upplifði smá svona Friends flashback í Hagkaup Smáralind!
Jólakjóllinn minn í ár var úr AndreA Boutique.
Sætastur á Coocoo’s Nest.
Kaffigöngutúr og jólaljós á Austurvelli.
Ég skellti í smá gerviaugnhárasýnikennslu í MAC fyrir hátíðirnar.
2. tbl Reykjavík Makeup Journal í uppsetningu.
Jólasnjór á Laugaveginum í desember.
Að kynna fyrir Dior í Debenhams í Smáralind í fína JÖR kjólnum!
Shiseido kynning í Smáralind fyrir hátíðirnar.
Jólafínt heima – kertstjakana gerði Tinni fyrir okkur hjá dagmömmunum sínum.
Í fallegu gulu peysunni minni sem er í miklu uppáhaldi!
Mamma og moli að pósa.
Tinni Snær fagnaði eins árs afmælinu með því að leika sér með nýtt dót uppí rúmmi.
Tinni Snær og afi skoða flugelda á áramótunum.
Eftir að klukkan slær 12 á miðnætti á Gamlársdag sest ég alltaf við sjónvarpið og horfi á korktappadansinn – það er föst hefð sem ég hef haldið í síðan ég man eftir mér.
Fæðingarmyndirnar sem ég birti á blogginu á afmælisdaginn hans Tinna voru birtar á vísi.is.
Smádót heima.
Uppáhalds ferðamálið!
Ég gerði mér ferð í Vila um daginn til að máta þessa fínu kápu. Þegar ég stóð fyrir framan spegilinn uppgötvaði ég að ég var í öllu frá uppáhalds búðinni!
Molaknús er best í heimi!
Æðislegur nýr primer frá Make Up Store sem ég er búin að vera að testa undanfarið.
Smá selfie inná baði fyrir lúkk myndatöku.
Ef vel er gáð þá heldur Tinni á Real Techniques förðunarbursta og er að mála mömmu sína – hann veit alveg hvað hann á að gera – framtíðar listamaður!
Það var allt á kafi í snjó heima um helgina – við kúrðum okkur inni og drukkum kaffi úr uppáhalds vélinni :)
Ég hitti félaga mína úr One Direction á leið minni um verslunina Toy’s Are Us.
Þeir voru sko alveg til í að pósa með mér á mynd!Sjúkar buxur úr Vila – svo á ég bol í stíl – 6990kr ;)
Skarpir taka eflaust eftir því að þetta eru allt myndir úr Instagram – endilega fylgist með mér undir @ernahrund.
EH
Skrifa Innlegg