Þið sem lesið bloggið mitt reglulega vitið hversu mikið ég dýrka eyelinertússpenna og að ég nota þá nánast eingöngu. Ég hef æ meira verið að taka eftir því að makeup artistarnir sem ég fylgist með á Instagram eru að nota örmjóa blauta eyelinera sem ég hef bara ekki notað í mjög langan tíma. Ég var að gramsa í förðunardótinu mínu um daginn – taka aðeins til og rakst á einn svona eyeliner og ákvað að endurnýja kynni mín á honum.
Mér til mikillar lukku var eyelinerinn eins og nýr, fljótandi, engir klumpar og þetta gekk eins og í sögu.
Mynd án flassins.
Mynd með flassi.
Hér sjáið þið gripinn sem geymdist svona vel í allan þennan tíma Liner Pinceau Eyeliner frá Bourjois. Hann er með örfáum stökum hárum á endanum sem ég notaði til að gera línuna. Það kom dáldið mikil formúla í burstann þegar ég tók hann upp og ég tók aðeins úr honum og setti á handabakið áður en ég byrjaði að setja línuna meðfram augnlokunum. Svo nýtt ég bara það sem var á handabakinu mínu til þegar mig vantaði meiri lit í stað þess að setja pensilinn ofan í aftur.
Af því pensillinn er svo mjór þá var lítið mál að gera línuna og ég nánast dró hana bara alvega út frá innra augnloki til endans á spíssinum. Ég er fyrst til að viðurkenna það núna að ég vanmat blauta linera ég var hreinlega bara búin að gleyma því hversu góðir þeir eru í raun og veru. Þetta var lítið mál frá A-Ö!
Ég þyrfti endilega að skella í sýnikennslumyndband næst þegar ég tek upp til að sýna ykkur hvernig ég fór að ef það er áhugi fyrir því :)
EH
Skrifa Innlegg