fbpx

Pastel litir með edge!

Estée LauderLúkkmakeupMakeup TipsMitt Makeup

Þið vitið ekki hvað það er kærkomin tilfinning að þurfa ekki að byrja makeup umfjöllun á því að biðjast afsökunar á óplokkuðum augabrúnum. Eins og þið sjáið þá er það vandamál leyst!

Tom Pecheux, Creative Director fyrir snyrtivörumerkið Estée Lauder hannaði vorlínu merkisins sem ber nafnið Pretty Naughty – „I wanted to create a collection for the woman who is sexy yet romantic. Pretty Naughty is very pastel, but also a little naughty in a gentle, discreet way.

Þessi flotta vorlína er partur af Pure Color vörum sem Tom hannar fyrir merkið og einkennast þær vörur af sterkum og flottum litum. Ég tók sérstaklega eftir því að augnskuggarnir eru með sterkum og þéttum litapigmentum og naglalakkið gefur þéttan lit í fyrstu umferð.
Hér sjáið þið vörurnar sem eru meðal annars fáanlegar úr línunni. Augnskuggapalletta með 5 litum – sem ég er með um augun, kinnalitur og fallegt gráfjólublátt naglalakk.

Kinnaliturinn finnst mér koma virkilega vel út – ég ætla reyndar að fjalla um hann sér í einni góðri kinnalitafærslu. Það kemur mikið magn af litnum í umbúðunum og púðrið er formað með svona þrívíddarformum – eins og þið sjáið á myndinni – en mér finnst kinnarnar líka verða fyrir þessum þrívíddaráhrifum og þegar birta skín á kinnarnar þá ljóma þær upp og standa út – þið vonandi takið eftir því á myndunum það sést vel á kinnunum hægra megin.
Litirnir í augnskuggapallettunni eru flottir og ferskir pastellitir og þegar þeim er blandað saman þá gefa þeir augun dramatískt lúkk með litum – sem er skemmtileg tilbreyting. Í auglýsingiunni fyrir línuna var það svarti liturinn sem var í aðalhlutverki en ljósblái liturinn var notaður til að brjóta það upp. Ég ákvað að gera alveg það andstæða með litunum og lituðu augnskuggum að njóta sín í augnförðuninni minni – ég notaði 4 af 5 litunum í pallettunni. Svona gerði ég:

  1. Setti ljósbláa litinn í innri augnkrókinn og aðeins inná augnlokið – þið sjáið nákvæmlega á myndinni hér að ofan hversu langt inná augað ég fór.
  2. Næst setti ég fjólubláa litinn á mitt aunglokið.
  3. Að lokum setti ég brúna litinn yst á augnlokið.
  4. Svo blandaði ég litunum varlega saman – ég gerði sem sé skilin á milli litanna mýkri. Svo notaði ég hreinan blandara bursta (er eins og pínulítill kinnalitabursti) og mýkti augnförðunina í globus línunni – nuddaði burstanum fram og til baka mjúklega eftir globus línunni.
  5. Svo setti ég svarta augnskuggann í miðri pallettunni meðfram efri og neðri augnhárunum og setti svo maskara á augnhárin.

Það er um að gera að fara stundum útfyrir þægindarammann og ekki festast í brúnum tónum á augunum – ég á það til að gera það sjálf en þá er sniðugt að fá sér svona áberandi augnskugga og prófa eitthvað nýtt. Þessum litum er hægt að blanda saman á marga mismunandi vegu – næst ætla ég að prófa bleika litinn með brúna litnum, ég held það geti verið mjög flott. Svo verð ég að prófa að copy-a lúkkið af auglýsingunni – þið það á myndinni hér fyrir ofan.

EH

Kinnalitur #5

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Maggý

    22. March 2013

    virkilega flottar vörur